Ungir jafnaðarmenn mála Berlín rauða

Í gær fóru tveir fulltrúar úr miðstjórn Ungra jafnaðarmanna til Berlínar á ráðstefnu í málefnum LGBT, sem eru réttindi lesbía, homma, tvíkynheigðra og transfólks í heiminum.

Í gær fóru tveir fulltrúar úr miðstjórn Ungra jafnaðarmanna til Berlínar á ráðstefnu í málefnum LGBT, sem eru réttindi lesbía, homma, tvíkynheigðra og transfólks í heiminum.

Salka Margrét Sigurðardóttir og Eva Indriðadóttir fóru á fyrsta dag ráðstefnunnar í dag og hafa lært margt nýtt. Þær byrjuðu daginn á almennri fræðslu um IUSY og frábæru hópefli sem hristi hópinn vel saman. Þegar líða tók á dag var fært sig inná málefni LGBT og unnin voru mörg verkefni tengd þeim málefnum. Það á eftir að vinna í ýmsum málefnahópum og fræðast um málefni LGBT frá mismunandi löndum fram á sunnudag. M.a. eru þáttakendur á ráðsefnunni frá löndum eins og Hvíta Rússlandi, Rússlandi, Serbíu, Svíþjóð, Þýskalandi, Spáni o.fl. Allir þátttakendur hafa mismunandi sögur að segja úr sínu heimalandi og getum við Íslendingar verið stoltir af okkar árangri í þessum málefnum. Vonandi geta íslensku stelpurnar lagt sitt af mörkum til að marka stefnu í LGBT málefnum á heimsvísu og lært frekari leiðir til árangurs og bættum réttindum LGBT fólks.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið