Ungir kjósendur

Þau málefni sem einna helst brenna á menntaskólanemum eru skólamál ogáfengiskaupaaldur. Samræmdu próf ríkisstjórnarinnar eru á allra vörum og vottar fyrir hræðslu hvar sem ég heyri fólk tala um þau en varðandi áfengiskaup þá held ég að núna sé rétti tíminn til breytinga. Það er nokkuð ljóst að ÁTVR hefur þónokkrar tekjur af fólki undir lögaldri. Þau málefni sem einna helst brenna á menntaskólanemum eru skólamál og
áfengiskaupaaldur. Samræmdu próf ríkisstjórnarinnar eru á allra vörum og vottar fyrir hræðslu hvar sem ég heyri fólk tala um þau en varðandi áfengiskaup þá held ég að núna sé rétti tíminn til breytinga. Það er nokkuð ljóst að ÁTVR hefur þó nokkrar tekjur af fólki undir lögaldri.

Samræmd próf
Mér er sagt að þessi hugmynd sé gömul en hafi týnst einhverstaðar í kofforti ríkisstjórnarinnar og dúkkað upp bara núna fyrir stuttu. Kynningarstarfsemin á prófunum fyrir nemendur hefur eitthvað farið forgörðum því prófin koma allflestum í opna skjöldu og margir eru ósáttir. Svo virðist sem þetta tiltæki ríkisstjórnarinnar hafi bara einfaldlega bara gleymst því hafi blossað upp þetta mikla ósætti sem hægt er að finna í öllum menntaskólum landsins.

Þau áhrif sem nemendur verða fyrir vegna prófanna eru ekki einungis þau að nemendur þurfa að þreyta þessi próf heldur mega þeir gera ráð fyrir að þau verða notuð sem inntökupróf í háskólanám. Hætta er á að ofuráhersla verði lögð af skólayfirvöldum á þessi próf sem þýðir að kennslan mun einblína á innihald prófsins. Af þessu leiðir að frelsi og fjölbreytileiki í námi menntaskólanema mun minnka. Með samræmdu prófunum er ríkið að hafa alltof mikil afskipti af nemendum og jafna alla skóla – gera þá eins.

Ungir Jafnaðarmenn hafa ályktað gegn samræmdum prófum.

Áfengiskaup
Ríkissmásala áfengis er ótvíræð tímaskekkja. Sú hugmynd sem þessi ríkisstjórn hefur af þeim skyldum sem hún skal gegna virðist vera eitthvað á þessa leið: Almenn heilbrigðisþjónusta, aðgangur að skólum, styrkja fátæka bændur – óbeint niðurgreiða alla búvöru með skattfé, og sjá til þess að landsmenn geti keypt sér áfengi og tóbak í búðum hennar. Það má taka það til skoðunar að sumt af þessu séu draugar fortíðarinnar, en svo virðist sem þetta sé stefna ríkisstjórnarinnar. Hún virðist bara hugsa um fyllerí, segjum sem svo að prúður nemandi skelli sér niður í bæ á virkum degi og drekki nokkra bjóra, bjór sem þarf að fara í gegnum ÁTVR, á yfirsprengdu tolla-verði þá getur hann vaknað næsta morgun í þynnkunni og fengið sér ríkisniðurgreidda nýmjólk. Því næst getur hann farið upp á heilsugæslu fengið einn þynnkubana og svo mætt í skólann til að undirbúa sig fyrir samræmdu prófin. Allt virðist þetta haldast í hendur.

En öllu gamni slepptu þá verður að lækka áfengiskaupaaldurinn og gefa áfengissöluna frjálsa. Ef fólk undir leyfðum aldri stendur ekki undir stórum hluta af sölu ÁTVR þá yrði ég hissa. Áfengiskaupaldurinn er lægri hjá flestum öðrum Evrópuþjóðum og við eigum að bera okkur saman við þær. Það er einnig ráðstjórnarlykt af því að í daglegu lífi neytandans þá er honum gert að fara inn í sérbúð til að versla bjór og léttvín. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað gagnvart áfengi á Íslandi og við eigum að treysta einstaklingunum að fara með vín.

Ungir Jafnaðarmenn hafa ályktað að áfengiskaupaaldur skuli lækka í 18 ár. Bjór og léttvín á að vera fáanlegt í matvöruverslunum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand