Menntun: Þar er víglínan dregin

Rannsókn, sem gerð var í Svíþjóð, á áhrifum aukinnar einkavæðingar í menntakerfinu , og birtist nýverið, leiðir í ljós að fjölgun einkaskóla verður til þess að jafnræði til náms minnkar. Rannsókn, sem gerð var í Svíþjóð, á áhrifum aukinnar einkavæðingar í menntakerfinu , og birtist nýverið, leiðir í ljós að fjölgun einkaskóla verður til þess að jafnræði til náms minnkar. Kannanir í Svíþjóð benda jafnframt til þess að foreldrar og nemendur forðist meðvitað skóla með hátt hlutfall af nemendum af erlendum uppruna. Þetta sýnir að fjölgun einkarekinna skóla stuðlar að aukinni stéttaskiptingu. (Nánar er fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar undir liðnum athyglisvert, annarstaðar hér á síðunni.)

Það byrjar smátt og virðist saklaust
Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja á aukin skólagjöld í Háskóla Íslands og ráðherrar þess flokks hafa markvisst mismunað honum í samkeppni við einkaskólana. Ef þessari ríkisstjórn verður ekki vikið frá nú, þá verður þess ekki langt að bíða hver sem er geti stofnað skóla og byrjað að innheimta skólagjöld. Þannig verður orðið til umhverfi, sem nú þegar er kominn vísir að, þar sem gæði þeirrar menntunar sem fólk á kost á fer eftir efnahag og samfélagsstöðu.

Fjölskyldur gætu þurft að safna milljónum fyrir menntun barna sinna
Flokkur Davíðs Oddssonar auglýsir nú fyrir kosningarnar að hann beri hag fjölskyldna fyrir brjósti. Þetta hreinlega stenst ekki þegar menntastefna Sjálfstæðisflokksins er skoðuð. Hvernig getur það verið hagur fjölskyldna að hér verði komið á misskiptingarkerfi í menntamálum og ábyrgðin á menntun barnanna okkar flytjist frá samfélaginu? Vilja menn slíkt misskiptingarkerfi þar sem fjölskyldurnar verða að safna í mörg ár til að eiga fyrir framhaldsmenntun barna sinna? Af slíku kerfi öfundum við ekki Bandaríkjamenn. Íslendingar vilja ekki slíkt samfélag.

– Ungir jafnaðarmenn eru algjörlega á móti tvískiptu menntakerfi þar sem fjölskyldur hinna ríku geta valið sér einkaskóla.

-Niðurstöður rannsóknar sænska menntamálaráðuneytisins staðfesta það sem við höfum ávallt haldið fram um afleiðingar nýfrjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins í menntamálum.

Vísbendingar: Áslandsskóli og almenn misskiptingarstefna ríkisstjórnarinnar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið á kerfi misskiptingar í sjávarútvegi, á fjármálamarkaði og í rannsóknariðnaðinum með ríkisábyrgð fyrir Decode Genetics. Við verðum að stöðva áætlanir hans um að gera slíkt hið sama við skólana okkar. Menntakerfið er grunnurinn að því velferðarsamfélagi sem byggt hefur verið upp á Íslandi.

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum sendu kjósendur í Hafnafirði, Sjálfstæðisflokkinn í frí með sitt einkavæðingarbrölt. Gerum slíkt hið sama í alþingiskosningunum 10.maí.

Í guðs bænum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand