UJR vill ný lög um æskulýðsmál

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetja til þess að lögin um æskulýðsmál (nr.24 frá 1970) verði tekin til gagngerar endurskoðunar á komandi kjörtímabili. Ljóst er að núgildandi lög taka alls ekki mið af hinum miklu breytingum sem orðið hafa í tómstundamálum ungs fólks á undanförnum 33 árum.

Nýtt landslag
Frá því að lögin voru sett hafa verið opnaðar yfir 80 félagsmiðstövar um land allt, þar af 13 í Reykjavík. Sjö menningarmiðstöðvar eru starfandi og unnið er að stofnun tíu slíkra miðstöðva til viðbótar út um landið. Jafnframt hafa kröfur um fagleg vinnubrögð og menntun starfsfólks aukist og komið hefur verið á fót námi í tómstundarfræðum við bæði HÍ og KHÍ. Um er að ræða afar mikilvægan málaflokk en æskulýðsstarfsemi, önnur en íþróttir, tekur til sín u.þ.b. 7% af útgjöldum sveitarfélaga og fer þetta hlutfall sífellt vaxandi.

Sjálfsögð grunnþjónusta í hverju samfélagi
Sækja mætti í reynslubrunn nágrannalanda þar sem sveitarfélögum hefur víða verið gert með lagasetningu að halda úti ákveðinni lágmarks æskulýðsstarfsemi. Þannig er tryggt að starfsemin sé ekki háð velvilja stjórnenda sveitarfélaga hverju sinni, heldur sé hún beinlínis liður í þeirri grunnþjónustu sem þau veiti.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið