Ungir jafnaðarmenn undrast sinnuleysi ríkislögreglustjóra!

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna lýsir yfir undrun sinni á sinnuleysi ríkislögreglustjóra við að rannsaka meint brot forstjóra olíufélaganna þrátt fyrir lögbundna skyldu um að gera svo. Ungir jafnaðarmenn fordæma það fjársvelti sem Samkeppnisstofnun býr við af hálfu ríkisstjórnarinnar og telja að ríkisstjórnin beri því pólitíska ábyrgð á hugsanlegri fyrningu brota vegna meints samráðs olíufyrirtækjanna. Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna lýsir yfir undrun sinni á sinnuleysi ríkislögreglustjóra við að rannsaka meint brot forstjóra olíufélaganna þrátt fyrir lögbundna skyldu um að gera svo. Ungir jafnaðarmenn fordæma það fjársvelti sem Samkeppnisstofnun býr við af hálfu ríkisstjórnarinnar og telja að ríkisstjórnin beri því pólitíska ábyrgð á hugsanlegri fyrningu brota vegna meints samráðs olíufyrirtækjanna.

Ungir jafnaðarmenn telja að styrkja beri fjárhagslega stöðu Samkeppnisstofnunar svo hægt sé að ljúka bæði olíusamráðsmálinu og máli tryggingarfélaganna. Um mikla almannahagsmuni er að ræða og mikilvægt að tryggja hag neytenda með sterkari eftirlitsstofnun.

UJ er jafnframt forviða á þeim ummælum forsætisráðherra að háar sektir muni einungis koma niður á neytendum. Með röksemdum forsætisráðherrans væri ekki hægt að réttlæta neinar sektir á fyrirtæki og eru þau einnig með ólíkindum þegar tekið er tillit til yfirvofandi samkeppni tveggja nýrra fyrirtækja á bensínmarkaðinum. Vegna ummæla Davíðs Oddssonar um að menn hafi lengi grunað samráð olíufélaganna hlýtur einnig að koma til skoðunnar hvers vegna enginn þeirra sem setið hafa í stjórnum olíufyrirtækjanna hafi spurst fyrir um hvort eðlilega væri staðið að þessum málum. Lagaleg ábyrgð á meintum brotum fyrirtækjanna liggur ekki aðeins hjá forstjórunum heldur einnig stjórnarmönnum þeirra á meðan samráðið fór fram.

Í ljósi umræðunnar um að fjárhagsleg tengsl olíufyrirtækjanna við stjórnamálaflokkanna sé ástæða þess hve lengi meint ólögmæt samráð hafi viðgengst telur UJ að nauðsynlegt er að setja lög um opið bókhald stjórnmálaflokkanna. Ljóst er að víða er þörf á bættu siðferði í viðskiptalífinu sem á vettvangi stjórnmálanna.

Ungir jafnaðarmenn minna einnig á að forstjórar olíufélaganna sem hafa játað samráð hafa tekið virkan þátt í pólitísku starfi og verið miklir áhrifavaldar í sínum flokkum. Ungir jafnaðarmenn hvetja fyrrverandi dómsmálaráðherra og verðandi forseta Alþingis til að tjá sig um hvort hann hafi haft einhverja vitneskju um meint samráð þar sem hann er giftur einum forstjóranna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand