Hann Árni…

Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í miða á Þjóðhátíð. Þessi margrómaða útihátíð verður æ vinsælli með ári hverju. Margir kenna gestrisni eyjaskeggja um, aðrir segja að lauslæti íslenskra kvenna verði aldrei greinilegra en á laugardagskvöldinu. Þó segja sumir að brekkusöngur Árna Johnsen sé aðal-tilhlökkunarefni hátíðarinnar og sé beinlínis ómissandi. Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í miða á Þjóðhátíð. Þessi margrómaðasta útihátíð verður æ vinsælli með ári hverju. Margir kenna gestrisni eyjaskeggja um, aðrir segja að lauslæti íslenskra kvenna verði aldrei sýnilegra. Þó segja sumir brekkusöngur Árna Johnsen sé aðal-tilhlökkunarefni hátíðarinnar og sé beinlínis ómissandi.

En nú er hann í fangelsi?
Já, vissulega er Árni ekki frjáls ferða sinna eins og flestum er kunnugt. Sakir hans verða ekki rifjaðar upp hér en þær eru langt frá því að vera gleymdar. Þetta er án ef eitt umtalaðasta hneykslismál síðustu ára og skiptar skoðanir ganga manna á milli. Árni var sakfelldur og komið fyrir á bak við lás og slá; eins og öllum borgurum sæmir tekur hann út sína refsingu. Nú hefur hinsvegar komið upp umræða um hugsanlegt ,,bæjarleyfi” fyrir Árna, því ekki má hans missa í árlegum brekkusöng.

…Í þeim gömlu….
Mörgum geðjast eflaust ekki að þeirri tilhugsun að Árni Johnsen verði frjáls maður í einn dag vegna svo lítillegra verka sem brekkusöngurinn er. Venjulega þarf mikið að ganga á til þess að fangi fái tímabundið frelsi, s.s. jarðarför náins aðstandanda eða ættingja – eins og segir í reglugerð um fangavistun. Þó er kveðið á í þessari sömu reglugerð að einstaklingur megi sinna verkum til að verja ,, sína persónulega hagsmuni.”

Mætti hann taka með sér vini?
Vissulega hefur Árni unnið sér inn traust fjölda Eyjamanna sem hafa stutt hann í gegnum súrt og sætt. Hinsvegar er óhætt að fullyrða um það að Árni er ekki beint vinsæll skemmtikraftur í hugum annarra Íslendinga. Það er nefnilega ekki hægt að mismuna föngum á þennan hátt. Lalla Johns var á sínum tíma meinað að mæta til frumsýningar á heimildarmynd sem fjallaði um lífsskeið hans því þá var hann vistmaður á Litla-Hrauni. Aðrar reglur ættu því ekki að gilda um Árna Johnsen í þessum efnum, það gefur augaleið. Reglur eru reglur, þó hann Árni sé óumdeilanlega hress einstaklingur.

Ekki eru þó öll sund lokuð enn. Fyrst Árni er svo ómissandi í brekkusönginn og raun ber vitni, væri hugsanlega hægt að skipuleggja hópferð til Eyja frá Kvíabryggju. Þá gætu allir fangar mætt til leiks og skemmt sér að hætti Eyjamanna. Þá væri engum mismunað og Árni gæti með góðri samvisku sungið sig inn í hug og hjörtu Þjóðhátíðargesta, enn eitt árið í röð.

Lengi lifi lög og regla – og gangið hægt um gleðinnar dyr um næstu helgi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand