Ungir jafnaðarmenn standa með íslenskum femínistum

Mynd: Johannes Jansson

Undanfarnar vikur hafa umræður um femínisma verið afar háværar. Í kjölfar brottreksturs kennara við Háskólann í Reykjavík og nýleg skrif Jóns Steinars Gunnlaugssonar í Morgunblaðið eru þær raddir nú aftur orðnar áberandi að hin femíníska barátta hafi gengið of langt. Er þá sagt að ókurteist orðalag inn á lokuðum spjallsvæðum sanni það að femínistar séu í stríði við alla karlmenn og hafi almennt á þeim mikla óbeit. Það er umhugsunarvert að viðlíka eða jafnvel mun verri dónaskapur viðgengst í umræðum á kommentakerfum helstu vefmiðla landsins á degi hverjum, en í þessu tilfelli eru margra mánaða eða jafnvel margra ára gömul ummæli slitin úr samhengi og notuð til að dæma heila hugmyndafræði.

Í nýlegum skrifum sínum sleppir Jón Steinar enn fremur að taka fram í ljósi hvaða aðstæðna ummæli í lokuðum hópi á  Facebook eru rituð og málar hann sig upp sem fórnarlamb íslenskra femínista. Sami karl og varði dæmdan kynferðisafbrotamann. Sami karl og lagði til að þolendur þessa kynferðisafbrotamanns skyldu líta inn á við og leitast við að fyrirgefa honum fyrir að hafa misnotað sig sem börn. Í pistli sínnum nafngreinir Jón Steinar konur sem höfðu tjáð sig um hann í kjölfar þessa atburða og hafa þær nú hlotið ótal hótanir, símtöl og verið kallaðar öllum illum nöfnum. 

Það að ofbeldismönnum og verjendum þeirra sé veittur meiri hljómgrunnur en konum almennt í fjölmiðlum kallar skiljanlega á viðbrögð kvenna. Í samfélagi sem hallar á konur hafa þær fundið griðarstað á lokuðum umræðuhópum á samfélagsmiðlum. Stað sem hægt er að fá útrás fyrir því misrétti sem þær hafa mátt sæta frá örófi alda. Í þeim tiltekna hópi sem Jón Steinar vísar í er gert háðslegt grín að því hversu merkilegir karlar eru, þar sem gjörðir þeirra rata í fréttir í mun meiri mæli en gjörðir kvenna.

Femínismi er eitt af þeim tólum sem beita þarf til að koma á jafnara samfélagi. Baráttan gegn feðraveldinu, ekki feðrum eða öllum körlum, er veigamikil viðureign sem næst því miður ekki í höfn á einni nóttu, en Ungir jafnaðarmenn standa með íslenskum femínistum og berjast fyrir femínískara samfélagi. Hreyfingin fordæmir þá aðila sem leggjast svo lágt að úthúða konum á samfélags-og fréttamiðlum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand