Heiða Björg hlaut félagshyggjuverðlaun UJ

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, tók við félagshyggjuverðlaunum Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar nú um helgina. Hlaut Heiða Björg verðlaunin vegna óþreytandi baráttu hennar gegn kynbundnu ofbeldi og frumkvæði í tengslum við #MeToo-byltinguna.

Heiða Björg hefur staðið í forsvari fyrir #MeToo-byltinguna hér á landi, en hún hafði frumkvæði að stofnun Facebook-hóps þar sem íslenskar stjórnmálakonur deildu sögur af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Í kjölfarið komu í dagsljósið sögur fjölmargra hópa kvenna úr öllum stigum samfélagsins.

Heiða hefur einnig lagt mikla áherslu á baráttu gegn kynbundnu ofbeldi í starfi sínu í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún átti frumkvæði að stofnun Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur og varð formaður hennar árið 2015. Nefndin hefur sett ofbeldismál rækilega á dagskrá borgaryfirvalda þannig að ofbeldisforvarnir eru oft til umræðu í borgarráði og borgarstjórn. Nefndin hefur einnig hrundið af stað verkefnum á borð við Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og hafið fræðslu á öllum skólastigum um ofbeldi og kynlíf. Þá hefur Reykjavíkurborg samþykkt aðgerðaráætlun gegn mansali og skipað teymi til að hindra að slíkt viðgangist.

Í starfi sínu í borgarstjórn Reykjavíkur og í forystu fyrir #MeToo hefur Heiða Björg átt þátt í að setja kynbundið ofbeldi á dagskrá íslenskra stjórnmála. Þrotlaus barátta hennar hefur breytt íslenskri jafnréttisumræðu til frambúðar og eiga íslenskar konur og samfélagið allt henni mikið að þakka.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið