Ungir jafnaðarmenn með vel sóttan fund um mansal

human-wrists1

Ungir jafnaðarmenn stóðu fyrir fundi um mansal að Hallveigarstíg 1 á þriðjudagskvöldið. Gestir fundarins voru Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdarstjóri og lögræðingur Alþjóðahúss. Fundurinn var þétt setinn og mættu um 35 manns.

mansalsfundurUngir jafnaðarmenn stóðu fyrir fundi um mansal að Hallveigarstíg 1 á þriðjudagskvöldið. Gestir fundarins voru Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdarstjóri og lögræðingur Alþjóðahúss. Fundurinn var þétt setinn og mættu um 35 manns.

Enginn greinarmunur gerður á samþykki við bágbornar aðstæður eða þvingun
Margrét Steinarsdóttir hóf fundinn með erindi þar sem fjallað var um nýlega skýrslu Fríðu Rósar Valdimarsdóttur, mannfræðingi hjá RIKK um mansal á Íslandi. Sömuleiðis fjallaði hún um viðhorf almennings til mansals, en flestir sjái frelsissviptingu, ofbeldi, þvingun og glæpastarfsemi sem einkenni. Í máli Margrétar kom þó fram að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir því að samkvæmt alþjóðaskilgreiningum skipti samþykki einstaklingsins ekki máli ef verið sé að nýta sér bágar aðstæður. Það er því enginn greinarmunur gerður milli þess hvort kona samþykkir að veita kynlífsþjónustu eða er neydd til þess.

Margrét sagði mansalsáætlun yfirvalda mikilvæga. Þá skipti miklu máli að hún sé þverfagleg milli ráðuneyta. Mansal hér á landi hefur talið í það minnsta 59 eintaklinga, hugsanlega svo mikið sem 128, en Margrét segist viss um að það séu fleiri enda komi flest mál ekki til kasta yfirvalda.

Yfirvöld verði að læra af nýlegum mansalsmálummansalsfundur2
Í máli Rögnu Árnadóttur kom fram að umræðan sem hefur skapast vegna máls unglingsstúlkunnar frá Litháen sé mikilvæg til þess að vekja fólk til umhugsunar um mansal. Ekki síst að þessi mál vekji athygli stjórnsýslunnar. Stúlkurnar sem lenda í mansali eru einangraðar, í erlendu landi þar sem þær tali ekki tungumálið og oft í mjög bágbornu ástandi. „Við skuldum þessari stúlku að læra af hennar máli“ sagði Ragna. „Mansal og vændi þarf að skoða í samhengi og þetta er alltaf knúið áfram af eftirspurn eftir vændi á áfangastað.“ Ragna segir ótrúlegt og ólíðandi að það séu allavega 59 konur sem hafi verið fluttar hingað til lands nauðugar vilja.

Að banna nektardansstaði lykilatriði
Stjórnvöld verða að taka á þessum málum og bregðast við. Að banna nektardansstaði er fyrsta skrefið í þá átt. Þá grafi mansal einnig undan réttarríkinu. Hagnaður er notaður í vafasömum tilgangi, meðal annars vopnasölu, sölu og kaupum á fíkniefnum, hryðjuverk og í kringum þetta þrífist skipulögð glæpastarfsemi. „Glæpahringir eru alþjóðlegir, því mikilvægt að stjórnvöld séu virk á alþjóðlegum vettvangi, td á vegum ÖSE og Interpol. Það gengur ekki að lögregla sé bundin landamærum á meðan alþjóðlegir glæpahringir lúta ekki slíkum lögmálum.“

Ragna sagði sömuleiðis það vera ótrúlega sorglegt að götuvændi sé að aukast eftir að leitt var í lög að kaup á vændi væri ólöglegt. Eftir að fregnir af því að götuvændi væri að aukast, hefði hún spurst fyrir hvers vegna lögregluyfirvöld hefðu ekkert ákært.

Pínlegt að Palermo-samninginn sé ekki búið að fullgilda
Varðandi áherslur yfirvalda í framtíðinni taldi Ragna mikilvægt að veita auknum fjárframlögum til fræðslu og rannsókna. Yfirvökd yrðu að komast að því hverjir sköpuðu eftirspurnina. „Ef þetta eru hinir grandvöru heimilisfeður, þá þurfum við að komast að því hvað bítur á þá. Eru það sektir, handtökur, hvað?“

Þá talaði Ragna um mikilvægi þess að Íslendingar fullgiltu Palermo-samninginn og að við yrðum að huga sérstaklega að verndun fórnarlamba í því samhengi. „Það er nánast hálf pínlegt að ekki sé búið a fullgilda þennan samning og maður spyr sig hvers vegna það sé ekki löngu búið.“

Að lokum sagði Ragna það mikilvægt að lögregla og ákæruvald setji sér verkferla. „Við verðum að finna aðferðir til þess að sýna að yfirvöldum sé alvara og að þetta sé refsivert athæfi.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand