PR-vandi útvegsins

Hagsmunasamtök á borð við LÍÚ og LS eiga að vera í fararbroddi ásamt sjávarútvegsráðuneytinu við að draga fram það jákvæða við útveginn.

PR pieces

Hagsmunasamtök á borð við LÍÚ og LS eiga að vera í fararbroddi ásamt sjávarútvegsráðuneytinu við að draga fram það jákvæða við útveginn. Sýna fram á að útvegurinn býður upp á spennandi og fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og að framtíð sé í greininni. Þessi samtök hafa verið allt of upptekin við að berjast sín á milli, við ríkisstjórnina eða gegn aðild að ESB og er því svo komið að ásjóna greinarinnar hefur beðið afhroð. Nú þarf að bretta upp ermar, hætta að væla og fara að kynna sjávarútveginn með jákvæðni og stolti. Hvort sem menn vilja ganga í ESB, styðja fyrniningu eða aðhyllast óbreyttu kerfi.

PR piecesEnn og aftur er umræðan sem viðkemur sjávarútveginum á neikvæðu nótunum. Nú síðast í umfjöllun fjölmiðla og skrifum bloggara um kvótaleigu Eskju, en fyrirtækið hefur það sem af er þessu kvótaári leigt frá sér rúmlega 2000 tonn af þorski. Ástæðan er sú að fyrirtækið hefur ekki skip eða báta til umráða sem geta veitt þessa tegund. Forsvarsmenn Eskju segja hinsvegar að til standi að fjárfesta í skipi þegar ástandið á fjármálamörkuðum lagast.

Álit almennings á sjávarútvegsfyrirtækjum og fiskveiðistjórnunarkerfinu kristallast svo í svari forkólfa Eskju en þeir taka skýrt fram að fyrirtækið fari að lögum og bæta því svo við að þetta sé aðeins millibilsástand og láta í það skína að svona verði þetta ekki til frambúðar.

Hvers vegna þurfa Eskjumenn að afsaka gjörðir sínar? Eskja hefur ekki tök á því að vinna þorsk en á þorskkvóta. Væri betra fyrir fyrirtækið að láta kvótann brenna inni eða selja hann? Hverjir gætu þá keypt þessi tonn sem eru verðlögð á fjóra til níu milljarða? Þessi kvóti sem Eskja leigir frá sér verður veiddur og mun skapa gjaldeyri og störf. Það er ekki svo að fréttin sé í sjálfu sér slæm heldur sýna viðbrögðin ímyndunarvanda sjávarútvegsins í hnotskurn.

Þessi vandi kemur svo berlega í ljós þegar einungis tvö prósent af ungu fólki getur hugsað sér að vinna innan geirans samkvæmt könnun Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar sem birt var í október á þessu ári. Þetta þýðir að hæfir einstaklingar leita með krafta sína og þekkingu á önnur mið og það leiðir til minni samkeppnishæfni við sjávarútveg erlendis sem og aðrar greinar atvinnulífsins.

Hagsmunasamtök innan sjávarútvegsins (LÍÚ, LS) geta sumpart sjálfum sér um kennt. Þessi samtök eru gamaldags, þver og oftar en ekki látið sem auðlindin væri þeirra einkamál og jafnvel einkaeign. Þeim hefur tekist illa að kynna greinina á jakvæðan hátt eins og fyrrgreind könnun gefur til kynna. Jón Bjarnason kom inn á ímyndunarvanda greinarinnar á síðasta aðalfundi Landssambands smábátaeigenda en þrátt fyrir það getur hann og fyrri sjávarútvegsráðherrar ekki fríað sig frá stöðu mála. Þeir verða líka að leggjast á árarnar til þess að koma greininni út úr þeim vanda sem hún stendur frammi fyrir.

Þegar við fáum fréttir af sjávarútveginum er yfirleitt verið að fjallað um ofsafengnar skuldir, niðurskurð á aflaheimildum, baráttu þeirra sem vilja fyrningu eða styðja óbreytt kerfi og síðast en ekki síst hversu hræðilegt er fyrir útveginn að blómstra ef Ísland gengur í ESB.
Er staðan virkilega svona slæm? Er útvegurinn ómögulegur eða verður hann fyrst ómögulegur ef Ísland gengur í ESB?

Hagsmunasamtök á borð við LÍÚ og LS eiga að vera í fararbroddi ásamt sjávarútvegsráðuneytinu við að draga fram það jákvæða við útveginn. Sýna fram á að útvegurinn býður upp á spennandi og fjölbreytt störf fyrir ungt fólk og að framtíð sé í greininni. Þessi samtök hafa verið allt of upptekin við að berjast sín á milli, við ríkisstjórnina eða gegn aðild að ESB og er því svo komið að ásjóna greinarinnar hefur beðið afhroð. Nú þarf að bretta upp ermar, hætta að væla og fara að kynna sjávarútveginn með jákvæðni og stolti. Hvort sem menn vilja ganga í ESB, styðja fyrniningu eða aðhyllast óbreyttu kerfi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand