Heimsókn UJ í Utanríkisráðuneytið

Í síðastliðinni viku fóru nokkrir fulltrúar UJ í heimsókn til Össurar Skarphéðinssonar, Utanríkisráðherra

Í síðastliðinni viku fóru nokkrir fulltrúar UJ í heimsókn til Össurar Skarphéðinssonar, Utanríkisráðherra til þess að ræða alþjóðamál og þakka sérstaklega fyrir vasklega framgöngu hans í ræðu sem hann flutti nýverið í Sameinuðu þjóðunum.

Hér að neðan má sjá bréfið í heild sinn.

Kæri Össur,

Ungir jafnaðarmenn, vilja færa þér innilegar þakkir og virðingu okkar fyrir þá djörfu ræðu sem þú fluttir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 29. september síðastliðinn. Það skiptir máli að rödd friðar heyrist skýrt og greinilega á þessum vettvangi.

Sama dag og þú hélst ræðu þína í New York héldu Ungir jafnaðarmenn landsþing. Þar samþykktum meðal annars eftirfarandi yfirlýsingu: „Ungir jafnaðarmenn hvetja núverandi ríkisstjórn og þær sem á eftir koma til þess að vera ávallt talsmenn friðar á alþjóðavettvangi og beiti sér fyrir því að mannréttindi séu virt í hvívetna. Ungir jafnaðarmenn vilja alheimsfrið.“

Við erum afar stolt af því að geta sagt að utanríkisráðherra okkar sé óhræddur við að halda ræðu í þessum anda á þessum stóra vettvangi.

Virðingarfyllst Ungir jafnaðarmenn 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand