Ungir jafnaðarmenn gagnrýna hræðsluáróður Sigmundar Davíðs

Ungir jafnaðarmenn gagnrýna harðlega ummæli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, lét falla í Bítinu á Bylgjunni í morgun, 16. nóvember.

Í viðtalinu í Bítinu varaði Sigmundur Davíð m.a. við því að meðal flóttafólks gætu reynst “hættulegir menn”. Ungir jafnaðarmenn telja ummæli Sigmundar Davíðs til þess fallin að auka á ótta og tortryggni í garð flóttamanna. Flóttamenn eru þolendur sama ofbeldisins og íbúar París urðu fyrir á föstudagskvöld. Því telja Ungir jafnaðarmenn til háborinnar skammar að forsætisráðherra tengi flóttamenn við slík hryðjuverk.

Ábyrgð stjórnmálaleiðtoga er mikil í aðstæðum sem þessum og orð forsætisráðherra vega þungt í umræðunni. Það er gríðarlega óábyrgt og getur verið stórhættulegt að leiðtogi ríkisstjórnarinnar tali með þessum hætti við þjóðina í kjölfar verstu hryðjuverkaárásar í Evrópu í áratug. Þessi orðræða ýtir undir tortryggni í garð flóttamanna og hælisleitenda og hún getur orðið vatn á myllu þeirra sem vilja loka landinu í nafni útlendingahaturs. Við höfum séð hræðilegar birtingarmyndir slíks haturs í löndunum í kringum okkur, þar sem ítrekað hafa verið gerðar árásir á miðstöðvar fyrir hælisleitendur og flóttafólk.

Ungir jafnaðarmenn beina því til forsætisráðherra og annarra stjórnmálamanna að velja orð sín af varfærni.

Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna, 16.11.2015

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand