Ungir jafnaðarmenn fordæma danska jafnaðarmenn

Ungir jafnaðarmenn fordæma stuðning Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku við ný lög um móttöku flóttafólks og taka heilshugar undir ályktun YES, Evrópusamtaka Ungra Jafnaðarmanna. Lögin sem samþykkt voru í gær heimila að hafðar séu af flóttafólki eignir sé verðmæti þeirra meira en 10.000 danskar krónur. Það eru um 190.000 krónur íslenskar. Einnig setja lögin skorður á fjölskyldusameiningar og má flóttafólk nú ekki sækja um það að fá fjölskyldur sínar til sín fyrr en að þremur árum liðnum. Lög þessi koma frá hægriminnihlutastjórn Danmerkur og hefðu ekki hlotið samþykki hefðu þingmenn Jafnaðarmannaflokksins ekki greitt með þeim atkvæði.

Lög þessi eru ómannúðleg í hæsta lagi, þau eru forkastanleg og þau ganga þvert gegn jafnaðarstefnunni. Því fordæma Ungir jafnaðarmenn stuðning danskra jafnaðarmanna við þau og skora á Samfylkinguna – Jafnaðarmannaflokk Íslands að gera slíkt hið sama.

Ályktun YES má nálgast hér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand