Ungir jafnaðarmenn fagna banni við nektardansi

Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir ánægju með bann við nektardansi sem Alþingi samþykkti þriðjudaginn 23. mars. Ungir jafnaðarmenn telja mikil tímamót hafa átt sér stað en lengi hefur verið vitað að nektardansstaðir eru gróðrarstía fyrir klámvæðingu og kynbundið ofbeldi.

Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir mikilli ánægju með fortakslaust bann við nektardansi sem Alþingi samþykkti þriðjudaginn 23. mars. Ungir jafnaðarmenn telja mikil tímamót hafa átt sér stað með þessu banni en lengi hefur verið vitað að nektardansstaðir eru gróðrarstía fyrir klámvæðingu og kynbundið ofbeldi.

Á ári hverju kemur fjöldi erlendra kvenna hingað til lands eingöngu í þeim tilgangi að dansa á slíkum stöðum. Konurnar stoppa oftast stutt og erfitt er fyrir lögregluyfirvöld að tryggja öryggi þeirra og fylgjast með því hvort þær stundi þessa iðju sjálfviljugar eða þvingaðar með einum eða öðrum hætti. Einnig er fjölmargt sem bendir til þess að tengsl séu á milli vændis og mansals og íslenskra nektarstaða.

Í landi sem vill kenna sig við jafnrétti og mannréttindi á slík starfsemi ekki að líðast og því löngu tímabært að banna hana. Ungir jafnaðarmenn fagna þessu sögulega skrefi og hvetja ríkisstjórnina til þess að halda áfram á sömu braut í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.
Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Ungir jafnaðarmenn fagna banni við nektardansiUngir jafnaðarmenn lýsa yfir mikilli ánægju með fortakslaust bann við nektardansi sem Alþingi samþykkti þriðjudaginn 23. mars. Ungir jafnaðarmenn telja mikil tímamót hafa átt sér stað með þessu banni en lengi hefur verið vitað að nektardansstaðir eru gróðrarstía fyrir klámvæðingu og kynbundið ofbeldi.

Á ári hverju kemur fjöldi erlendra kvenna hingað til lands eingöngu í þeim tilgangi að dansa á slíkum stöðum. Konurnar stoppa oftast stutt og erfitt er fyrir lögregluyfirvöld að tryggja öryggi þeirra og fylgjast með því hvort þær stundi þessa iðju sjálfviljugar eða þvingaðar með einum eða öðrum hætti. Einnig er fjölmargt sem bendir til þess að tengsl séu á milli vændis og mansals og íslenskra nektarstaða.

Í landi sem vill kenna sig við jafnrétti og mannréttindi á slík starfsemi ekki að líðast og því löngu tímabært að banna hana. Ungir jafnaðarmenn fagna þessu sögulega skrefi og hvetja ríkisstjórnina til þess að halda áfram á sömu braut í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand