Stjórnmálaskóli XD

Glósur úr stjórnmálaskóla

Klósethornið komst yfir glósur nemanda úr Stjórnmálaskóla Sjálfstæðismanna.

Vel þekkt er að stjórnmálaflokkar reki stjórnmálaskóla og ekki er óalgengt að kynnt séu til sögunnar hernaðarbrögð sem virkað hafa vel fyrir flokkinn í gegnum tíðina. Klósetthorið komst yfir glósur eins nemandans sem talið er að hafi verið glósað eftir fyrirlestri. (Ekki verða birtar teikningar af kennaranum sem fundust líka á téðum glósublöðum enda klósetthornið ekki staður fyrir slíkan barnaskap. – insk. JG.) Glósurnar fundust í hanskahólfinu á Range Rover sem var nýlega keyptur af vini klósetthornsins:

Stjórnmálaskóli xD:

Smjörklípuaðferðin í hnotskurn: „I’m rubber you’re glue, what ever you say bounces off of me and sticks to you!“. Þetta ætti að þagga niður í þeim. (“Let the bastards deny it” aðferðin virkar líka fínt stundum)

Ef það klikkar: Settu fram fáránlega fullyrðingu, skjóttu talinu á víð og dreif og bentu síðan á það (helst með pínu drambslegum tón og hætti) að umræðan sé auðvitað fyrir neðan allar hellur og hálf hlægileg.

Síðan er alveg krúsjalt að taka aldrei ábyrgð heldur benda alltaf á aðra (sjá Smjörklípuaðferð).

Skjóttu öðruhverju inn orðum eins og vanhæf, landráð og óreiðumenn.

Endurtakið eftir þörfum og árangurinn mun ekki láta á sér standa, enda algjört vanmat að halda því fram að 5% þjóðarinnar séu fávitar.

Varúð: Ekki er talið æskilegt að binda sig einni skoðun, enda auðvelt að hanka þig á henni. Ágætt er að hafa a.m.k. 4-5 sem þú getur flakkað á milli að vild, enda bara fábjánar á fjölmiðlum, (sérstaklega Helgi Seljan sem er bæði fífl OG dóni) sem munu aldrei nenna að hanka þig á því.

Að lokum: Munið að ef allt þrýtur er Framsókn alltaf tilkippileg að taka skellinn og hefur reynst hinn þarfasti þjónn í gegnum tíðina.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand