Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu í
Hafnarfirði, Strandgötu 43.
Landsþing UJ samþykkti á þinginu ályktun sem er aðgengileg hér. Ályktað var um kjaramál ungs
fólks í landinu og er yfirskrift ályktunarinnar
„Auðveldum ungu fólki að verða fullorðin”.
Unga fólkið er framtíðin en hefur ekki tólin og tækifærin til að byggja upp sína eigin
framtíð. Að geta eignast þak fyrir höfuð og alið upp börn á að vera í boði fyrir öll þau
sem vilja, ekki bara lítinn, heppinn minnihluta.
Bæjarfulltrúarnir Hildur Rós Guðbjargardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson, sem er jafnframt
varaformaður Samfylkingarinnar, héldu stutt erindi um kratabæinn Hafnarfjörð. Kristrún
Frostadóttir sat fyrir svörum undir liðnum „Kristrún í hitasætinu” þar sem hún var spurð
krefjandi spurninga úr sal, meðal annars um fyrirmyndir í stjórnmálum og hvað sé hægt að læra
af systurflokkum Samfylkingarinnar í öðrum löndum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var handhafi
félagshyggjuverðlaun UJ og hlaut Þorgerður Jóhannsdóttir fyrrum skrifstofustjóri
Samfylkingarinnar sérstök heiðursverðlaun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar í Kraganum hélt þá hátíðarræðu þingsins.
Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin:
Ármann Leifsson
Gunnar Karl Ólafsson
Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti
Óli Valur Pétursson
Sara Sigurrós Hermannsdóttir, framhaldsskólafulltrúi
Soffía Svanhvít Árnadóttir
Una María Óðinsdóttir
Í miðstjórn UJ voru kjörin:
Agla Arnars Katrínardóttir
Arnór Heiðar Benónýsson
Auður Brynjólfsdóttir
Árni Dagur Andrésson
Brynjar Bragi Einarsson
Gréta Dögg Þórisdóttir
Gunnar Örn Stephensen
Kári Ingvi Pálsson
Oddur Sigþór Hilmarsson
Sigurður Ingi Ricardo Guðmundsson
Stefán Pettersson
Þórhallur Valur Benónýsson
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson – varafulltrúi