Ungir jafnaðarmenn í framboði

Reykjavík norður

Jóhann Páll Jóhansson

2. Sæti

Sonja Björg Jóhannsdóttir

11. Sæti

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir

17. Sæti

Ragna Sigurðardóttir

5. Sæti

Alexandra Ýr van Erven

13. Sæti

Ásta Guðrún Helgadóttir

7. Sæti

Inga Auðbjörg Straumland

15. Sæti

Reykjavík suður

Kristrún Frostadóttir

1. Sæti

Aldís Mjöll Geirsdóttir

6. Sæti

Viktor Stefánsson

9. Sæti

Norðaustur

Margrét Benediktsdóttir

5. Sæti

Jóhannes Óli Sveinsson

11. Sæti

Sigurður Vopni Vatnsdal

6. Sæti

Ísak Már Jóhannesson

7. Sæti

Suðvestur

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir

3. Sæti

Óskar Steinn Ómarsson

6. Sæti

Branddís Ásrún Snæfríðardóttir

15. Sæti

Guðmundur Ari Sigurjónsson

4. Sæti

Arnar Ingi Ingason

10. Sæti

Kolbeinn A. Dalrymple

18. Sæti

Sólveig Skaftadóttir

5. Sæti

Ingibjörg Iða Auðunardóttir

13. Sæti

Hildur Rós Guðbjargardóttir

19. Sæti

Norðvestur

Sigurður Orri Kristjánsson

3. Sæti

Ída Finnbogadóttir

5. Sæti

Salvör Svana G. Gylfadóttir

13. Sæti

Suðurkjördæmi

Inger Erla Thomsen

4. Sæti

Eggert Arason

16. Sæti

Siggeir Fannar Ævarsson

9. Sæti

Gunnar Karl Ólafsson

18. Sæti

Fríða Stefánsdóttir

15. Sæti

Eggert Anton Örn Eggertsson

6. Sæti

Viðtöl við frambjóðendur

SUÐVESTUR

Inga Björk

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

  • Að vinna að mannréttindum, t.d. réttindum fatlaðs fólks, flóttafólks, hinsegin fólks, að skaðaminnkandi nálgun í málefnum vímuefnaneytenda, loftslagsmálum og bættu aðgengi að allri heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálst.
 
 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

  • Vegna þess að jafnaðarstefnan hefur sýnt sig sem besta mögulega tólið til þess að byggja sterkt og öflugt velferðarsamfélag. Í Samfylkingunni mætast vinstri menn, með ólíkan bakgrunn, af öllu landinu, af öllum aldri, með þá sameiginlegu hugsjón að bæta samfélagið og vinna gegn sérhagsmunum.
 
 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?
  • Já, á þýskum eðalvagni!

Guðmundur Ari

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?
  • Mínar helstu áherslur á Alþingi munu snúast um málefni ungs fólks og loftslagsmál. Verkefnið framundan er að ná böndum á útblástur Co2 og auka bindingu þess svo að komandi kynslóðir muni geta búið við sama stöðuga lífhvolf og hefur ríkt á jörðinni síðastliðin 10.000 ár. Samhliða þessu mun ég beita mér fyrir styrkingu menntakerfisins, öflugum grænum samgöngum og eflingu forvarna og geðheilbrigðisþjónustu ungs fólks.

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

 

-Ég gekk til liðs við Samfylkinguna því ég tel að grunnstefna flokksins um öflugt atvinnulíf sem tryggir öflugt velferðarsamfélag og jöfn tækifæri fólks óháð því hverja manna það er sé sú stefna sem stuðli að bestu samfélagum heims. Aukið jafnrétti kynja og aukinn jöfnuður í heiminum er lykillinn að farsæld mannkynsins.

 

 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

 

-Ertu á sömu ljótu bíltíkinni og í síðustu kosningum?
Held ekki.

Solveig

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

  • Loftslagsmálin finnst mér vera mikilvægasta málefnið og forsenda þess að við getum haldið áfram að lifa góðu lífi á þessari jörð og unnið að jöfnum tækifærum fyrir öll.
 
 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

  • Ég hef verið skráð í Samfylkinguna frá upphafi og man ekkert hvernig það fór fram en ég varði mörgum stundum í uppvextinum í húsnæði Alþýðubandalagsins í Kópavogi, var tekin með á pólitíska fundi og viðburði og lærði að með þátttöku í stjórnmálum getur maður haft áhrif á samfélagið.
 
 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?
  • Já ég er á litlum sætum Polo. Hlakka samt til þegar Borgarlínan verður komin í gagnið !

Óskar Steinn

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?
  • My top priorities are climate action, raising the disability benefits and abolishing the Directorate of  Immigration to replace it with an institution that focuses on service and assistance to immigrants.
 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • I joined Samfylkingin because I believe in social democracy. A society based on individual freedom, equality and solidarity is the best way to tackle the biggest problems facing humanity, such as the climate crisis and economic and social inequalities.
 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?
  • I try to bike and bus as much as I can but my mother and I share a wonderful Toyota Yaris. I do believe it’s the same we had during the last elections!

Ingibjörg Iða

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

 

-Ég er í stuðningssæti í Kraganum en færi ég einhvern tímann á þing fyndist mér mikilvægt að hrinda metnaðarfyllri loftslagsstefnu gegn hamfarahlýnun af stað.

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

 

-Ég gekk til liðs við Samfylkinguna vegna þess að ég brenn fyrir auknum jöfnuði í samfélaginu og auk þess tel ég að alþjóðasamstarf sé mikilvægt til að takast á við stærstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir – svo sem hamfarahlýnun og misrétti kynjanna.

 

 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

 

-Strætó alla leið

Branddís Ásrún

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?

 

  • Á Alþingi eins og á öðrum stöðum vil ég að við sem samfélag veitum öllum okkar fólki viðeigandi aðstoð á réttum forsendum. 

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?

 

  • Hef alltaf trúað á jöfnuð og réttlæti og í Samfylkingunni hef ég fundið marga flokksfélaga og vini sem deila sömu gildum. 

 

 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

 

  • Svo sannarlega! Tók við Skoda Octavia 2006 árgerð frá afa mínum og stefni á að halda honum til 2026. Nema auðvitað borgarlínan komi fyrr, þá legg ég gamla gráa. 

Kolbeinn Arnaldur-

  1. What would your top priorities be if you would get elected?

  -My top priorities would be housing, immigration reform, and services for disabled people. I am an immigrant and have a disability and know how flawed those systems are.

   

  1. Why did you join Samfylkingin?

  -I moved to Iceland in 2012 and saw how quickly the country was recovering and was impressed by Samfylkingi’s ambitious plans for the future. Samfó’s push marriage equality and openly lesbian prime minister made me feel welcome as a gay man.

   

  1. Do you still drive the same car as in the last election?

  -My husband does and I take the bus

Hildur Rós

 1. Hver yrðu þín helstu áherslumál á Alþingi?
  • Númer eitt er það augljósa, heilbrigðiskerfið! Það keyrir ekki mikið lengur á plástri og ég vill að stefna Samfylkingarinnar verði keyrð af stað. Einnig er mikilvægt að tryggja framboð á húsnæði um land allt. Hækka frítekjumark öryrkja og eldriborgara, auk heldur  bæta stuðning við barnafjölskyldur.

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • Ég gekk til liðs við Samfylkinguna eftir mikla skoðun árið 2016 vegna þess að ég hef trú á stefnunni og fólkinu til þess að stemma stigu við ójöfnuð og vinna hart að jafnrétti. Ég hef trú á því að jafnaðarstefnan geri almenna opinbera þjónustu aðgengilegri fyrir alla þjóðfélagshópa óháð stöðu þeirra í þjóðfélaginu.

 

 1. Keyrir þú sama bíl og í síðustu kosningum?

 

  • Ég er ekki á sama ljóta bíl og í síðustu kosningum en ljótur er bíllinn þó.

SUÐVESTUR

Kristrún Frostadóttir

 1. Hvernig er samband þitt við Móður? 

Ég og mamma erum að mörgu leyti ólíkar – hún er læknir á bráðamóttökunni og hefur oft þótt minn vinnuheimur t.d. frekar framandi. En ég hef áttað mig á því á undanförnum árum hvað ég er farin að líkjast henni mikið. Ætli ég kunni ekki líka betur að meta hana eftir að ég varð sjálf mamma! Hún er náttúrulega einstök manneskja hún móðir mín. Algjör nagli og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að breyta til, taka áhættur bæði fyrir sig og fjölskyldunnar vegna. Hún reif okkur t.d. með til Bretlands þegar hún var rúmlega fertug og búin að koma sér vel fyrir í starfi til þess að við fengjum tækifæri til að spreyta okkur í öðru umhverfi. Ég hef alltaf búið að þessu ári úti sem barn, hafði mjög jákvæð áhrif á sjálfsmynd mína og sjálfstraust að kynnast nýrri menningu. Og fékk heilt tungumáli í kaupbæti. Mamma er best og minn aðalstuðningsmaður. 

 1. Hvað gerðir þú síðasta sumar?

Við skruppum í viku til Berlínar með nokkra daga fyrirvara þegar aðstæður voru hvað bestar í sumar. Við elskum Berlín. Elskum Prenzlauer-Berg hverfið, fullt af veitingastöðum og kaffihúsum þar sem hægt er að sitja úti. Höfum nokkrum sinnum gist í sömu íbúðinni á Oderbergerstrasse, besta kaffið í bænum í götunni. Það eru líka leikvellir á hverju horni í þessu hverfi í Berlín svo við eyddum í raun 7 dögum í að hoppa á milli leikvalla í góða veðrinu. Bara hangsa, rölta, drekka gott kaffi og njóta þess að vera berfætt í sandölum. Restina af fríinu vorum við heima í garðinum – í framkvæmdum! En stukkum líka upp í bústað til mömmu og pabba í Grímsnesinu, alltaf betra veður þar en í bænum.

Aldís Mjöll Geirsdóttir

 1. Hvað getur Ísland gert til þess standa sig betur í loftlagsaðgerðum?

 

Loftslagsváin skeytir engu um málamiðlanir eða þær aðgerðir sem við hyggjumst mögulega grípa til í framtíðinni. Það ríkir neyðarástand sem bregðast þarf við strax. Við þurfum sannfærandi áætlun og tryggja að markvissar aðgerðir og fjármagn fylgi.

 

Þetta er samfélagslegt verkefni sem kallar á markvissa og skynsamlega beitingu ríkisvaldsins. Fókusinn má ekki vera á einstaklingsbundnum aðgerðum. Þörf er á stórtækum kerfisbreytingum, t.d. í samgöngum og landbúnaði, og aðhaldi með lögfestingu loftslagsmarkmiða eins og um 60% samdrátt í losun fyrir árið 2030.

 

Loftslagsváin er ekki einangrað vandamál heldur liggur það þvert á landamæri og þvert á alla málaflokka. Því ætti að meta áhrif á loftslagið í sífellu og flétta slíkt mat inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku.

 

 1. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítímanum þínum?

 

Elda góðan og litríkan mat, fara í göngur og ferðalög í tjaldi, sérstaklega í Noregi með kærastanum mínum, þar er líka hægt að ferðast um landið í lest!! Rökræða pólitík við vini úr mismunandi flokkum, spilakvöld og trúnó með góðum vinkonum, siglingar með snillingum og notalegar stundir með fjölskyldunni í sumarbústað eða Noregi.

Viktor Stefánsson

 1. Ertu í sambandi? Ef já hverjir eru kostir þess?
  Já ég er í sambandi. Kosturinn er sá að ég fæ að eyða hverjum degi með besta vini mínum. Hann þekkir mig betur en ég þekki sjálfan mig

 2. Hvað er svona skrítnasta sem þú hefur gert á þessu ári?
  „Það skrýtnasta sem ég hef upplifað í ár er líklegast hvað mér leið gamalt þegar ég varð þrítugur en hugsaði svo að það er alveg jafnlangur tími þar til að ég verð sextugur og þannig endurheimti ég ungleikann“

NORÐAUSTUR

Margrét Benediktsdóttir

 1. Hvað er best við að búa á Akureyri?
  Kannski smá skrítið svar en hvað allt er grænt hér. Þegar ég kom fyrst í heimsókn eftir að ég flutti suður þá fattaði ég allt í einu hvað allt væri grænt, það er yndislegt. 

 

 1. Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það? 

Ég myndi útrýma fátækt með því að dreifa auðnum. Við þurfum ekki milljarðamæringa

Sigurður Vopni

 1. Hvar er uppáhaldstaðurinn þinn á Íslandi?

Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi er: Costa del Vopnafjörður.

 1. Hver er helsta fyrirmyndin þín?
  Helsta fyrirmyndin mín eru mamma og pabbi, duglegasta fólk sem ég hef kynnst. Svo er Logi Einars ákveðin fyrirmynd þegar það kemur að taninu.

Ísak Már Jóhannesson

 1. Hvernig er samband þitt við systkini?
  Ég á tvær systur, Bjarneyju og Fríðu og við eigum öll sterkt og kærleiksríkt samband. Eða allavega eftir að við fórum að nálgast fullorðinsárin. Bjarney býr hér á Akureyri eins og ég svo við hittumst oft í viku en Fríða býr núna í Bandaríkjunum svo því miður líður aðeins lengra á milli.
 2. Hvert á að fara í útlöndum þegar covid er búið?
  Mig langar að heimsækja Fríðu systur mína í Californiu. Hún flutti út rétt fyrir faraldurinn og dóttir mín sem er 4 ára er gríðarlega spennt fyrir því að heimsækja hana og ég að sjálfsögðu líka!

Jóhannes Óli Sveinsson

 1. Er lagið Húsavík málið?
  Já algjör veisla, Í sumar var ég á Múlaberg og hitti Frakka, þeir voru svo að tala um lagið og ég sagði þeim að ég væri frá Húsavík. Þeir voru svo rosalega hrifnir af því að þeir keyptu handa mér bjór svo þar af leiðandi elska ég lagið.
 2. Hver er uppáhalds liturinn þinn?

Uppáhalds liturinn minn er svartur því svartur fer svo rosalega vel með eiginlega öllum öðrum litum.

NORÐVESTUR

Sigurður Orri

 1. Hvað getum við lært af Framsókn?

Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi sýnt okkur að flokkar eiga að vera óhræddir við að vera akkúrat það sem þeir eru, þannig líður fólki best. Við erum sósíaldemókratar. Verum sósíaldemókratar.

 1. Treystir þú Þórólfi?

Treysti Þórólfi vel fyrir sínu verkefni enda hefur hann leitt þjóðina frekar farsællega í gegnum faraldurinn hingað til. Ég vonast samt til þess í framtíðinni að þurfa ekki endilega að sjá hann oft í viku í blöðunum.

Ída

 1. Hver er næstbesti kosturinn í komandi kosningum?

Ég myndi segja að Píratar séu næstbesti kosturinn. Þeir eru sammála jafnaðarfólki í grundvallar hugsjónum auk þess sem flokkurinn hefur haldið á lofti málum sem ég tel að séu mikilvæg, t.d. hugmyndum um ýmsar lýðræðisumbætur ekki síst nýju stjórnarskrána.

 

 1. Ertu sófakartafla?

Hmmm…ég er eiginlega bara alls ekki sófakartafla. Ég þarf helst að vera að gera þrjá hluti í einu og er arfaslök í að bingea þáttaraðir. Ég veit ekki hvort það er endilega jákvætt. Ég er allavega meiri “styrktaraðili” Netflix en áhorfandi, þú veist svona eins og sumir segjast vera styrktaraðilar í ræktinni.

SUÐURKJÖRDÆMI

Inger Erla

 1. Hver yrðu þín helstu áhreslumál á Alþingi?

 

Ef ég fæ tækifæri til þess að beita mér inn á Alþingi þá er held ég það sem ég myndi vilja leggja mesta áherslu á fyrst eru réttindi fatlaðs fólks og barna. Loftslagsmálin eru mér líka alltaf ofarlega í huga ásamt byggðarmálum. En mér finnst virkilega mikilvægt að við getum búið hvar sem við viljum á þessu landi án þess að sjálfsögð þjónusta og réttindi skerðast. Tækifærin þurfa líka að vera jöfn algjörlega óháð því hvar þú býrð á landinu, það er erfiðara fyrir fólk utan af landi að mennta sig, sækja þá vinnu sem þau myndu vilja vinna eða stunda íþróttir eða aðrar tómstundir, ég vil að því sé breytt. Svo eru það auðvitað þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu og nýja stjórnarskráin en ég vil að þau mál verði kláruð því þetta eru virkilega mikilvæg mál fyrir heildarhagsmuni Íslands og allra Íslendinga. 

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við XS?

 

Ég byrjaði í Samfylkingunni vorið 2016 þegar ég var 19 ára en þá skráði ég mig í Unga jafnaðarmenn. Þetta gerðist eiginlega bara óvart, mér fannst bara Ungir jafnaðarmenn hljóma eins og eitthvað fyrir mig en ég vissi ekki einu sinni á þessum tíma hvað jafnaðarmennska var. Ég man að ég skráði mig í flokkinn og sat svo í marga klukkutíma að gúggla hvað jafnaðarmennska eiginlega væri því enginn mátti vita að ég væri ekki með þetta allt á hreinu. Mér fannst þetta með jöfnuðinn bara hljóma vel. Svo því meira sem ég las og kynnti mér málið þá vissi ég alveg að þetta væri minn staður til að vera á. Ég man samt að eitt af því sem heillaði mig við UJ sérstaklega frekar en aðrar ungliðahreyfingar eða flokka var Evrópustefnan. En svo er þetta smá fyndið því að þegar ég skráði mig í UJ þá var ég svona 90% viss um að þetta væri ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, var samt ekki alveg 100%. Hélt smá að þetta væri bara sjálfstæð baráttuhreyfing fyrir jöfnuði og frelsi. Ég er mjög þakklát fortíðar mér fyrir að skrá mig svona „óvart“í Samfylkinguna því hér hef ég kynnst svo mörgum, lært af þeim og þroskast.

Anton Örn

 1. ​​ Af hverju er Samflykingin besti kosturinn í komandi kosningum?

Samfylkingin er besti kosturinn fyrir fólk á öllum aldri þar sem okkar grunngildi er jöfnuður fyrir alla og eiga allir það skilið eiga sömu tækifæri á þessu stutta ferðalagi okkar

 

 1. Ertu í sambandi? ef já, hverjir eru kostir við tengdaforeldra?

Já ég er í sambandi og heitir unnusta mín Hildur Rún Róbertsdóttir og eigum við saman eina dóttur Helgu Dögg og labradorinn Atlas. Helstu kostir tengdaforeldra minna er þeirra er góðmennska þeirra og dugnaður. Þau eru harðdugleg, góð , blíð, gjafmild og tókst þeim að skapa og ala upp eina fallegustu mannveru sem gengur þessa jörð hana Hildi mína og er ég þeim mjög þakklátur fyrir. Þau tóku mér mjög vel alveg frá upphafi og hefur mér alltaf liðið eins og part af þeirra fjölskyldu frá okkar fyrstu kynnum.

Siggeir Fannar Ævarsson

1. Hver yrðu þín helstu áhreslumál á Alþingi? 
Fullur aðskilnaður ríkis og kirkju, þjóðin njóti arðsins af náttúruauðlindum okkar og vistvænni samgöngur
2. Hvers vegna gekkst þú til liðs við XS?
Ég kom fyrst inn í sveitarstjórnarmálin í Grindavík 2018 því ég vildi leggja flokknum lið og því góða fólki sem þá var í framvarðasveitinni. Ég er mikill jafnaðarmaður og gat því auðvitað ekki skorast undan ábyrgðinni þegar kallið kom núna fyrir Alþingiskosningarnar.

Fríða Stefánsdóttir

 1. Hver yrðu þín helstu áhreslumál á Alþingi?

Þar sem ég er nú í 15. sæti er ég nú alveg örugglega ekki á leiðinni á Alþingi að þessu sinni, en þegar ég fer fram og kemst á þing að þá verða mín helstu áherslumál velferðarmál.

Fyrst og fremst vil ég að við förum norrænu leiðina þegar kemur að menntakerfinu og að háskólanám sé öllum aðgengilegt og að námslán heyri sögunni til! Hvort sem við færum dönsku leiðina sem greiða námsmönnum námsstyrki eða norsku leiðina sem greiða meirihluta námslána til baka. Menntun á ekki að stuðla að því að einstaklingar skuldsetji sig strax eftir framhaldsskóla á þeim árum sem þeir eru að fara huga að íbúakaupum og jafnvel stofna fjölskyldu.

Það þarf að gera heildræna stefnu um málefni aldraða, þar sem kemur fram uppbygging hjúkrunarheimila og dagdvalarýma í takt við íbúaþróun sveitarfélaga, ekki að stefnan sé að ef ráðherra er úr sveitarfélaginu að þá er uppbygging.

Það þarf að styðja við heilbrigðiskerfið okkar og það þarf aukið fjármagn en líka að kortleggja betur hvernig við erum að nýta fjármagnið, hvernig er skipuritið og hvernig er fjármagninu skipt.  Svo myndi ég framfylgja lögum um að allir íbúar eiga að geta sótt heilsugæslu í heimabyggð, en Suðurnesjabær, sveitarfélagið mitt og reyndar líka hennar Oddnýjar hefur til dæmis enga heilsugæslu, engin hjúkrunarrými og enga ríkisrekna þjónustu þó þar búi um 4000 manns.

Síðan myndi ég auðvitað leggja áherslu á nýja stjórnarskrá og Evrópusambandið!

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við XS?

Ég gekk inn í flokkinn þegar ég tók þátt í að stofna ungt framboð í sveitarstjórnarkosningunum í Sandgerði undir merki Samfylkingarinnar. Í kjölfarið gekk ég í UJ og hlustaði á eina mögnuðustu pepp ræðu allra tíma frá Möggu Frímans. Hún horfði á mig og sagði að ég gæti allt og það væri undir mér komið að taka formannsstólinn undan gömlu körlunum, því enginn myndi gera það fyrir mig. Ég tók hana á orðinu og hef nú verið næstum átta ár í bæjarstjórn og er auðvitað líka formaður bæjarráðs.

Eggert Árason

1. Hver yrðu þín helstu áhreslumál á Alþingi?

Mín helstu áherslumál eru í fyrsta lagi loftlagsmál og náttúruvernd. Langar einnig að nefna málefni flóttafólks, þróunarsamstarf og hið risastóra verkefni að efla heilbrigðiskerfið okkar.

En hvar á maður að byrja? Stangast þessir málaflokkar á eða er hægt að sækja fram á öllum vígstöðvum? Ég fyllist bjartsýni þegar ég les stefnuskrá Samfylkingarinnar og hvet áhugasama til að glugga í hana.

Með minn bakgrunn í lýðheilsufræðum, landvörslu sé ég sóknarfæri á sviði landverndar, landgræðslu og menntun ungs fólks. Sækjum fram í loftlagsmálum því það er málaflokkur sem snertir okkur öll.

 

2. Hvers vegna gekkst þú til liðs við XS?

Ég gekk til liðs við xS út af hreinni stemningu! Hef lengi haft áhuga af stjórnmálum en alltaf verið áhorfandi. Það er bylting í gangi! Það er gaman að fylgjast með mínum jafnöldrum og fyrirmyndum stíga fram og berjast fyrir réttlátara samfélagi – og ennþá skemmtilegra að ganga til liðs við þau og skipuleggja byltinguna. Dont panic – organise

Gunnar Karl

 1. Hver yrðu þín helstu áhreslumál á Alþingi?

Hætta að fjársvelta heilbrigðiskerfið og byggja það upp að félagslegri mynd, Nýja stjórnarskrá strax, klára viðræður við ESB og setja það fyrir dóm þjóðarinnar. Greiða götu óhagnaðardrifna leigufélaga.

 

 1. Hvers vegna gekkst þú til liðs við XS?

Jöfnuður er ávalt í forgrunni hjá Samfylkingunni. Þar sem að hugsað er til allra samfélagshópa þegar ákveðin er stefna flokksins.

REYKJAVÍK NORÐUR

Ragna Sigurðardóttir, 5.sæti

 • Hver yrðu þín áherslumál á Alþingi?
  • Kjaramál ungs fólks og stúdenta. Húsnæðisöryggi. Geðheilbrigðismál og heilbrigðismál í heild sinni ásamt öflugu velferðarkerfi. Loftslagsmál og feminismi.
 • Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • Ég heillaðist af því hvernig Samfylkingin var að vinna í borginni. Samgöngur og húsnæðismál og þeim jákvæðu breytingum sem orðið hafa á borginni, velferð og loftslagsmál. Út frá því hef ég kynnst áherlsum Samfylkingarinnar á landsvísu og átta mig á mikilvægi norræns velferðarkerfis sem þarf að styrkja frekar en skera niður í eins og núverandi ríkisstjórn hefur boðað. 
 • Hvað fer mest í taugarnar á þér?
  • Óheiðarleiki. 

Ásta Guðrún Helgadóttir, 7.sæti

 • Hver yrðu þín áherslumál á Alþingi?
  • Stafræn framtíð Íslands, utanríkismál og menntamál.
 • Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • Röð tilviljana eiginlega. Ég fann mig ekki lengur hjá Pírötum, þar sem ég sat á þingi fyrir árin 2015-2017, meðal annars vegna þess að ég sá ekki hvernig þau sem flokkur vildu fara þegar kom að heildstæðri skattastefnu eða hvort þau væru yfirhöfuð til í að vera í ríkisstjórn. Ég vil taka þátt í stjórnmálaafli sem hefur raunverulegan metnað og raunsæja sýn á það að komast í ríkisstjórn og ég sé það í Samfylkingunni. Sjálf hef ég alltaf skilgreint mig sem skandinavískan sósíaldemókrata, sem er líka grunnurinn að Pírötum, enda flokkarnir nálægt hvor öðrum á hinum pólitíska ás. En fyrir mig snúast stjórnmál ekki einungis um að hafa fallega sýn á samfélagið, heldur líka að geta komið hlutunum í verk. Þar treysti ég Samfylkingunni.

En stutta sagan er sú að það var sem sagt skorað á mig að gefa kost á mér í þessa uppstillingu í Reykjavík og eftir smá umhugsun þá bara já, hví ekki? Sé ekki eftir því – frábær félagsskapur og hlakka til að vinna með Samfylkingunni um ókomna tíð! • Hvað er besta lykt í heimi?
  • Ætli það hafi ekki verið lyktin af Lubba heitnum, samfylkingarvoffa með meiru sem ég fékk stundum að pass. Góð voffalykt er yndisleg.

Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir, 11.sæti

 • Hver yrðu þín áherslumál á Alþingi?
  • Ég brenn fyrir barnamálum og réttindum barna. Ég vil að farið sé eftir Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og að ekkert barn þurfi að upplifa fátækt. Einnig vil ég að það sé ólöglegt að senda börn úr landi. Ég vil að öll geti fengið viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu og að við tökum á móti fleira fólki á flótta á mannúðlegan hátt. Einnig eiga feminismi og umhverfismál allan minn hug.
 • Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • Ég brenn fyrir jafnaðarstefnu og vil að öll séu jöfn. Samfylkingin var sá flokkur sem mér fannst skoðanir mínar eiga samleið með.
 • Ef þú fengir að velja þér ofurkraft, hver væri hann?
  • Að geta stöðvað tímann

Alexandra Ýr van Erven, 13.sæti

 • Hver yrðu þín áherslumál á Alþingi?
  • Mér er sérstaklega umhugað um innflytjendamál. Íbúum af erlendum uppruna fer ört vaxandi á Íslandi og mér finnst stjórnmálin ekki hafa sinnt þeim málum nægilega vel. En auk þeirra eiga feminísk mál hug  minn allan.
 • Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • Ég gekk einmitt upphaflega í Samfylkinguna vegna áherslu flokksins í kvenréttindamálum. Ég er ótrúlega stolt af þeirri arfleifð sem flokkurinn fékk í vöggugjöf frá Kvennalistanum og á meðan sá feminíski hugsunarháttur er enn kjarninn í hugmyndafræði flokksins verður þetta flokkurinn minn.
 • Í hvaða kjördæmi ætlar þú að eyða ellinni í?
  • Vá erfið spurning… ég held að ég verði að segja Norðvestur. Langar lúmskt að setjast að á eyðibýli á Ströndum.

Inga Auðbjörg Straumland, 15.sæti

 • Hver yrðu þín áherslumál á Alþingi?
 • Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
 • Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnanna eftir að þú vaknar?

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, 17.sæti

 • Hver yrðu þín áherslumál á Alþingi?
  • Ég myndi fyrst og fremst leggja áherslu á að auka öryggi og réttarstöðu brotaþola í kynferðis- og heimilisofbeldismálum, að bæta réttarstöðu flóttafólks og taka á móti fleirum, knýja fram alvöru aðgerðir í loftslagsmálum og tryggja aðgengilega og gjaldfrjálsa gerðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Ég vil lögfesta sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks og afglæpavæða neysluskammta.
 • Hvers vegna gekkst þú til liðs við Samfylkinguna?
  • Stefna Samfylkingarinnar samrýmist mínum gildum hvað mest og ég hef fulla trú á fólkinu sem er þar fremst í flokki að breyta samfélaginu til hins betra.
 • Hvað færðu þér á pizzu?
  • Nóg af sveppum og rjómaosti eða piparosti, þá er ég sátt