Ungir jafnaðarmenn biðja SPRON um forsendur fyrir vali á stofnfjáreigendum

Komið hefur fram að ólíkar forsendur virðast liggja að baki því af hverju mönnum var boðið að gerast stofnfjáreigendur. Einnig hefur komið fram að fjölgað hafi verið í hópi stofnfjáreigenda um 200 manns á ári frá árinu 1996 til ársins 1999. Birt 02.01
Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa óskað eftir því við SPRON að sparisjóðurinn birti forsendur þess hvernig valið var inn í lokaðan hóp stofnfjáreigenda síðastliðin 10 ár. Komið hefur fram að ólíkar forsendur virðast liggja að baki því af hverju mönnum var boðið að gerast stofnfjáreigendur. Einnig hefur komið fram að fjölgað hafi verið í hópi stofnfjáreigenda um 200 manns á ári frá árinu 1996 til ársins 1999.

Ungir jafnaðarmenn telja að aðeins með því að birta sundurliðaðan rökstuðning fyrir inntöku hvers og eins stofnfjáreiganda geti stjórn SPRON eytt þeim vafa sem upp er kominn um hvort staðið hafi verið að valinu með eðlilegum hætti. Ungir jafnaðarmenn hafa beðið SPRON um að listinn verði þannig úr garði gerður að á honum komi fram nafn stofnfjáreiganda, hvenær honum hafi verið boðið stofnféð til kaups, hvort lánað hafi verið fyrir kaupunum og hvaða rök hafi verið lögð til grundvallar valinu.

Ungir jafnaðarmenn telja öllum fyrir bestu að gert verði opinbert hverjir eru stofnfjáreigendur í SPRON þar sem mikilvægt er að opin og lýðræðisleg umræða fari fram um á hvaða forsendum einstaka stofnfjáreigendur hafa verið teknir í hópinn. Í ljósi þess sem komið hefur fram má telja að það sé eðlileg krafa borgarbúa og ekki síst viðskiptavina SPRON að upplýst sé hvernig staðið var að úthlutun þessara takmörkuðu gæða í formi réttar til kaupa á stofnfé þegar að allur almenningur átti þess ekki kost.

Enginn stofnfjáreigandi hefur enn orðið við áskorun Ungra jafnaðarmanna um að birta lista yfir hópinn opinberlega.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand