Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Ég er ekki einn af aðdáendum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Við erum nánast alltaf ósammála, ég og hann. Mér finnst Hannes vera allt of duglegur við að sjá flísina í auga okkar samfylkingarfólks en missa svo yfirleitt af bjálkanum í auga þeirra sjálfstæðismanna. Ég er ekki einn af aðdáendum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Við erum nánast alltaf ósammála, ég og hann. Mér finnst Hannes vera allt of duglegur við að sjá flísina í auga okkar samfylkingarfólks en missa svo yfirleitt af bjálkanum í auga þeirra sjálfstæðismanna.
Ég er ekki einn um þessa skoðun. Margir af þeim sem eru með svipaðar lífsskoðanir og ég eru litlir aðdáendur Hannesar. Það hvernig mér gremst gjarnan málfutningur Hannesar hefur því líklega mest með skoðanaágreining okkar að gera.

Berum virðingu fyrir andstæðingum okkar
Það má hann þó eiga hann Hannes að hann er afkastamikill og lætur ekki deigann síga þótt á móti blási. Innst inni vona ég líka að einhvern tímann muni hann viðurkenna einhverjar af þeim gloppum sem ég tel vera í málflutningi hans. Ég ætla þó ekki að eyða þessari grein í að telja upp allt það sem ég sé athugavert við hugmyndir og röksemdafærslur Hannesar í gegnum tíðina. Við erum líklega dæmdir til að vera ósammála.

Spörkum ekki í liggjandi mann
Einhverjir hefðu kannski haldið að það myndi hlakka í mér yfir þeim vandræðum sem Hannes virðist kominn í vegna bókarskrifa sinna um Halldór Laxness. Það er langt í frá. Ég vildi óska að menn gengju ekki svona hart fram gagnvart Hannesi í þessu máli. Engin er annars bróðir í leik og þótt ég myndi gjarnan vilja skriðtækla Hannes inn á stjórnmálavellinum þá finn ég til óvæntrar hlýju til hans nú þegar kaldir vindar blása um hann persónulega. Ég vil gjarnan gera eitthvað til að styðja hann. Er hálfpartinn að vona ég geti með ritun þessarar greinar borið blak af honum í þessum ójafna slag við flestalla fræðimenn þjóðarinnar.

Halldór myndi bjóða hinn vangann
Ég legg til að við gefum Hannesi tækifæri á að bera hönd yfir höfuð sér. Sá yðar sem syndlaus er og allt það. Og jafnvel þó það komi í ljós að Hannes hafi flýtt sér um of við að skrifa þessa bók þá skulum við anda rólega. Hann vandar sig þá sig bara betur við þá næstu.

Ég vona að Hannes verði fljótlega búinn að ná sér á strik aftur. Ég vona að hann láti þessa orrahríð ekki buga sig. Og þó að taugar mínar muni þannig áfram þenjast undir orðræðu Hannesar þá verð ég bara að leggja mig betur fram við umbera hann og skoðanir hans.

Hertu upp hugann, Hannes minn!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand