Ungir jafnaðarmenn álykta um varnarmál

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna skorar á íslensk stjórnvöld að nýtatækifærið nú og skoða kosti þess að Ísland verði herlaust land. Ungir jafnaðarmenn hafna öllum hugmyndum um stofnun íslensks hers og telja æskilegra að Ísland verði herlaust kjósi Bandaríkjamenn að fara. Ungir jafnaðarmenn telja að Íslendingar eigi að skoða þann möguleika vel hvernigEvrópusambandsaðild myndi snerta varnarhagsmuni þjóðarinnar. Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna skorar á íslensk stjórnvöld að nýta tækifærið nú og skoða kosti þess að Ísland verði herlaust land. Ungir jafnaðarmenn hafna öllum hugmyndum um stofnun íslensks hers og telja æskilegra að Ísland verði herlaust kjósi Bandaríkja- menn að fara. Ungir jafnaðarmenn telja að Íslendingar eigi að skoða þann möguleika vel hvernig Evrópusambandsaðild myndi snerta varnarhagsmuni þjóðarinnar.

Afar mikilvægt er að mæta þeim vanda í atvinnumálum og björgunarmálum sem brottför varnarliðsins myndi hafa í för með sér. Að því hefur ríkisstjórnin að engu leyti hugað. Fráleitt er að grátbiðja Bandaríkjamenn um að vera út frá öryggislegum sjónarmiðum þegar öllum er ljóst að vandinn er fyrst og fremst atvinnulegs eðlis. Óvíst er að öryggi þjóðarinnar sé meira með Bandaríkjaher heldur en án hans.

Loks fordæma Ungir jafnaðarmenn þá leynd sem ríkissstjórnin hefur viðhaldið um framtíð varnarliðsins, ekki síst það ótrúlega framferði ríkisstjórnarflokkanna að leyna grundvallarupplýsingum um málið fram yfir Alþingiskosningar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand