Menntun er undirstaða öflugs atvinnulífs og réttláts þjóðfélags

Staða menntamála á Íslandi er ekki til fyrirmyndar. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar kemur í ljós að fjárveitingar til menntamála eru skammarlega lágar og í engu samræmi við hve mikilvæg undirstaða samfélagsins menntunin er. Staða menntamála á Íslandi er ekki til fyrirmyndar. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar kemur í ljós að fjárveitingar til menntamála eru skammarlega lágar og í engu samræmi við hve mikilvæg undirstaða samfélagsins menntunin er. Sú staðreynd að um 40% hvers árgangs lýkur ekki framhaldsnámi er þörf vísbending þess efnis að gera verður grundvallarbreytingar á menntakerfinu og breyta hugsanahætti þar um. Meðal þeirra atriða sem þarf að breyta er að styrkja námsráðgjöf á framhaldsskólastiginu og hafa meiri fjölbreytni í framboði á námsmöguleikum. Efla þarf stuðninginn við aðrar brautir en hinar hefðbundnu bóknámsbrautir, t.d. styttri námsbrautir og verk- og iðnnám.

Menntamál þarf að setja í algjöran forgang og stórauka fjármagn til menntakerfisins til samræmis við nágrannalöndin. Íslendingar verja enn þann dag í dag töluvert minna fé í menntamál en nágrannaþjóðir okkar. Í stjórnmálum þarf að forgangsraða málum eftir mikilvægi og það er klárt að sú forgangsröðun sem hefur verið allsráðandi hjá íslenskum stjórnvöldum er óásættanleg og henni þarf að breyta. Það er með öllu óheilbrigt að verða vitni að því í íslensku samfélagi að landbúnaður skuli vera metinn mun verðmætari en menntun. Ef litið er á beinan og óbeinan fjárstuðning við landbúnað frá ríkinu kemur í ljós að hann fær mun meira fjármagn en allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands til samans. Það má því segja með sanni að sú ríkisstjórn sem nú ríkir hafi í gegnum árin og geri enn sauðfé hærra undir höfði en stúdentum.

Menntun er gulls ígildi
Útgjöld til menntunar er skynsamleg og mikilvæg fjárfesting í þágu þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið með stjórn menntamála í landinu í um tvo áratugi. Á þeim tíma hefur menntakerfinu hnignað til muna. Í dag býr háskólastigið við mikið og síaukið fjársvelti og auk þess mikinn húsnæðisskort. Ef litið er á þessi mál kemur í ljós að Íslendingar hafa dregist verulega aftur úr öðrum vestrænum þjóðum í menntamálum. Við ljúkum framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD þjóða eða að meðaltali tveimur árum á eftir öðrum þjóðum. Mikið framfaraspor í þessum málum væri að stytta framhaldsskólann um eitt ár með því að byrja nám í grunnskóla ári fyrr en nú er. Með því myndu stúdentar og aðrir sem ljúka framhaldsskóla, útskrifast ári fyrr.

Það vantar meiri umræðu í þjóðfélaginu um menntun og leiðir til að bæta menntakerfið. Skólagjöld er staðreynd sem virðist vera að festa sig í sessi á Íslandi, síaukin umræða hefur verið að færast nær ameríska kerfinu með hinum miklu skólagjöldum sem sliga fjölskyldur sem hafa barn á skólaaldri og vilja veita þeim sem besta menntun. Skólagjöld mega aldrei verða að veruleika hér á landi, niðurlagning LÍN og önnur slík umræða er fásinna. Það er einkenni jafnaðarhugsunarinnar að jafnrétti eigi að gilda fyrir alla, þannig á aðgangur að menntakerfinu sem og velferðarkerfinu á að vera fyrir alla og ekki undir neinum kringumstæðum takmarkaður af efnahag eða öðrum aðstæðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið