Ungir jafnaðarmenn vilja samþykkja lög um Icesave samningana

Forseti Íslands hefur synjað lögum um staðfestingu Icesave samningana. Mikill meirihluti þingmanna greiddu lögunum atkvæði sitt því þeir töldu þá mjög mikilvæga til áframhaldandi uppbyggingu íslensks efnahagslífs.

Forseti Íslands hefur synjað lögum um staðfestingu Icesave samningana. Mikill meirihluti þingmanna greiddu lögunum atkvæði sitt því þeir töldu þá mjög mikilvæga til áframhaldandi uppbyggingu íslensks efnahagslífs. Vegna ákvörðunar forsetans munu lögin ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem almenningur þarf að rísa undir þeirri ábyrgð að taka ákvörðun í þessu risavaxna máli.

Það er sannfæring Ungra jafnaðarmanna að rétt sé að samþykkja lögin. Þau eru mikilvæg til þess að tryggja fjármagn til uppbyggingar efnahagslífsins. Auknar fjárfestingar eru lykillinn að því að vinna bug á atvinnuleysi ungs fólks, sem hefur verið alltof hátt of lengi. Óvissan sem mun fylgja höfnun laganna í þjóðaratkvæðagreiðslu mun gera það mun erfiðara fyrir að leysa það vandamál.

Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að Icesave-deilan mun ekki hverfa við það að lögunum yrði hafnað. Við það myndi málið væntanlega fara fyrir dómstóla og það tæki a.m.k. nokkur ár að leiða það þar til lykta. Tapi íslenska ríkið málinu yrði skuldbinding ríkisins margfalt hærri en sú sem hægt er að ganga að með því að samþykkja lögin. Óvissan sem dómstólaleiðinni fylgja yrði íslensku efnahagslífi, og þar með íslenskum almenningi, mikill fjötur um fót. Auk þess sem trúverðugleiki Íslendinga sem þjóð meðal þjóða myndi bíða hnekki.

Á meðan deilan yrði óleyst gætu íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki ekki búist við því að aðgangur að lánsfé myndi aukast. Á meðan yrði ennþá mjög dýrt að fá lánaðan pening til uppbyggingar, hvort sem væri til fjármögnunar arðbærra verkefna á vegum ríkisins eða til uppbyggingar í atvinnulífinu. Á meðan svo stæði á myndi hagvöxtur verða minni en búast hefði mátt við og sjá mætti fram á að skera þyrfti enn meira niður í velferðarkerfinu vegna þess að tekjur ríkissjóðs yðru minni en ella.

Ungir jafnaðarmenn vilja að ungu fólk bjóðist næg atvinna við hæfi, góð menntun og gott velferðarkerfi. Með því að samþykkja lögin um Icesave-samningana getum við litið fram á veginn og unnið að uppbyggingu þessara þátta af auknum krafti.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand