Of langt gengið í niðurskurði í tónlistarnámi

Aðildarfélag Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Hallveig, telja of langt gengið í niðurskurði borgarinnar í tónlistarnámi.

Aðildarfélag Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Hallveig, telja of langt gengið í niðurskurði borgarinnar í tónlistarnámi.

Núverandi meirihluti gaf sig út fyrir það í kosningabaráttunni að auka skyldi möguleika láglauna barnafólks til að koma börnum sínum í tónlistarnám en boðaður niðurskurður bendir því miður til hins gagnstæða. Hallveig skilur vel að niðurskurður sé óhjákvæmilegur á ýmsum sviðum borgarinnar en telur að með því að fullnýta útsvarið hefði verið hægt að verja tónlistarskólana frá þeim mikla skaða sem boðaður niðurskurður muni hafa á mikilvægri starfsemi þeirra.

Það var von margra að núverandi meirihluti myndi leggja sitt af mörkum við að verja listnám fyrir niðurskurði enda telur Hallveig listnám ekki síður mikilvægt en íþróttaiðkun eða bóklegt nám og harmar Hallveig boðaðan niðurskurð og skorar á borgarstjórn að endurskoða hann.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand