Meirihluti kjósenda hafnaði samningaleiðinni í IceSave deilunni á laugardaginn. Nú þarf þjóðin að standa saman í þeim erfiðu málum sem blasa við til að klára uppgjör efnahagshrunsins og horfa fram á við.
Ungir jafnaðarmenn treysta á að Brynjar Níelsson, Reimar Pétursson og Advice hópurinn leggi fram sína krafta til að vinna án launa fyrir íslensku þjóðina í þessu máli enda voru báðir þessir aðilar fullvissir um að slík ákvörðunartaka væri til hagsbóta fyrir Íslendinga og lagaleg staða Íslands byggði á styrkum stoðum. Það er von Ungra Jafnaðarmanna að slíkar yfirlýsingar hafi ekki verið lagðar fram án ábyrgðar.
Af úrslitum má ráða að meirihluti þjóðarinnar var þeim sammála. Ungir Jafnaðarmenn vænta góðra starfa þeirra fyrir íslensku þjóðina.