Ungir framsóknarmenn á villigötum

Hinn 28. þ.m. gáfu Ungir framsóknarmenn í Reykjavíkurdæmi suður út ályktun – sem birt er á heimasíðu Ungra framsóknarmanna, suf.is – þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld skoði gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að koma til móts við þær raddir að friðarverðlaun Nóbels verði afhent í „friðarríkinu Íslandi“. Þær raddir, sem hér um ræðir, eru raddir norskra miðjumanna, en þeir telja Ísland kjörinn vettvang til afhendingar þessara verðlauna. Hinn 28. þ.m. gáfu Ungir framsóknarmenn í Reykjavíkurdæmi suður út ályktun – sem birt er á heimasíðu Ungra framsóknarmanna, suf.is – þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld skoði gaumgæfilega hvort ekki sé hægt að koma til móts við þær raddir að friðarverðlaun Nóbels verði afhent í „friðarríkinu Íslandi“. Þær raddir, sem hér um ræðir, eru raddir norskra miðjumanna, en þeir telja Ísland kjörinn vettvang til afhendingar þessara verðlauna.

DV fjallaði um þetta mál í dag og í gær. Má segja að blaðið hafi tekið ungu framsóknarmennina allrækilega í gegn í dag með því að benda á að norsku miðjumennirnir töldu Noreg ekki verðugan til að afhenda friðarverðlaun þar sem norska ríkisstjórnin hefði tekið þátt í stríðsrekstri Bandaríkjanna í Júgóslavíu og Írak. Ísland kæmi hins vegar til greina til að veita þessi verðlaun þar sem það segði ekki „já“ við öllu því sem Bandaríkin legðu til. Dregur DV af þessu þá ályktun að norsku miðjumennirnir viti ekki að Ísland er á listanum yfir hinar „viljugu þjóðir“, þ.e. þær þjóðir sem töldu rétt að ráðast inn í Írak. Er vart annað hægt en að taka undir þessa ályktun DV.

Til fróðleiks gefst lesendum Mír.is hér færi á að lesa það sem ungu miðjumennirnir sögðu. Um er að ræða viðtal við tvo unga, norska miðjumenn, þá Trygve Slagsvold Vedum, formann ungliðahreyfingar norska Miðjuflokksins, og Morten Edvardsen, meðlim í stjórn hreyfingarinnar, sem birtist hinn 24. þ.m. í norska dagblaðinu Dagsavisen.

Þetta hafði Trygve um málið að segja: „Norge fortjener ikke lenger den heder og ære som følger med Nobels fredspris. I nærmere hundre år har vi markert oss som en pådriver for fredelige løsninger i internasjonale konflikter, men med regjeringen Bondevik har Norge valgt en militær linje og har tatt del i krigshandlinger i Serbia og Irak.“

Og hér kemur það áhugaverðasta, þ.e. tillagan um að Ísland veiti verðlaunin. Á fundi ungra, norrænna miðjumanna, sem haldinn verður í ágúst í Reykjavík, ætlar norska sendinefndin að leggja þetta til, en þá fyrirætlan útskýrði Morten með eftirfarandi orðum: „Island er et fredelig lite land som ikke sier «ja» til alt USA foreslår. Landet har ikke militære styrker, og som støtter opp om fredsbevarende operasjoner.“

Þegar blaðamaður skaut því að Morten að á Íslandi er bandarísk herstöð sagði hann: „Vi vet at Island har overlatt sitt militære forsvar til USA, og er en viktig støttespiller til USA, men det skal litt til å finne et land som er helt pasifistisk. Uansett vurderer vi det som mindre sannsynlig at Island sier «ja» til alt Bush foreslår.“

Já, Morten kann að svara fyrir sig, en hvað ætli hann hefði sagt ef blaðamaðurinn hefði bent honum á að Ísland er á listanum yfir hinar viljugu þjóðir, sem og að það studdi stríðsreksturinn í Júgóslavíu. Það segir sig auðvitað sjálft að hann hefði þurft að éta ofan í sig það sem hann hafði sagt, enda hefði hann þá orðið að játa að Ísland væri alveg jafnfylgispakt við utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Noregur, a.m.k. við hernaðaraðgerðir í Júgóslavíu og Írak – en stuðningur Noregs við þær er væntanlega það sem mest hefur farið fyrir brjóstið á ungum, norskum miðjumönnum. Þá hefði Morten auðvitað orðið að hverfa frá þeirri skoðun sinni að Ísland væri kjörnari vettvangur til afhendingar friðarverðlauna en Noregur.

Að lokum er þeim sem vilja kynna sér viðtalið nánar, einkum ungum framsóknarmönnum í Reykjavíkurkjördæmi suður, bent á að þeir geta lesið það á heimasíðu Dagsavisen.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur og ritstjóri Mír.is
– greinin birtist á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Mír.is, fimmtudaginn 30. júlí.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand