Lækkum skatta á matvörur

Matvöruverð á Íslandi er alltof hátt og skjótvirkasta leiðin sem ríkið getur farið til að breyta þessu er að lækka eða afnema þá fjölmörgu skatta sem leggjast á þessar nauðsynjavörur. Neytendur þurfa nú ekki aðeins að borga virðisaukaskatt þegar þeir fara út í búð, 24,5% á sum matvæli en 14,0% á önnur, heldur neyðast þeir líka oft á tíðum til að punga út fyrir vörugjöldum en þau eru neysluskattar sem flóknar og margbreytilegar reglur gilda um. Og svo má ekki gleyma tollunum og innflutningshöftunum sem birtast í hærra vöruverði. Matvöruverð á Íslandi er alltof hátt og skjótvirkasta leiðin sem ríkið getur farið til að breyta þessu er að lækka eða afnema þá fjölmörgu skatta sem leggjast á þessar nauðsynjavörur. Neytendur þurfa nú ekki aðeins að borga virðisaukaskatt þegar þeir fara út í búð, 24,5% á sum matvæli en 14,0% á önnur, heldur neyðast þeir líka oft á tíðum til að punga út fyrir vörugjöldum en þau eru neysluskattar sem flóknar og margbreytilegar reglur gilda um. Og svo má ekki gleyma tollunum og innflutningshöftunum sem birtast í hærra vöruverði.

Upplagt tækifæri til að stokka upp
Nú þegar líður að því að hin mörgu loforð ríkisstjórnarflokkanna um skattalækkanir verði efnd er tilvalið að taka mattarskattakerfið rækilega í gegn. Kjörið væri til dæmis að fylgja eftir hugmyndum sem hafa komið fram um að:

• afnema öll vörugjöld á matvæli
• fella öll matvæli í lægri virðisaukaskattsflokkinn
• lækka prósentuna í lægri virðisaukaskattsflokknum úr 14,0% í 7,0-12,0%

Einnig væri réttast að stefna að því að draga úr innflutningshöftum og lækka tolla í áföngum. Að sama skapi ber að hafna umsvifalaust öllum hugmyndum sem eru til þess fallnar að flækja kerfið enn frekar og valda meiri skattlagningu á matvæli en orðið er, til dæmis sérstökum „sykurskatti“.

Skilar sér til allra
Nái eitthvað af ofantöldum tillögum fram að ganga myndi það ekki aðeins leiða til einfaldari og gegnsærri skattlagningar á matvæli, heldur myndi það líka skila sér beint til allra heimila í landinu, jafnt tekjulágra sem tekjuhárra, í formi töluvert lægri matarreiknings. Það er eitthvað sem ég held að flestir Íslendingar vilji stefna að.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand