Rökþrot, bull og vitleysa

Við veltum því stundum fyrir okkur hvort pennarnir á Frelsi.is hafi farið í sérstakan bull-skóla hjá Repúblikönum þar Vestra? Þeir eiga nefnilega sameiginlegt hið leiða herbragð að vilja endurtaka lygi nógu oft, þar til að fólk er farið að taka henni sem sannleikur væri. Við veltum því stundum fyrir okkur hvort pennarnir á Frelsi.is hafi farið í sérstakan bull-skóla hjá Repúblikönum þar Vestra? Þeir eiga nefnilega sameiginlegt hið leiða herbragð að vilja endurtaka lygi nógu oft, þar til að fólk er farið að taka henni sem sannleikur væri.

Og nú hefur ritstjóri Frelsi.is bæst í langa röð aumra frjálshyggjupóstula sem studdu ríkisstjórnina blint í fjölmiðlamálinu, tístu yfir synjun forsetans og gagnrýna nú andstæðinga sína fyrir að standa vörð um frjálsræði á markaði.Hann skrifar grein á vefritið sem við getum ekki látið hjá líða að svara.

Þið eruð ekki að ná þessu – er það?
Aðdragandi fjölmiðlafrumvarpsins var sá að ríkisstjórnin skipaði „faglega“ nefnd til að fara yfir rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Í lok skýrslunnar kemur nefndin fram með tillögur sem fjalla m.a. um ritstjórnarlegt sjálfstæði fréttastofa, breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins o.s.frv.

EKKERT af þessu rataði inn í ritskoðunarfrumvarpið sem átti uppruna sinn í Skerjafirði.

Lygi: Stjórnaandstæðan forðast efnislega umræðu
Frjálshyggju-frelsishetjurnar Bjarni Ben og Sigurður Kári kepptust við að koma fram í fjölmiðlum og lofa bæði fjölmiðlafrumvarpið og snilli Davíðs. Þeir höfðu líka voða gaman af því að tala um hvernig vinstri-flokkarnir forðuðust að þeirra sögn efnislega umræðu. Þetta hafa frelsisritstjórarnir nú étið upp hrátt.

Það að við í Samfylkingunni séum ekki sammála efni frumvarpsins og viljum setja annars konar lög um fjölmiðla er ekki það sama að forðast efnislega umræðu.

Það að vilja styðjast við skýrslu sem unnin var sérstaklega fyrir ríkisstjórnina um fjölmiðla í lagasetningu um, jú fjölmiðla, er ekki óðeðlilegt sjónarmið – þvert á móti.

Við verðum því, ritstjórn Pólitík.is, að varpa bullinu af Frelsi.is aftur til föðurhúsanna og benda þeim á að það séu þeirra forystumenn sem gerðu tilraun til að nota framlagningu fjölmiðlafrumvarpsins til að ná fram hefndum á ákveðnum aðilum markaðarnis. Og sú aðgerð, í stað þess að styðjast við efni fjölmiðlaskýrslunnar sé miklu frekar dæmi um flótta frá efnislegri umræðu.

Það er jafnframt álitamál hversu mikla efnislega umræðu þurfi um hversu hátt hlutfall Baugur megi eiga í Norðurljósum? Þetta var kjarninn í fjölmiðlafrumvörpunum, öllum fimm. Að okkar mati er slík umræða bara tilfinningamál.

Efnisleg umræða hefði verið að fara um leið í saumana á rekstrarformi Ríkisútvarpsins eða að kanna hvort eðlilegt geti t.d. verið að allir prentmiðlar landsins geti lent á einni hendi (það var ekkert í fjölmiðlalögunum um slíkt) o.s.frv.

Um árabil hefur Heimdallur barist fyrir breytingum á rekstri RÚV. Í þessu frumvarpi sem fjallaði um fjölmiðla var ekki stafkrókur um það. Það hlýtur að valda þeim vonbrigðum. Það er sú efnislega umræða sem eðlilegt væri að þeir söknuðu, miðað við fyrri yfirlýsingar. En það er bara ekkert að marka þessa menn.

Frjálshyggja=frjálsræði=frjáls markaður?
Er það ekki rétt skilið hjá okkur að frjálshyggjan mælir fyrir um algjörlega óheftan markað? Ef svo er, afhverju eru þá þeir sem kenna sig við frjálshyggju að mæla þessum fjölmiðlalögum bót?

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki verið að mæla fyrir því að sleppa því að setja lög á fjölmiðla – bara annars konar lög.

Og sú stefna, að huga mætti að annars konar lagasetningu á markaði fjölmiðla, gefur síður en svo til kynna að við séum að villast eitthvað í fenjum frjálshyggjunnar. Afhverju halda þeir slíkri firru fram. Það er vandséð.

Við í Samfylkingunni höfum mælt fyrir frjálsræði á markaði, þar sem óeðlileg höft í viðskiptalífinu hamli sem minnst framgangi leikenda á markaði.

Ótrúlegt en satt, þá er sú skoðun okkar heldur ekki það helsi sem kollegar okkar aðhyllast og kalla frjálshyggju.

Niðurlagið í greininni hjá ritstjóra Frelsi.is er með sömu endemum, þar segir:

„Röksemdirnar sem stjórnarandstaðan dró upp úr hatti sínum voru ýmist út úr kortinu eða röksemdir frjálshyggjumanna. Það verður gaman að sjá hvort vinstriflokkarnir haldi áfram að berjast fyrir frjálshyggju næst þegar umræðan um fjölmiðla skýtur upp kollinum.“

Þannig að við sem vildum setja annarskonar lög um fjölmiðla, lög sem gætu stuðst m.a. við skýrslu fjölmiðlanefndarinnar og lög sem byggt gætu á breiðri samstöðu þingflokka og fólksins í landinu erum út af korti frjálshyggjumanna. Mikið erum við fegin.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand