Ungir frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi suður

Kristrún Frostadóttir, 1.sæti

Hvernig er samband þitt við Móður? 

Ég og mamma erum að mörgu leyti ólíkar – hún er læknir á bráðamóttökunni og hefur oft þótt minn vinnuheimur t.d. frekar framandi. En ég hef áttað mig á því á undanförnum árum hvað ég er farin að líkjast henni mikið. Ætli ég kunni ekki líka betur að meta hana eftir að ég varð sjálf mamma! Hún er náttúrulega einstök manneskja hún móðir mín. Algjör nagli og hefur í gegnum tíðina verið óhrædd við að breyta til, taka áhættur bæði fyrir sig og fjölskyldunnar vegna. Hún reif okkur t.d. með til Bretlands þegar hún var rúmlega fertug og búin að koma sér vel fyrir í starfi til þess að við fengjum tækifæri til að spreyta okkur í öðru umhverfi. Ég hef alltaf búið að þessu ári úti sem barn, hafði mjög jákvæð áhrif á sjálfsmynd mína og sjálfstraust að kynnast nýrri menningu. Og fékk heilt tungumáli í kaupbæti. Mamma er best og minn aðalstuðningsmaður. 

Hvað gerðir þú síðasta sumar?

Við skruppum í viku til Berlínar með nokkra daga fyrirvara þegar aðstæður voru hvað bestar í sumar. Við elskum Berlín. Elskum Prenzlauer-Berg hverfið, fullt af veitingastöðum og kaffihúsum þar sem hægt er að sitja úti. Höfum nokkrum sinnum gist í sömu íbúðinni á Oderbergerstrasse, besta kaffið í bænum í götunni. Það eru líka leikvellir á hverju horni í þessu hverfi í Berlín svo við eyddum í raun 7 dögum í að hoppa á milli leikvalla í góða veðrinu. Bara hangsa, rölta, drekka gott kaffi og njóta þess að vera berfætt í sandölum. Restina af fríinu vorum við heima í garðinum – í framkvæmdum! En stukkum líka upp í bústað til mömmu og pabba í Grímsnesinu, alltaf betra veður þar en í bænum.

Aldís Mjöll Geirsdóttir, 6.sæti

Hvað getur Ísland gert til þess standa sig betur í loftlagsaðgerðum?

Loftslagsváin skeytir engu um málamiðlanir eða þær aðgerðir sem við hyggjumst mögulega grípa til í framtíðinni. Það ríkir neyðarástand sem bregðast þarf við strax. Við þurfum sannfærandi áætlun og tryggja að markvissar aðgerðir og fjármagn fylgi.

Þetta er samfélagslegt verkefni sem kallar á markvissa og skynsamlega beitingu ríkisvaldsins. Fókusinn má ekki vera á einstaklingsbundnum aðgerðum. Þörf er á stórtækum kerfisbreytingum, t.d. í samgöngum og landbúnaði, og aðhaldi með lögfestingu loftslagsmarkmiða eins og um 60% samdrátt í losun fyrir árið 2030.

Loftslagsváin er ekki einangrað vandamál heldur liggur það þvert á landamæri og þvert á alla málaflokka. Því ætti að meta áhrif á loftslagið í sífellu og flétta slíkt mat inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítímanum þínum?

Elda góðan og litríkan mat, fara í göngur og ferðalög í tjaldi, sérstaklega í Noregi með kærastanum mínum, þar er líka hægt að ferðast um landið í lest!! Rökræða pólitík við vini úr mismunandi flokkum, spilakvöld og trúnó með góðum vinkonum, siglingar með snillingum og notalegar stundir með fjölskyldunni í sumarbústað eða Noregi.

Viktor Stefánsson, 9.sæti

Ertu í sambandi? Ef já hverjir eru kostir þess?


Já ég er í sambandi. Kosturinn er sá að ég fæ að eyða hverjum degi með besta vini mínum. Hann þekkir mig betur en ég þekki sjálfan mig

Hvað er svona skrítnasta sem þú hefur gert á þessu ári?


„Það skrýtnasta sem ég hef upplifað í ár er líklegast hvað mér leið gamalt þegar ég varð þrítugur en hugsaði svo að það er alveg jafnlangur tími þar til að ég verð sextugur og þannig endurheimti ég ungleikann“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið