Ungir frambjóðendur í Norðausturkjördæmi

Margrét Benediktsdóttir 5. sæti

Hvað er best við að búa á Akureyri?
Kannski smá skrítið svar en hvað allt er grænt hér. Þegar ég kom fyrst í heimsókn eftir að ég flutti suður þá fattaði ég allt í einu hvað allt væri grænt, það er yndislegt. 

Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það? 

Ég myndi útrýma fátækt með því að dreifa auðnum. Við þurfum ekki milljarðamæringa

Sigurður Vopni 6. sæti

Hvar er uppáhaldstaðurinn þinn á Íslandi?

Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi er: Costa del Vopnafjörður.

Hver er helsta fyrirmyndin þín?


Helsta fyrirmyndin mín eru mamma og pabbi, duglegasta fólk sem ég hef kynnst. Svo er Logi Einars ákveðin fyrirmynd þegar það kemur að taninu.

Ísak Már 7. sæti

Hvernig er samband þitt við systkini?
Ég á tvær systur, Bjarneyju og Fríðu og við eigum öll sterkt og kærleiksríkt samband. Eða allavega eftir að við fórum að nálgast fullorðinsárin. Bjarney býr hér á Akureyri eins og ég svo við hittumst oft í viku en Fríða býr núna í Bandaríkjunum svo því miður líður aðeins lengra á milli.

Hvert á að fara í útlöndum þegar covid er búið?
Mig langar að heimsækja Fríðu systur mína í Californiu. Hún flutti út rétt fyrir faraldurinn og dóttir mín sem er 4 ára er gríðarlega spennt fyrir því að heimsækja hana og ég að sjálfsögðu líka!

Jóhannes Óli 11. sæti

Er lagið Húsavík málið?
Já algjör veisla, Í sumar var ég á Múlaberg og hitti Frakka, þeir voru svo að tala um lagið og ég sagði þeim að ég væri frá Húsavík. Þeir voru svo rosalega hrifnir af því að þeir keyptu handa mér bjór svo þar af leiðandi elska ég lagið.

Hver er uppáhalds liturinn þinn?

Uppáhalds liturinn minn er svartur því svartur fer svo rosalega vel með eiginlega öllum öðrum litum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand