Ungi steinakastarinn í græna glerhúsinu

Nýverið las ég grein á www.suf.is sem virtist vera eftir ansi tapsáran og pirraðan, jafnvel nokkuð reiðan, ungan framsóknarmann sem bar yfirskriftina ,,Ónýt stjórnarandstaða”. Greinin virðist eins og áður sagði vera skrifuð í miklu fúllyndi í kjölfar þess að Davíð og Dóri drógu hin umdeildu fjölmiðlalög sín alfarið til baka og reyndu með þeim gjörningi að bjarga andliti sínu og ríkisstjórnarinnar. Greinin er nokkuð kómísk þótt það hafi varla verið tilgangur höfundar hennar og ég er ekki frá því að ég hafi skellt nokkrum sinnum upp úr þegar ég las greinina fyrst. Nýverið las ég grein á www.suf.is sem virtist vera eftir ansi tapsáran og pirraðan, jafnvel nokkuð reiðan, ungan framsóknarmann sem bar yfirskriftina ,,Ónýt stjórnarandstaða”. Greinin virðist eins og áður sagði vera skrifuð í miklu fúllyndi í kjölfar þess að Davíð og Dóri drógu hin umdeildu fjölmiðlalög sín alfarið til baka og reyndu með þeim gjörningi að bjarga andliti sínu og ríkisstjórnarinnar. Greinin er nokkuð kómísk þótt það hafi varla verið tilgangur höfundar hennar og ég er ekki frá því að ég hafi skellt nokkrum sinnum upp úr þegar ég las greinina fyrst.

Steinum kastað úr glerhúsi
Ungi reiði framsóknarmaðurinn segir í upphafi greinarinnar að stjórnarandstaðan sé ómálefnaleg, tilgerðarleg og blinduð af valdagræðgi. Ekki er ég nú sammála þessum orðum framsóknarmannsins og tel ég stjórnarandstöðuna hafa staðið sig afar vel í fjölmiðlamálinu og komið fram sameinuð og stefnuföst. Hún hafi verið langt frá því að vera ómálefnaleg og því síður tilgerðarleg. Þetta orðaval er einnig óheppilegt þegar að engin rök fylgja. Ég held jafnframt að orðið ,,valdagræðgi” eigi sömuleiðis mun betur við Framsóknarflokkinn en stjórnarandstöðuna. Forsætisráðherrastólinn er orðinn flokknum afar dýr og ég held að ástæðan sé græðgi – valdagræðgi.

,,Bara á móti og vilji komast sem mest í fjölmiðla”
Greinarhöfundur segir að Samfylkingin komi ,,aldrei fram með neitt annað en að vera á móti og helst að komast sem mest í fjölmiðlana til að segjast vera á móti” (Eru það ekki framsóknarmenn sem hafa haldið því einna hæst á lofti að Vinstri grænir séu á ,,móti öllu”? Á nú að fara nota sömu taktík á Samfylkinguna?) Í greininni er því jafnframt haldið fram að ekki sé neinni stefnu fylgt í Samfylkingunni af því að í flokknum sé ,,svo mikið smákóngaveldi”. Máli sínu til stuðnings vísar hinn reiði ungi framsóknarmaður til þess að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi siglt í strand og sé hættur að starfa. Fyrir mig eru þetta nokkrar fréttir en ég er ritari í einum undirhópi framtíðarhópsins og kannast ekki við það að framtíðarhópurinn sé hættur að starfa. Minn hópur hittist síðast um miðjan maí og ráðgert er að hann hittist á ný að loknum sumarfríum um mánaðarmótin ágúst-september. En það er ágætt að vita að ungi framsóknarmaðurinn sé með puttann á púlsinum í Samfylkingunni og hafi áhyggjur af því mikla málefnastarfi sem þar fer nú fram.

Formenn stjórnarandstæðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd
Greinarhöfundur gerir næst athugasemd við það að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi tekið sæti í allsherjarnefnd Alþingis. Þetta eiga formennirnir að hafa gert til að ,,gefa réttum mönnum möguleika á að komast í sjónvarpið og kvarta yfir máli sem þeir virtust aldrei hafa neina alvöru skoðun á.” Ástæðan fyrir því að þeir Össur, Steingrímur og Guðjón tóku sæti í nefndinni hefur væntanlega verið sú að leggja áherslu á það hversu alvarlegum augum stjórnarandstöðuflokkarnir litu frumvarpið/lögin og þau óvönduðu vinnubrögð sem voru viðhöfð innan allsherjarnefndar. Ástæðan hafi ekki verið að ,,komast í sjónvarpið”, þó að unga framsóknarmanninum gæti þótt það spennandi. Ég hygg að fjölmiðlar hafi samt sem áður séð haft næga ástæðu til að ræða við formenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Frjálslyndra jafnvel þó þeir hefðu ekki tekið sæti í nefndinni.

Ekki rétta ,,liðið”
Því næst segir framsóknarmaðurinn ungi að stjórnarandstaðan ,,virðist yfirleitt ekki standa fyrir neitt.” Þetta finnst mér nú koma úr hörðustu átt. Er greinarhöfundur búinn að gleyma því að hann er meðlimur í Framsóknarflokknum? Flokki sem á völd sín undir eigin hentistefnu. Gleymskan hefur greinilega tekið völd því hann heldur áfram ,,Ákjósanlegasta leiðin fyrir þá [stjórnarandstöðuna] virðist vera sú að vinna að einhverjum frumvörpum sem eru svo arfavitlaus að þau komast helst aldrei úr nefnd.” Máli sínu til stuðnings nefnir hann frumvarp stjórnarandstöðuflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjóndeildarhringur unga framsóknarmannsins er greinilega ekki mjög víður ef hann telur frumvörp önnur en þau sem koma frá stjórnarflokkunum vera arfavitlaus svo notuð séu hans eigin orð. Mig grunar þvert á móti að helsta ástæða þess að þau frumvörp sem eru komin frá stjórnarandstöðuflokkunum dagi upp í nefndum sé einfaldlega sú staðreynd að þau koma frá stjórnarandstöðunni. Ákveðin ungur framsóknarmaður á Alþingi myndi jafnvel orða það svo að einstök eða sameiginleg frumvörp frá Samfylkingunni, Vinstri grænum eða Frjálslyndum komi ekki frá rétta liðinu.

,,Faglegur metnaður ríkisstjórnarinnar”
Greinin nær síðan talsverðum hæðum rétt undir lokin þegar talað er fjálglega um sáttina sem myndaðist í samfélaginu þegar ríkisstjórnin felldi úr gildi lög sem hún setti aðeins nokkrum vikum fyrr. Þetta hafi verið sátt sem sýni ,,faglegan metnað ríkisstjórnarinnar”. Ég held að þessi klausa segi allt sem segja þarf um greinina og þær öfugsnúnu fullyrðingar sem þar eru settar fram. Ég tel að flestir myndu kjósa önnur orð til að lýsa framgangi ríkisstjórnarinnar en að tala um að þar hafi faglegur metnaður verið í fyrirrúmi.

Kominn tími til að framsókn snúi sér að unga fólkinu
Í lokaorðunum segir framsóknarmaðurinn ungi m.a. ,,Nú er framar öllu að framsóknarmenn hugi sérstaklega að þeim áherslum sem voru lagðar í síðustu kosningarbaráttu. Ungt fólk á leiðinni út í lífið með sæmilegar tekjur en með mikla greiðslubyrði getur ekki haldið uppi samneyslunni.” Ég held að það sé óhætt að taka undir þessi lokaorð. Það er ekki seinna vænna eftir níu ára setu í ríkisstjórn að Framsóknarflokkurinn fari að snúa sér að málefnum ungs fólks!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand