Þegar forvarnir verða að ofstæki

Það hefur stundum verið sagt um íslenska reykingarmenn að þeir deyi ekki af völdum reyksins sem þeir soga ofan í sig, heldur deyi þeir úr kulda. Ef þróunin í tóbaks”varnar”málum heldur áfram sem horfir hér á eyjunni köldu má gera ráð fyrir að þessi brandari eigi eftir að verða að veruleika. Það hefur stundum verið sagt um íslenska reykingarmenn að þeir deyi ekki af völdum reyksins sem þeir soga ofan í sig, heldur deyi þeir úr kulda. Ef þróunin í tóbaks”varnar”málum heldur áfram sem horfir hér á eyjunni köldu má gera ráð fyrir að þessi brandari eigi eftir að verða að veruleika.

Það er óhollt að reykja
Það skal tekið fram strax hér í byrjun (enda vil ég ekki eiga á hættu að vera sóttur til saka fyrir að mæra reykingar) að reykingar eru síður en svo hollar og óska ég engum að taka það óheillaspor að byrja að reykja. Þó eru sumir sem hafa valið sér að reykja og hlýtur það að vera þeim frjálst, enda eru sígarettur og vindlar ennþá lögleg söluvara á Íslandi.

Hvenær verða forvarnir að ofstæki
En þó svo að allir geti sammælst um óhollustu reykinga og mikilvægi þess að stuðla að minnkandi reykingum í þjóðfélaginu hljótum við að spurja okkur hvenær farið er yfir strikið. Hvenær eru forvarnirnar orðnar að ofstæki? Að undanförnu hefur verið uppi talsverð umræða um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við reykingum á veitingahúsum, kaffihúsum og skemmtistöðum. Sú umræða hefur ýmist verið málefnaleg eða ómálefnaleg. Ef við lítum aðeins fram hjá því hvort fólk eigi yfirleitt að reykja eða ekki og sættum okkur við þá staðreynd að reykingar eru löglegar á Íslandi, hverju á þá slíkt bann að skila og af hverju er þörf á slíkum lögum?

Er þörf fyrir frekari boð og bönn
Í raun og veru er engin þörf á slíkum lögum. Ef einhver eftirspurn er eftir reyklausum skemmtistöðum, af hverju eru þá engir reyklausir skemmtistaðir í miðbæ Reykjavíkur? Skynsamlegra væri að hvetja til slíkrar starfsemi en að banna alfarið reykmettaða skemmtistaði. Ég kann illa við að borða kvöldmatinn minn á meðan einhver annar blæs reyk framan í mig og því fer ég ekki út að borða á veitingastaði þar sem ég á það á hættu. Að sama skapi kunna reykingamenn yfirleitt vel við að geta reykt á meðan þeir sötra bjór á skemmtistöðum og fara því á skemmtistaði þar sem slíkt athæfi er leyfilegt. Ef ég hef áhuga á því að skemmta mér á reyklausum stað fer ég þangað og skemmti mér. Svo einfalt er það.

Áframhaldandi forvarnir
Það hefur náðst góður árangur í tóbaksvarnarmálum á Íslandi síðustu tvo áratugina og hefur hlutfall reykingarmanna frá 18 og upp í 69 ára lækkað úr 40% niður í 24%*. Hvort það er vegna þess að verð á tóbaki hefur hækkað upp úr öllu valdi, að ekki má lengur skrifa um tóbak í jákvæðu samhengi eða að reykingarmenn sjá ekki sígarettupakkana áður en þeir kaupa þá leyfi ég mér að efast um. Hins vegar tel ég að aukin fræðsla almennings um hættur og ókosti tóbaksreykinga hafi skilað þar mestum árangri. Slíkum áróðri er nauðsynlegt að halda áfram í stað þess að falla í gryfju ofstækisins og auka í sífellu boð og bönn í samfélaginu. Ef hinn almenni borgari hefur verið fræddur um kosti og galla reykinga á honum að vera frjálst að velja það hvort hann reyki eða ekki. Það að skylda reykingarmenn til að reykja úti á götu er engin lausn í sjálfu sér og er í raun frekar ómannúðlegt að láta meðal reykingarmanninn standa í 100 mínútur á dag úti í íslenskri veðráttu að reyna að soga í sig líf.

*Tölur fengnar af www.reyklaus.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand