Það er ekki um seinan

Nýútkomin bók Ómars Ragnarssonar um kosti og galla við Kárahnjúkavirkjun hefur vakið þónokkra athygli undanfarið og ekki að ástæðulausu. Í bókinni tíundar Ómar helstu rök bæði með og á móti virkjuninni og tekur hann fyrir öll helstu sjónarhorn, jafnt umhverfis- sem og efnahagslegs og pólitísks eðlis. Nýútkomin bók Ómars Ragnarssonar um kosti og galla við Kárahnjúkavirkjun hefur vakið þónokkra athygli undanfarið og ekki að ástæðulausu. Í bókinni tíundar Ómar helstu rök bæði með og á móti virkjuninni og tekur hann fyrir öll helstu sjónarhorn, jafnt umhverfis- sem og efnahagslegs og pólitísks eðlis.

Þó svo að réttast hefði verið að almenningur fengi þessa ítarlegu úttekt á málinu í hendurnar áður en lagt var af stað með framkvæmdirnar þá bendir Ómar á eitt atriði sem fæstir hefðu ella hugsað út í, að enn sé ekki um seinan að stöðva virkjunina.

Kárahnjúkavirkjun er oftar en ekki sett í flokk með þeim málum sem margir líta á að hafi verið þröngvað í gegnum lagasetningarferlið þrátt fyrir gríðarlegan ágreining bæði á Alþingi og hjá þjóðinni. Það var fyrst í fjölmiðlamálinu hins vegar sem þjóðin ákvað að nóg væri komið og að þessi níðingsaðferð við lagasetningu gengi ekki lengur. Það er því ekki að undra að í kjölfar þess fárs fari fólk að hugsa um fyrri „níðingsverk“ ríkisstjórnarinnar og að kannski sé ekki um seinan að láta í ljós andstöðu sína við önnur mál sem unnin voru með sömu vinnubrögðum.

Deilan
Rökin gegn Kárahnjúkavirkjun frá sjónarhorni umhverfisverndar hafa einkum verið á þá leið að um sé að ræða óafturkræf spjöll á stóru landsvæði með tilheyrandi plöntu- og dýralífi. Þeir sem hlynntir eru virkjuninni gefa lítið fyrir þessi rök en vilja heldur huga að peningalegu hliðinni. Lítill ágreiningur er um hvort þessi spjöll raunverulega muni verða af virkjuninni, ágreiningurinn er um forgangsröðunina, hvort þetta land hafi raunverulegt gildi og hvort einhverju máli skipti hvort þetta land fari undir vatn, eða ekki.

Efnahagslegi ágreiningurinn er sá ágreiningur sem eflaust vegur mest í hugum fólks og þykja þau rök sem hníga annaðhvort með eða á móti virkjuninni frá efnahagslegu sjónarhorni oft vega þyngst. Sumir segja virkjunina arðbæra en aðrir segja það einungis vera vegna þess gríðarlega, jafnvel of góða verðs sem viðsemjendum okkar býðst á orku og landi.

Mesti ágreiningurinn og sennilega sá alvarlegasti er varðandi „pólitíkina“ í einni merkingu þess orðs. Eðli þess ágreinings tel ég ekki þörf á að tíunda hér þar sem hann hefur komið svo oft upp á síðustu misserum að allir ættu að vera orðnir honum kunnugir. Er þar um ítrekaða valdníðslu sitjandi ríkisstjórnar að ræða.

Skilaboðin
Persónulega tel ég ólíklegt að menn komi til með að skipta um skoðun varðandi Kárahnjúkavirkjun við lestur bókar Ómars. Flestir koma sennilega til með að styrkjast í sinni þegar mynduðu skoðun. Bókin kemur aftur á móti mikilvægum skilaboðum á framfæri við okkur lýðinn í þessu lýðræðisþjóðfélagi: Það er ekki um seinan.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand