Undarlegt útspil Halldórs

Ég sá Siv Friðleifsdóttur um daginn. Hún var í bleikum skóm eins og menntaskólaskvísa og sveiflaði hárinu til með þokkafullum hreyfingum; átti pleisið! Það verður nefnilega ekki af henni Siv tekið, hvað sem öðru líður, að hún er hörkugella og töffari, litrík persóna, áberandi og dugleg. Í starfi umhverfisráðherra hefur ef til vill hennar stærsta mál verið Kárahnjúkamálið, en vegna þess var Siv tíður gestur á öldum ljósvakans. Sem þingmaður og ráðherra er Siv vísast umdeild, utan flokks sem og innan, en fólk veit allavega hver hún er – sem er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hennar innan ríkisstjórnarinnar sem varla sjást hvort heldur sem er á þingi eða í fjölmiðlum. Ég sá Siv Friðleifsdóttur um daginn. Hún var í bleikum skóm eins og menntaskólaskvísa og sveiflaði hárinu til með þokkafullum hreyfingum; átti pleisið! Það verður nefnilega ekki af henni Siv tekið, hvað sem öðru líður, að hún er hörkugella og töffari, litrík persóna, áberandi og dugleg. Í starfi umhverfisráðherra hefur ef til vill hennar stærsta mál verið Kárahnjúkamálið, en vegna þess var Siv tíður gestur á öldum ljósvakans. Sem þingmaður og ráðherra er Siv vísast umdeild, utan flokks sem og innan, en fólk veit allavega hver hún er – sem er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hennar innan ríkisstjórnarinnar sem varla sjást hvort heldur sem er á þingi eða í fjölmiðlum.

Nú á Siv að kveðja ríkisstjórnina, skella sér í leðurdressið og bruna úr Stjórnarráðinu. Þetta hefur formaðurinn Halldór Ásgrímsson tilkynnt og einnig að um þessa sameiginlega ákvörðun ríki sátt innan Framsóknarflokksins. Halldór Ásgrímsson hefur þá líklega ekki heyrt í þeim fjölmörgu Framsóknarkonum sem segjast mjög ósáttar við brotthvarf Sivjar og finnst vegið að jafnrétti kynjanna með þessum aðgerðum, enda fækkar nú í hópi kvenna í ríkisstjórn – og ekki voru þær margar fyrir. Samkvæmt heimildum blaðanna hafa margar Framsóknarkonur sagt sig úr flokknum vegna þessa. Samt segist Halldór Ásgrímsson ekki hafa orðið var við neina óánægju innan Framsóknar – en það segir nú reyndar meira um deyfð hans og andvaraleysi sem stjórnmálamaður en raunverulegt ástand. Það væri gaman að vita hve margar konur í forystu Framsóknarflokksins samþykktu að víkja Siv úr embætti, og hvernig þær myndu svara hinum óánægðu flokkssystrum sínum ,,þetta er okkur fyrir bestu… fleiri þurfa að komast að… Dóri vildi það… æ, þú veist, bara… “ – kannski eitthvað svona.

Það er gott og blessað að vilja hafa konur í ríkisstjórn og mjög mikilvægt að konur séu í ábyrgðarstöðum á vettvangi stjórnmálanna sem og annars staðar, en ekki má einblína bara á það eitt. Ég vona að Siv hafi ekki verið skipuð umhverfisráðherra einungis fyrir það að vera kona, en eins að henni verði ekki haldið í ríkisstjórn bara til að halda þokkalegu kynjahlutfalli. Til kvenna verður að gera þá augljósu kröfu rétt eins og til karlmanna að þær séu hæfar. Reyndar skýtur þeirri hugsun stundum upp í kollinn á mér að það væri allt í lagi að ráða nokkrar konur í ábyrgðarstöður bara því þær eru konur, þegar ég hugsa til allra þeirra kvenna sem í gegnum tíðina hafa þurft að lúffa fyrir sér óhæfari karlmönnum – en svo sé ég að mér. Auga fyrir auga, eins og sagt var í Babýloníu forðum, gildir víst ekki lengur. Siv er umdeild – en er hún hæf? Hefur hún það sem þarf?

Fyrir mitt leyti veit ég ekki hvernig á að svara þessari spurningu, finnst Siv bara sæmilegur ráðherra, en ég hélt að minnsta kosti að Framsóknarmenn, sem fyrir rúmu ári síðan vildu hafa hana áfram sem umhverfisráðherra, treystu henni. Svo virðist þó ekki vera, ef marka má orð varaformanns flokksins. Hann segir Siv ekki njóta nægilegs trausts meðal flokksmanna og því verði hún að hverfa úr ríkisstjórninni. Jæja, sé það rétt finnst mér nú skrýtið hjá Halldóri Ásgrímssyni að segja flokkinn mjög ánægðan með störf Sivjar og að hún muni áfram sinna mikilvægum verkefnum fyrir hönd hans. Og enn undarlegra væri ef Siv leiddi það fram hjá sér að flokkssystkin hennar treystu henni ekki, og héldi bara áfram sem þingmaður eins og ekkert hefði í skorist. Þá væri nú spurning hvort væri hlægilegra, Halldór eða Siv.

Eitt annað furðar mig svolítið við þetta mál. Ef Halldóri Ásgrímssyni hefur fundist hann þurfa að hressa aðeins upp á ráðherraliðið sitt og skipta út fólki fyrir aðra hæfari, af hverju byrjaði hann þá á Siv? Með fullri virðingu fyrir ráðherrum Framsóknarflokksins, þá hefðu aðrir fengið að fjúka á undan Siv ef ég hefði mátt velja. Svo er bara að fylgjast með afdrifum Sivjar – ætli hún snúi sér ekki bara að atvinnumennsku í badminton?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand