Hæstvirtur forsætisráðherra?

Formaður Framsóknarflokksins virðist ekki enn geta staðið almennilega á bak við þá ákvörðun að velja Siv til að víkja úr ríkisstjórn og boðar frekari breytingar þegar líður á kjörtímabilið. Erfitt er að átta sig á því af hverju það er. Er hann einungis að veifa gulrót til þess að reyna að friða framsóknarkonur án þess að ætla sér í raun og veru einhverjar breytingar? Eða er þetta enn eitt dæmi þess að Halldór getur ekki tekið erfiðar ákvarðanir og staðið við þær? Nú þegar 15. september nálgast óðfluga þá er varla annað hægt en að velta fyrir sér hvers konar maður muni taka við embætti forsætisráðherra. Það er ekki hægt að segja mikið hafi kveðið að Halldóri Ásgrímssyni þann tíma sem hann hefur setið í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og flokkur hans nánast orðinn eins og útibú Sjálfstæðisflokksins. Ég minnist ekki eins einasta máls sem þeir hafa barist sérstaklega fyrir undanfarin ár og ekki eru þau loforð sem gefin voru fyrir kosningarnar orðin að veruleika. Halldór sést einna helst fyrir aftan Davíð í fréttatímanum þar sem Davíð lýsir því yfir hversu gott stjórnarsamstarfið er eða að Halldór endurtekur það sem Davíð hefur þegar sagt, ekki mikið frumkvæði á þeim bæ. Það er hægt að beita sér og fá stefnumálum sínum framgengt þrátt fyrir að vera minni flokkurinn í stjórnarsamstarfi. Framganga Jóns Baldvins sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er skýrt dæmi um það.

Fljótlega eftir síðustu kosningar lá ljóst fyrir að breytingar yrðu gerðar í ríkisstjórninni í haust; Halldór yrði forsætisráðherra og myndi í staðinn gefa eftir stól umhverfisráðherra til Sjálfstæðisflokksins. Þarna hefði Halldór getað sýnt forystuhæfileika og tilkynnt um leið að Siv Friðleifsdóttir myndi hverfa úr ríkisstjórninni þegar breytingarnar yrðu. En nei, hann ákvað að láta málið hanga yfir flokknum í meira en ár og virtist annaðhvort ekki geta tekið ákvörðun eða ekki þora að segja frá hver ákvörðunin væri.

Eru þetta eiginleikar sem við viljum sjá í forsætisráðherra? Mann sem ekki getur einu sinni tekið ákvarðanir innan eigin flokks. Hvernig verða ákvarðanirnar þá þegar sætta þarf sjónarmið stjórnarflokkanna tveggja? Forsætisráðherra þarf að geta brugðist skjótt við og tekið ákvarðanir sem ekki eru vinsælar. Hefur Halldór burði í slíkt?

Ekki má gleyma því að þótt Davíð hverfi úr stól forsætisráðherra er hann ekki að hverfa úr ríkisstjórn. Það hefur komið greinilega í ljós í stjórnartíð Davíðs að þar fer maður sem er vægast sagt ákveðinn og ekki auðvelt að fá hann upp á móti sér. Velta má fyrir sér hvort Halldór hafi styrk til að stýra ríkisstjórn og þurfa að taka ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki sáttur við.

Formaður Framsóknarflokksins virðist ekki enn geta staðið almennilega á bak við þá ákvörðun að velja Siv til að víkja úr ríkisstjórn og boðar frekari breytingar þegar líður á kjörtímabilið. Erfitt er að átta sig á því af hverju það er. Er hann einungis að veifa gulrót til þess að reyna að friða framsóknarkonur án þess að ætla sér í raun og veru einhverjar breytingar? Eða er þetta enn eitt dæmi þess að Halldór getur ekki tekið erfiðar ákvarðanir og staðið við þær?

Eins og málið lítur út er tvennt í stöðunni. Annars vegar að líftími ríkisstjórnarinnar verði skammur þar sem forsætisráðherra getur ekki tekið ákvarðanir og leitt ríkisstjórnina. Hinn möguleikinn er sá að Halldór verði einungis brúða og Davíð búktalarinn sem stjórnar öllu bak við tjöldin.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand