Undarleg skilaboð send ungu fólki

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, urðu nýverið fimm ára. Hreyfingin er ung en gríðarlega öflug. Ungir jafnaðarmenn hafa unnið markvisst að málefnum ungs fólks. Haldnir eru vikulegir málefnafundir í nýju húsnæði flokksins við Hallveigarstíg og aðildarfélög Ungra jafnaðarmanna eru starfrækt um land allt auk þess sem hreyfingin heldur úti vefriti, pólitík.is. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar hefur sjaldan verið eins öflug og nú og hefur kappkostað að fá ungt fólk til liðs við flokkinn með því að standa fyrir líflegu starfi. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, urðu nýverið fimm ára. Hreyfingin er ung en gríðarlega öflug. Ungir jafnaðarmenn hafa unnið markvisst að málefnum ungs fólks. Haldnir eru vikulegir málefnafundir í nýju húsnæði flokksins við Hallveigarstíg og aðildarfélög Ungra jafnaðarmanna eru starfrækt um land allt auk þess sem hreyfingin heldur úti vefriti, pólitík.is. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar hefur sjaldan verið eins öflug og nú og hefur kappkostað að fá ungt fólk til liðs við flokkinn með því að standa fyrir líflegu starfi.

Óeigingjarnt starf ungliða
Nú er yfirstaðinn einn glæsilegasti landsfundur síðari ára. Frá síðasta landsfundi Samfylkingarinnar hafa fjölmargir málefnahópar unnið stefnumótunarstarf fyrir flokkinn og var sú vinna lögð fyrir landsfundinn. Þá voru gerðar ýmsar lagabreytingar og var m.a. sú breyting samþykkt að hér eftir munu einstaklingar undir 35 ára aldri vera skráðir í Unga jafnaðarmenn komi ekki fram ósk um annað. Auk þess var kosið í fjölda embætta og í kjölfarið varð talsverð breyting á forystu flokksins. Samfylkingin er gríðarlega sterk eftir landsfundinn.

Ungt fólk í Samfylkingunni hefur aldrei verið fjölmennara, sýnilegra og virkara en nú. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur staðfest þetta og t.a.m. getið þess í fjölmiðlum hversu áberandi vel undirbúnir ungliðar hafi mætt til þessa fundar. Ekki gera þó allir sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki landsfundinum. Framkvæmdastjóri flokksins, annað starfsfólk og fjöldi sjálfboðaliða vann óeigingjarnt starf í aðdraganda landsfundar. Rétt er að geta þess að sjálfboðaliðarnir komu nær allir úr röðum Ungra jafnaðarmanna. Fyrir sjálfan fundinn lögðu ungliðar gólfið í höllina, röðuðu upp borðum, stólum og dreglum fyrir vel yfir 1000 manns. Á sjálfum fundinum stóð ungt fólk í því að raða fundargögnum í möppur og um önnur tilfallandi störf á fundinn.

Mátti ungt fólk ekki taka þátt?
Í ljósi þessa er ástæða til að mótmæla því viðmóti sem einstakir landsfundarfulltrúar hafa sýnt ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og ungu fólki í heild á landsfundinum, sem og dögunum eftir hann. Ummæli á borð við þau að nú ráði konur og börn öllu í flokknum eru ósmekkleg. Það sama verður að segjast um ummæli þess efnis að bílfarmar af krökkum hafi birst á landsfundinum. Það er einkennilegt að menn líti á ungt fólk sem æskilegt vinnuafl við undirbúning á landsfundi en óæskilegt að öðru leyti. Einnig er furðulegt að einhverjir skulu velta vöngum yfir því hvort hugsanlegt sé að atkvæði ungs fólks hafi ráðið úrslitum í kosningum á landsfundinum og talið að það sé óeðlilegt að svo geti verið. Myndi einhverjum detta í hug að segja það óeðlilegt að atkvæði eldri borgara, landsbyggðarfólks eða kvenna hafi ráðið úrslitum? Má ungt fólk ekki kjósa?

Út á við voru því miður gefin þau skilaboð til ungs fólks í Samfylkingunni, sem og ungra kjósenda Samfylkingarinnar, að ungt fólk sé óvelkomið í Samfylkinguna og að þeir ungliðar sem fyrir eru í flokknum séu í raun annars flokks félagar og ofanálag var ýjað að því að þeir væru óheiðarlegir! Slíkt viðhorf er engum í hag – sér í lagi ekki flokknum okkar. Og sem betur fer er þetta ekki viðhorf meirihluta flokksmanna Samfylkingarinnar.

Í síðustu alþingiskosningum naut Samfylkingin gífurlega mikils stuðnings meðal ungs fólks. Þannig kusu 34,1% aldurhópsins 18-22 ára Samfylkinguna í kosningunum 2003, en einungis 15% árið 1999. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins hjá ungum kjósendum var algjört en fylgi flokksins fór úr tæpum 50% í 23,3%. Ætli Samfylkingin sér að vera áfram fyrsti valkostur ungs fólks verða flokksfélagar að taka vel á móti ungu fólki, í stað þess að tala niður til þess og kasta rýrð á ungliðahreyfinguna og félaga hennar.

Heiða Björg Pálmadóttir meðstjórnandi í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, Magnús Már Guðmundsson varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Dagbjört Hákonardóttir varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. júní

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand