Þegar rætt er um jafnrétti er það yfirleitt og skiljanlega í sambandi við leitina að því lóði sem leggja má á vogarskálar kvenkynsins sem réttir hlut þeirra og jafnvægi náist á vog samfélagsins. Einnig er algengt að sjá fyrir sér jafnréttissinnan sem konu sem sumir vilja meina að sé alveg hreint arfavitlaus út í karlpeninginn sem hún telur hafa gert henni allt til miska. Ég held reyndar að jafnréttissinnar séu mun fleiri en við höldum og langt því frá bara konur því til mikils er að vinna fyrir bæði kyn. Þegar rætt er um jafnrétti er það yfirleitt og skiljanlega í sambandi við leitina að því lóði sem leggja má á vogarskálar kvenkynsins sem réttir hlut þeirra og jafnvægi náist á vog samfélagsins. Einnig er algengt að sjá fyrir sér jafnréttissinnan sem konu sem sumir vilja meina að sé alveg hreint arfavitlaus út í karlpeninginn sem hún telur hafa gert henni allt til miska. Ég held reyndar að jafnréttissinnar séu mun fleiri en við höldum og langt því frá bara konur því til mikils er að vinna fyrir bæði kyn.
Þó svo að enn hafi ekki verið skrifaðar nógu margar greinar um mikilvægi þess að konur taki nú af meira afli í tauma stórfyrirtækja og stjórnvalda ætla ég að láta þá umræðu bíða. Mig langar að óska karlmönnum til hamingju með þeirra hlut í jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga. Ég var í bíltúr með ömmu mína ekki alls fyrir löngu og keyrðum við framhjá ungum foreldrum sem gengu úti með mannakornið sitt í vagni sem maðurinn ýtti á undan sér. Amma ljómaði öll og sagði ,,Að hugsa sér breytinguna. Nú ýta ungir menn vagninum á undan sér án þess að nokkur kippi sér upp við það.” Ég starði forviða á þessa hvers dagslegu sjón og áttaði mig skyndilega á því að þessi fyrir nokkrum áratugum hefði þessi ungi maður einungis haft það hlutverk að rölta við hlið móðurinnar og vera skaffari en uppalanda hlutverkið var í leikstjórn móðurinnar sem lék þá einnig aðalhlutverkið. Nú mega yndislega spenntir ungir og gamlir pabbar skipta á bleiu, gefa graut, sussa í svefn og gráta yfir einsöng á leikskólaskemmtun.
Nú er annað hlutverk sem karlmenn hafa nú jafnan tilkallsrétt á við konur en það er umönnun þeirra eldri. Samfélagslegar venjur eru ekki þverbrotar þá karlmaður kíki í heimsókn til gamalla ættingja og liðsinni þeim. Það hlýtur að vera fagnaðarefni karlpeningsins að mega umgangast sér eldri og vitrari ættingja án þess að vera talinn í gróðararvonar vitjun til erfðarskrár ritara. Nú mega karlmenn sitja og hlusta á sögur um það sem liðið er, forvitnast um fjarskylda ættingja, fylgja til læknis og umfram allt sýna ömmu, afa pabba eða mömmu þakklæti sitt. En þarna er einhver sprunga í samfélagspottinum. Mikill meirihluti þeirra sem heimsækir aldraða og hugsar um þá eru konur. Ekki bara mæður og dætur heldur tengdadætur sem líklega tengjast einhverjum syninum. Afhverju mætir sonurinn ekki? Það er eins með þessa hugrenningu eins og aðrar að nú er hugsað í alhæfingum. Vissulega eru nokkrir karlmenn sem átta sig á þessu tækifæri og hugsa vel um sína. En til ykkar hinna þá vildi ég bara benda á þetta frábæra tækifæri sem þið hafið fengið í hendurnar strákar mínir og hvetja ykkur til að nýta ykkur það. Skreppið í heimsókn til ömmu í dag.