Umræðan um ESB

Í dag skipta fá mál Íslendinga jafn miklu máli og afstaða okkar til inngöngu í Evrópusambandið. Skiptar skoðanir eru um það hvaða afstöðu við ættum að taka, sumir eru á móti, aðrir eru fylgjandi, en flestir eru tvístígandi og eiga erfitt með að ákveða sig. Það er kannski engin furða, því ábyrgir þegnar vilja kynna sér málið og geta þannig tekið upplýsta afstöðu á málefnalegum grunni, frekar en að bera fyrir sig sleggjudóma þó það sé óneitanlega auðveldasti kosturinn. Það getur þó verið erfitt að átta sig á því hvar hagsmunum okkar sé best borgið, innan eða utan Evrópusambandsins, sérstaklega í ljósi þeirrar furðulegu umræðu sem hér hefur átt sér stað. Í dag skipta fá mál Íslendinga jafn miklu máli og afstaða okkar til inngöngu í Evrópusambandið. Skiptar skoðanir eru um það hvaða afstöðu við ættum að taka, sumir eru á móti, aðrir eru fylgjandi, en flestir eru tvístígandi og eiga erfitt með að ákveða sig. Það er kannski engin furða, því ábyrgir þegnar vilja kynna sér málið og geta þannig tekið upplýsta afstöðu á málefnalegum grunni, frekar en að bera fyrir sig sleggjudóma þó það sé óneitanlega auðveldasti kosturinn. Það getur þó verið erfitt að átta sig á því hvar hagsmunum okkar sé best borgið, innan eða utan Evrópusambandsins, sérstaklega í ljósi þeirrar furðulegu umræðu sem hér hefur átt sér stað.

Íslendingar eru ekki þeir einu
Íslendingar eru þó ekki þeir einu sem hafa þurft að ganga í gegn um þessa umræðu, þvert á móti. Flestar þjóðir Evrópu hafa gengið í gegn um hana og þegar nánar er athugað kemur í ljós að nær undantekningarlaust hafa þar tekist á sjónarmið skynsemi annars vegar og tilfinninga hins vegar. Sem dæmi má nefna að þegar Danir kusu um upptöku evrunnar, en sú tillaga var felld, þá voru veigamestu rök andstæðinga Evrópusambandsins að þá yrði drottningin ekki lengur á seðlum og myntum landsmanna jafnframt því sem gengi evrunnar stjórnaðist ekki af efnahagssveiflum í Danmörku. Þessu rök eru hlægileg þegar litið er til þess annars vegar að á seðlum evrunnar fær hver og ein þjóð að ráða því hvernig önnur hlið seðlanna lítur út og því auðvelt að skella Margréti Danadrottningu á dönsku evruna og hins vegar að danska krónan fylgir sveiflum evrunnar eins og skugginn.

Raunveruleikafirrtur áróður
Hér á Íslandi heyrast einnig hinar ótrúlegustu fullyrðingar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum! Hver kannast ekki við frasa eins og það að Evrópusambandið sé ekkert nema risavaxið skrifstofubákn, að við inngöngu fá önnur aðildarríki fengu óheftan aðgang að fiskimiðum okkar, að með inngöngu í Evrópusambandið séum við að afsala okkur fullveldinu og undirgangast miðstýringu Frakka og Þjóðverja. Núna síðast komu svi ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um það að Evrópusambandið myndi líða undir lok á næstu 30 árum.

Rangfærslur andstæðinga ESB
Allar þessar fullyrðingar eru rangar! Evrópusambandið er ekki risavaxið skrifstofubákn. Um 30.000 einstaklingar starfa á vegum Evrópusambandsins, en það er minna en í stjórnsýslu ríkja og stærri borga Evrópu. Með aðild munum við hvorki missa yfirráð yfir eigin fiskveiðilögsögu né opna hana upp á gátt. Það er einfaldlega í andstöðu við lög Evrópusambandsins. Hinsvegar mætti gera ráð fyrir því að önnur aðildarríki fengju að veiða um 0,3% meira innan íslenskrar fiskveiðilögsögu en þeir mega nú þegar samkvæmt EES-samningnum, en á móti kemur að markaður Evrópusambandsins opnast upp á gátt og allir tollar á fisk falla niður innan þess. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við ekki glata fullveldi, heldur endurheimta það, því eins og staðan er í dag þá höfum við lítið sem ekkert að segja um þau mál sem okkur varða vegna þess hversu úreltur EES-samningurinn er (enda var hann upphaflega hugsaður sem undirbúningur EFTA-þjóðanna undir inngöngu í Evrópusambandið) og því væri réttara að segja að með því að gerast fullgildir þátttakendur í evrópusamstarfinu séum við að endurheimta sess okkar sem fullvalda ríki. Að lokum er óskhyggja forsætisráðherra um það að Evrópusambandið sé að líða undir lok á næstu 30 árum lítið annað en hlægileg. Samstarfið og samruninn hefur sjaldan verið meiri og með upptöku evrunnar og stækkun sambandsins til austurs mun Evrópusambandið halda áfram að styrkjast og vaxa.

Varist vitleysuna
Umræðunni um það hvaða afstöðu Íslendingar eigi að taka til aðildar að Evrópusambandinu er langt frá því að vera lokið og sjálfsagt munu rangfærslum og sleggjudómum halda áfram að rigna yfir okkur. Því hvet ég alla, sem vilja vera ábyrgir og taka málefnalega afstöðu í málinu, til þess að setja allar órökstuddar fullyrðingar uppá hillu því oftast strandar áróðurinn á rökunum og er yfirleitt ekki meira en orðin tóm.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand