Starf Framtíðarhóps

Farmtíðarhópur Samfylkingarinnar hélt sinn fyrsta opinbera fund á föstudag. Þrátt fyrir að fundartími væri (af óviðráðanlegum ástæðum) óheppilegur fyrir margt vinnandi fólk var engu að síður troðfullt út úr dyrum á Grand Hótel í Reykjavík. Má heita morgunljóst að á Íslandi hungrar fólk og þyrstir í stjórnmál með inntak, grundvallarhugsjónir og sýn á framtíð þessa lands. Framtíðarhópur Samfylkingarinnar var settur á stofn á flokksstjórnarfundi 19. júní 2003. Á landsfundinum í haust var verk- og starfsáætlun Framtíðarhóps kynnt og þegar þetta er ritað eru sex fyrstu verkstjórnarhóparnir að leggja af stað, en þeir verða fleiri enda um 2ja ára verkefni að ræða. Á allra næstu vikum verður vefsetur starfsins opnað, framtid.is, fleiri opnir fundir eru ráðgerðir sem og útgáfa smárita. Farmtíðarhópur Samfylkingarinnar hélt sinn fyrsta opinbera fund á föstudag. Þrátt fyrir að fundartími væri (af óviðráðanlegum ástæðum) óheppilegur fyrir margt vinnandi fólk var engu að síður troðfullt út úr dyrum á Grand Hótel í Reykjavík. Má heita morgunljóst að á Íslandi hungrar fólk og þyrstir í stjórnmál með inntak, grundvallarhugsjónir og sýn á framtíð þessa lands.

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar var settur á stofn á flokksstjórnarfundi 19. júní 2003. Á landsfundinum í haust var verk- og starfsáætlun Framtíðarhóps kynnt og þegar þetta er ritað eru sex fyrstu verkstjórnarhóparnir að leggja af stað, en þeir verða fleiri enda um 2ja ára verkefni að ræða. Á allra næstu vikum verður vefsetur starfsins opnað, framtid.is, fleiri opnir fundir eru ráðgerðir sem og útgáfa smárita.

Það er ástæða fyrir því að Framtíðarhópur Samfylkingarinnar ber þetta nafn en ekki annað. Starf Framtíðarhópsins verður ekki hefðbundið nefndastarf og þar stendur hvorki til að svæfa mál né bræða saman fyrirframgefnar klisjuhugmyndir. Við lifum í breyttum heimi, aðstæður fólks, almannaþjónustunnar og einkafyrirtækjanna hafa gjörbreyst og þess vegna þarf stjórnmálaflokkur, sem vill vera trúverðugur, að greina þessar breytingar og byggja upp þá forystu í íslenskum landsmálum sem svo margir hafa kallað eftir.

Þetta verður ekki létt verk, svona starf hefur enginn íslenskur stjórnmálaflokkur áður unnið og verður ekki séð að hinir aldurhnignu valdaflokkar finni til þess nokkra hvöt. Þeir hafa líka aðra hugmynd um lýðræði en við, aðra hugmynd um tilgang og eðli stjórnmála en við. Margt bendir til þess að þeir viðurkenni ekki, vilji ekki lifa breytta tíma. Starf Framtíðarhóps er frumkvöðlastarf sem Samfylkingin í heild, sem nýr stjórnmálaflokkur, stofnaður á aldamótaári hefur lagt upp í af ríkum metnaði og vilja til að ná árangri. Á fundinum á föstudaginn setti formaður flokksins Össur Skarphéðinsson fram þá ósk starfinu til handa að það uppskæri erfiði, árangur og frjóar hugmyndir. Undir þá ósk geta allir tekið.

Vefsetrið framtid.is verður sá staður þar sem allir áhugasamir geta fylgst með starfi Framtíðarhóps og lagt inn hugmyndir og ábendingar á vinnslustigi. Eins og áður sagði mun það opna á allranæstu vikum. Markmiðið er að efna til opins umræðuvettvangs um brýnustu málefni samtímans, að gegnsæi og opnun skapi forsendur til þess að þeir sem þekkingu hafa og verðmæta reynslu deili henni til gagns fyrir niðurstöðuna. Hlutverk verkstjórnarhópanna sex, sem eru að hefja störf þessa dagana, er að safna upplýsingum, tryggja að stefnumótun Samfylkingarinnar byggi á bestu stöðu þekkingar á hverju málefni og leita fordæma ekki síst annars staðar í heiminum, um bestu lausnir. Þeir munu í senn byggja upp þekkingu í flokknum, efna til rannsókna þar sem þess er þörf og skila lokaafurð í formi stefnuskjals. Hvernig þetta gengur fyrir sig verður öllum auðsætt á vefsetrinu þegar þar að kemur.

Framtíðarhópurinn starfar í ríku samráði við þingflokk og framkvæmdastjórn. Ungir jafnaðarmenn eiga fulltrúa í fimm manna kjarnahópi Framtíðarhóps, Sverri Teitsson. Á landsfundi UJ var haldinn sérstakur hugarflæðisfundur sem reynst hefur mikilvægur í mótun starfsins. Þannig er ætlunin að svara óskum Ungra jafnaðarmanna um menntun um jafnaðarstefnuna sem slíka á vefsetrinu framtid.is – svo að eitt dæmi sé tekið. Rætt hefur verið um útfærslur á því að UJ skipuleggi málefnastarf í samhengi við starf Framtíðarhóps og á næstunni verður auglýst eftir riturum hópanna meðal háskólanema.

Hverju getur starf Framtíðarhóps skilað? Í besta falli stjórnmálaflokki sem aðrir líkja eftir og er skýrlega best fallinn til forystu í landsmálum. Í versta falli fallegu riti í bókahillur okkar allra. Hvort heldur sem það verður er ljóst að verkið er þarft og gott. Gerum okkar til láta hið fyrra verða að veruleika. Það er raunhæfur möguleiki m.a. vegna þess að Samfylkingin á eina auðlind sem allir flokkar aðrir öfunda okkur af: Reynsluna af níu ára umbótaforystu í stjórn Reykjavíkurborgar og sigrum í þrennum kosningum í röð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand