Umræðan sem ekki má gleymast

Nú fer í hönd tími jólahátíðarinnar og fylgir henni jafnan mikið flóð gjafa. Athygli Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, hefur verið vakin á því að það tíðkist meðal ýmissa hagsmunaaðila að senda ráðamönnum í landinu góðar gjafir í tilefni jólanna. Ungir jafnaðarmenn telja mikilvægt að upplýsingar um meðferð slíkra gjafa séu uppi á borðinu til að tryggja gegnsæi og að enginn vafi leiki á um hvort slíkar gjafir hafi áhrif á einstakar ákvarðanir eða stefnumótun. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um aðstæður eldra fólks. Reglustikan sem var rifin á loft og sýndi innan við tvo tugi sentímetra sem fólk hafði á milli rúma sinna á hjúrkunarheimili einu varð allt í einu táknmynd heimiliaðstæðna eldra fólks. Þarna var skyndilega hægt að sýna með hlutlægum hætti það bága ástand sem aldraðir á þessu ríkisrekna hjúkrunarheimili búa við.

En það eru ekki sentímetrarnir sem skipta máli heldur andleg líðan sjúklinga og aðstandenda. Þetta hitamál á sínum tíma er nú farið að kulna eins og svo mörg mál í Íslensku samfélagi. Frosthörkurnar eru þvilíkar að hita mál er stirðnuð og hafa fennt í kaf á mettíma. En þetta er mál sem ekki má gleymast. Hún má ekki falla í gleymsku sú staðreynd að ríkið fer ekki að lögum við umönnun þegnanna sem kveiktu þá elda sem við sitjum að núna.

Í lögum um málefni aldraðra frá 1999 nr 125 31. desember gr 14 segir meðal annars:

Á stofnunum þessum skal vera varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti, þrifum og félags- og tómstundastarfi. Aðstaða skal vera fyrir hjúkrun, læknishjálp og endurhæfingu. Þjónusta skal byggð á einstaklingsbundnu mati á þörfum hins aldraða og skal byggjast á hjálp til sjálfshjálpar…
Sérstök aðstaða skal vera fyrir aldraða með heilabilunareinkenni. Þjónusta skal byggð á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hins aldraða…
Við hönnun skal þess sérstaklega gætt að stofnunin sé heimilisleg og að sem flestir íbúar hafi eigið herbergi.

Áður hefur verið bent á þessa sorglegu staðreynd en litlar urðu undirtektirnar. Heilbrigðisráðherra sagðist sjá fyrir sér fækkun sorglega fárra rúma sem þó var ekki nóg til að hann virti lögin. Engin sérstök heilabilunardeild var á umræddu hjúkrunarheimili sem er gersamlega óviðunandi og ófaglegt í hæsta máta. Já, og ekki vantar ákvæði um að faglega sé staðið að vistunarmati og umönnun vitmanna hjúkrunarheimlia. En fagfólkið er vængstíft af fjárskorti og hirðuleysi stjórnvalda. Mannauður hjúkrunarheimilanna er gríðarlegur. Heilbrigðisstéttir með marga ára háskólanám að baki, starfsmenn með reynslu og vilja og ekki síst vistmennirnir sem áttu sinn þátt í að skila okkur því samfélagi sem við lifum í núna.

Ég verð að viðurkenna að í barnslegri einfeldni minni hélt ég að nú væri sú stund runnin upp að eitthvað gerðist í þessum málaflokki. Nokkrir embættismenn stungu jú í freðna jörð með nýfægðum skóflum þar sem leggja átti grunninn að framtíðarheimili eldra fólks. En ekkert er heimilið án fólksins. Nei, það vantar ekki framtíðarvistmenn þessa heimils en starfsfólkið, það er önnur saga. Ófaglært starfsfólk í umönnunarstörfum er sorglega illa launað. Það er hreinlega ekki hægt að ætlast til að fólk vinni þessa erfiðu vinnu á þessum lúsarlaunum. Enda flýr starfsfólkið eða heldur sig víðs fjarri. En án starfsfólksins er ekkert hjúkrunarheimili og hnúturinn sem þessi mál eru í harðnar enn.

Ég hreinlega ákalla ráðamenn að hætta að tala um góðæri eða uppsveiflu þangað til að þeir hafa þakkað þeim nógsamlega sem gerðu okkur kleift að tala á þennan veg. Eins og staðan er í dag er óhætt að segja að fáir njót eldanna sem fyrstir kveikja þá.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand