Umhverfið og UJ

Á nýafstöðnu landsþingi Ungra jafnaðarmanna fór m.a. fram góð og gagnmerk umræða um umhverfismál. Umhverfisnefnd UJ, sem undirritaður fór fyrir, skilaði af sér og ályktað var á mörgum sviðum umhverfismála.

UJ stendur fyrir mjög róttækar aðgerðir í umhverfismálum og -vitund þjóðarinnar. Loftslagshlýnun er eitt alvarlegasta og stærsta vandamál mannkyns. Ísland sem ein menntaðasta og ríkasta þjóð veraldar verður að axla ríkari ábyrgð í þessum málaflokk. Það er skammarlegt að við séum enn að skýla okkur á bak við undanþágur frá Kyoto sáttmálanum. Ísland sem og Norðurlöndin í heild eiga heldur að vera öðrum ríki fyrirmynd í umhverfismálum og ganga lengra en Kyoto kveður á um. Við höfum allt sem til þarf.

Umhverfisvottanir
Landsþing UJ lagði til að þau fyrirtæki sem hafa fengið umhverfisvottanir að einhverju tagi, t.d. ISO 14001, eigi kost á skattalegri fyrirgreiðslu frá ríki eða sveitarfélögum.

Með slíkum hvata er fyrirtækjum auðveldað að taka til í umhverfismálum á staðlaðan máta, s.s. ISO vottun. Slíkri vottun tekur einnig til gæða- og öryggismála og munu auka framleiðni og kostnaðarvitund þeirra til lengri tíma.

Einnig mætti ríkið beita sér fyrir því að auðvelda fyrirtækjum að koma umhverfismálum sýnum í lag, t.d. með upplýsingagrunni sem fyrirtæki gætu nýtt sér að kostnaðarlausu.

Aukin umhverfisvitund
Þingið lagði jafnframt til að aukið yrði á menntun í náttúruvísindum á öllum skólastigum og efla þyrfti almenna umhverfisvitund þjóðarinnar.

Þingið fagnaði frumkvæði Hafnfirðinga í þessum efnum, sbr. Græna fána verkefnið.

Tilgangur Græna fána verkefnisins í grunnskólum Hafnarfjarðar er að nemendur:


,,Þroski með sér virðingu og samkennd með lífi, náttúru og umhverfi.

Fái tækifæri til að njóta útiveru og skynja náttúrufegurð.

Verði meðvitaðir um að jörðin er aðeins ein og geri sér grein fyrir að umgengni hvers og eins skiptir máli.”
Heimild: www.hafnarfjördur.is

Það er mjög mikilvægt að ala umhverfisvitund upp í börnum, bæði í orði og verki. Græna fána verkefnið fangar þá hugmyndafræði sem ætti að fylgja skólastarfi frá leikskóla til æðstu skólastiga.

Hafið
Ungir jafnaðarmenn vilja auka rannsóknir á náttúru Íslands og hafinu í kringum landið. Meiri þekking mun auðvelda ákvarðandir varðandi framkvæmdir og auðlindanýtingu í framtíðinni. Einnig þarf að huga að því að byggja rannsóknastarf að þessu tagi upp sem framtíðar útflutningsgrein s.s. á þekkingu og tækni.

Þá er nauðsynlegt að virkjunarkostir og önnur not af náttúrunni verði tekin út og þeim forgangsraðað. Ungir jafnaðarmenn gera þá kröfu að stjórnvöld temji sér virðingu fyrir mati sérfræðinga enda er sérfræðingamat forsenda upplýstrar ákvarðanatöku.

Náttúruvæn ferðaþjónusta
Þingið fjallaði um og ítrekaði fyrri álykun UJ frá 2003 um að yfirvöld umhverfismála geri í samvinnu við ferðamálaráð Íslands úttekt á þeim ferðamannafjölda sem Ísland og einstakir hlutar þess bera án þess að gæði þess bera skaða af. Úttekt þessi verði lögð til grundvallar í stefnumótun sjálfbærs og umhverfisvæns ferðamannaiðnaðar á Íslandi.

Staðardagskrá 21

,,Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Nánar tiltekið er hér um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni, þ.e.a.s. þróun sem tryggir komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.
Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfismál í venjulegum skilningi, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Í raun og veru er Staðardagskrá 21 fyrst og fremst velferðaráætlun..” (Heimild: www.samband.is)

Vandamálið við þetta göfuga verkefni (Staðardagskrá 21) hér á landi er að því er ekki nægjanlega vel fylgt eftir af sveitarfélögunum og þau markimið sem sett voru hafa ekki náðst.

Þingið hvetur til endurskoðunar á framkvæmd Starðardagskrár 21 hér á landi, þar sem athygi og fjármunum er einnig veitt í framkvæmd og eftirlit áætlanna.

Sorphirðugjöld
Að lokum ályktaði þingið um að endurskoða þyrfti lög og reglur um póstdreifingu svo að fjölskyldur og fyrirtæki geti á raunverulegan hátt valið að fá ekki ómerktan efni inn um póstlúguna hjá sér. Þetta er nauðsynlegur undanfari þess að sveitarfélög geti innheimt sorphirðugjöld eftir vikt og það standis að sá sem mengar borgar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand