Tekjuójöfnuður

Fréttir af misskiptingu tekna á Íslandi hafa farið illa í mig. Misskipting tekna er mál sem skiptir miklu máli fyrir anda þjóðfélagsins, en núna er það svo að sífellt meiri auður skiptist á sífellt færri hendur. Fréttir af misskiptingu tekna á Íslandi hafa farið illa í mig. Misskipting tekna er mál sem skiptir miklu máli fyrir anda þjóðfélagsins, en núna er það svo að sífellt meiri auður skiptist á sífellt færri hendur. Það skiptir máli hvernig þetta málefni er nálgast, en hægri menn (ríkisstjórnin) vilja að sjálfsögðu nálgast þetta út frá aukningu kaupmáttar, en það er eðlilegt, því þannig fá þeir hagfellda útkomu fyrir sitt leyti. Þeir benda nefnilega stoltir á aukinn kaupmátt þjóðarinnar, en eru ekki að benda á þá staðreynd að það eru ekki allir að fá sneið af kökunni. Kaupmáttur hinna ríku eykst nefnilega gríðarlega, en hinir fátækari þurfa að una við lítt breytta eða jafnvel lakari stöðu í þessum málum en áður var.

Einnig þarf að líta til þess hvernig kaupmáttaraukningin er til komin. Ríkisstjórnin hefur þegar hafist handa við að standa við kosningaloforð um að lækka skatta. Það er súrt í broti að horfa upp á þá fara þá leið sem þeir hafa valið. Lækkun tekjuskatts, t.d., er dæmi um rangar áherslur, að mínu mati, í þessum málum. Þarna er einmitt verið að auka á ójöfnuð milli þegna þjóðfélagsins.

Kostur Íslands hefur lengi verið að skörp skil hafa aldrei verið milli stétta. Með þessu er ekki aðeins verið að auka á misskiptingu tekna heldur einnig skerpa þessi skil. Lítil þjóð eins og við erum hefur ekki efni á að raða upp í stéttablokkir. Miklu nær hefði verið að hækka persónuafslátt og lækka matarskatt. Það er eitthvað sem hefði hagnast þeim sem minna hafa milli handanna meira, því ef menn lækka skattprósentu skilar það ekki nema örfáum krónum til þeirra sem hafa lægstu tekjurnar, en tugþúsundum til þeirra sem fá stærri tölu á launaseðilinn sinn um hver mánaðarmót.

Einnig væri það miklu hagkvæmara fyrir okkur námsmenn, sem þrælum og púlum allt sumarið til að vinna upp fyrir yfirdrættinum sem fleytti okkur í gegn um veturinn áður, sem við áttum að lifa af á afspyrnu slökum námslánum (sem taka engan veginn mið af raunkostnaði!). Notum skattalækkanir til að draga úr misjöfnum kjörum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand