Um ýmis mál

Efst á baugi síðustu vikurnar í þjóðfélagsumræðunni hafa í raun verið tvö mál. Annað tengist samráði olíufélaganna og hitt er auðvitað kennaradeilan. Á því síðarnefnda eru flestir nú orðnir hundleiðir, en ég ætla aðeins að koma að mínum skoðunum á þeim málum í örfáum orðum. Kennarar eiga skilið þá launahækkun sem þeir fengu fram í þessum kjarasamningum og mér finnst jafnvel að við ættum að gera enn betur í þessum málum. Slagorð á borð við ‘mennt er máttur’ verða ansi merkingarlaus þegar ekki má borga það verð sem sett er upp fyrir menntun þeirra sem taka við af okkur. Minni ég í þessum málum á að kennarar eru með 3. ára háskólamenntun að baki. Öll sú umræða um að aðrar stéttir eigi að fá sömu hækkun og kennarar stenst þannig ekki. Þannig yrði bylgja launahækkana til þess að búa til verðbólguástand sem myndi þurrka út þá leiðréttingu sem þessi háskólastétt fékk og koma þannig á sama stað niður.
Efst á baugi síðustu vikurnar í þjóðfélagsumræðunni hafa í raun verið tvö mál. Annað tengist samráði olíufélaganna og hitt er auðvitað kennaradeilan. Á því síðarnefnda eru flestir nú orðnir hundleiðir, en ég ætla aðeins að koma að mínum skoðunum á þeim málum í örfáum orðum. Kennarar eiga skilið þá launahækkun sem þeir fengu fram í þessum kjarasamningum og mér finnst jafnvel að við ættum að gera enn betur í þessum málum. Slagorð á borð við ‘mennt er máttur’ verða ansi merkingarlaus þegar ekki má borga það verð sem sett er upp fyrir menntun þeirra sem taka við af okkur. Minni ég í þessum málum á að kennarar eru með 3. ára háskólamenntun að baki. Öll sú umræða um að aðrar stéttir eigi að fá sömu hækkun og kennarar stenst þannig ekki. Þannig yrði bylgja launahækkana til þess að búa til verðbólguástand sem myndi þurrka út þá leiðréttingu sem þessi háskólastétt fékk og koma þannig á sama stað niður.

Um samráð olíufélaganna er það að segja að litla Ísland virðist vera hin fullkomna gróðrastía þess lags rekstrar. Ekki nóg með það að hér sé nánast einn bíll á mann og við ansi dugleg að keyra, þá eru olíufélögin hérna þau tregustu í heimi til að lækka olíuverð til samræmis við heimsmarkaðsverð. Auk heimsmarkaðsverðsins hefur dollarinn verið að lækka. Ég man ekki betur en þegar dollarinn var hvað hæstur í fyrra að þá hafi olíuverð rokið hér upp úr öllu valdi. Ég er þó ekki sammála þingmanninum okkar, henni Jóhönnu Sigurðar að ríkið eigi að borga til baka til þjóðarinnar það sem þeir högnuðust í skattálagningu á olíuna. Það tel ég vera of seint og ekki svo einfalt, auk þess sem ríkið hefur bæði þegar ráðstafað því fé sem af þessu hefur orðið en að auki sjálft þurft að borga olíu og bensín dýru verði í sínum rekstri.

Dramað í borgarstjórninni sem kom til vegna þessa var leiðindamál, en R-listanum tókst að komast vel frá því. Ég held að fólk sakni Þórólfs almennt og virðist mér almennur vilji innan Ungra jafnaðarmanna til að fá hann á fullt í pólitík. Það verður tíminn þó að leiða í ljós. En þar sem ég er nú nýbúinn að hrósa R-listanum fyrir góða samstöðu í þessu máli verð ég þó að gagnrýna tvennt. Ég vona innilega að Miklabrautar/Kringlumýrarbrautar-gatnamótin verði sett í algeran forgang í gatnaframkvæmd í borginni og þar verði komin mislæg gatnamót sem fyrst. Það liggur á þessu, umferðin á þessum gatnamótum er gersamlega óþolandi. Hitt varðar nýju gervigrasvellina sem eru staðsettir á svæðum Fram, KR, Fylkis og að mér skilst hjá Leikni í Breiðholti. Hvaða tilgangi þjóna þessir vellir ef ekki á að hita þá upp? Þá er alveg eins hægt að fara á gömlu mölina. Reyndar skilst mér að þetta sé til bóta, en af hverju í ósköpunum var þessu ekki hent upp um leið og gervigrasið var sett upp? Hefði ég haldið að það væri hagkvæmara að skella öllum fítusum upp í einu en ekki vera að hanga með einhver verkefni á bakinu sem kosta þá sennilega meira en ella vegna þess að það þarf væntanlega að taka upp grasið áður en upphitunarbúnaði verður komið fyrir. Týpísk íslensk fljótfærni í gangi þar.

Svo er það síðasta málið sem mig langar aðeins að fjalla um. Það er þjóðsöngsmálið. Eigum við að skipta um þjóðsöng? Að mínu mati alls ekki. Af hverju skiptum við þá ekki bara um fána líka? Og nafn á landinu í leiðinni? Og svo getum við auðvitað lagt niður embætti æðsta manns þjóðarinnar, forsetans. Ég veit ekki alveg hvaða byltingarblóð er hlaupið í Sjálfstæðisflokkinn (þeir halda kannski að ef við skiptum um þjóðsöng getum við lagt forsetaembættið niður í leiðinni) en fyrst við erum búin að hækka laun kennara getum við þá a.m.k. gert texta þjóðsöngsins að skildulesefni í grunnskólunum. Þá væri líka kannski einhver stemming þegar íslensk landslið væru að spila á Laugardalsvellinum. Þjóðsöngurinn okkar er glæsilegur og tónverkið á heimsmælikvarða að mínu mati. Við ættum að leggjast öll yfir hann, læra textann, ef við kunnum hann ekki nú þegar og flagga honum eins oft og við getum. Ljóðið er einnig eitt það glæsilegasta sem við eigum og jafnast alveg á við ‘Ísland er landið’ í þjóðrembu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand