Ísland – Bezt í heimi

Síðastliðinn laugardag settum við Íslendingar enn eitt heimsmetið. Í þetta skipti töfruðum við fram lengstu pylsu í heimi og átum hana líka samdægurs. Metið verður samviskusamlega skráð í heimsmetabók Guiness og geta starfsmenn Myllunar, sem bökuðu brauðið og SS sem bjuggu til sjálfa pylsuna, verið stoltir af sjálfum sér fyrir stórkostlegt afrek í þágu almennings. Síðastliðinn laugardag settum við Íslendingar enn eitt heimsmetið. Í þetta skipti töfruðum við fram lengstu pylsu í heimi og átum hana líka samdægurs. Metið verður samviskusamlega skráð í heimsmetabók Guiness og geta starfsmenn Myllunar, sem bökuðu brauðið og SS sem bjuggu til sjálfa pylsuna, verið stoltir af sjálfum sér fyrir stórkostlegt afrek í þágu almennings.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við Íslendingar setjum heimsmet af þessu tagi. Við eigum nú þegar stærstu dómaraflautuna sem er á Laugardalsvelli, stærsta herðartréð sem er í Laugardalslaug, stæsta rúmið sem stendur fyrir utan Rúmfatalagerinn í Holtagörðum, særstu blokkflautuna sem er við Árbæjarlaug og stærsta fótboltann sem er gamalt tundurdufl sem rak á land og var klætt upp sem fótbolti og stendur við fótboltavöll Eskifjarðar.

Smáþjóð með mikilmennskubrjálæði
Ég á ofsalega erfitt með að skilja þann hugsunarhátt sem liggur að baki þessum „stærst-í-heimi“ pælingum. Þetta minnir mig svolítið á mítuna um manninn sem kaupir sér stæsta upphækkaða, fjórhjóladrifna jeppann, því hann er með svo lítið typpi. Hvað í ósköpunum erum við að græða með öllum þessum risaverkum, sem eru ekkert annað en illa útlítandi og veðurbarnir skúlptúrar á asnalegum stöðum eða í versta falli fitandi eins og áðurnefnd pylsa?

Erum við Íslendingar ef til vill að reyna að bæta okkur upp einhverja brostna drauma um viðurkenningu á eigin ágæti? Við höfum ekki unnið Júróvisjón, eigum skítlélegt fótboltalið, (nema kvennaliðið, en það telst ekki með) höfum aldrei unnið ólympíugull og höfum aldrei fengið Óskarsverðlaun. Það er líkt og við þjáumst af einhveri minnimáttarkennd yfir öllu þessu og reynum að breiða yfir hana með því að búa til risa stór eintök af hinu og þessu til að sýna heiminum að við séum sko víst stórþjóð – þó við séum lítil.

Hin ágæta höfðatala
Þetta leiðir okkur að annarri leiðindar klisju í íslenskri þjóðarvitund, en það er hin arfaleiðinlega höfðatala. Höfðatala er tölfræðilegt hugtak sem gerir mögulegt að bera saman tvö eða fleiri mengi með mismunandi fjölda staka. Eða í okkar tilfelli litlar þjóðir og stórar þjóðir. Hugtakið er ágætt til síns brúks en skekkist all verulega ef stærðir eru of mismunandi, eins og til dæmis þegar 280 þúsund manna þjóð norður í höfum ætlar að grípa í það til að bera sig saman við tugmilljóna þjóðir á meginlandinu. Með höfðatöluna að vopni getum við nánast fengið út hvaða útkomu sem við viljum, svo framarlega sem forsendurnar séu réttar. Þó svo að fæstir skilji hugtakið höfðatölu er landanum mjög tamt að nota það, sérstaklega þegar þegar umræðuefnið er Ísland og ágæti þess. Ég fæ útbrot og svima í hvert skipti sem ég heyri hamrað á því að við séum nú best, frábærust, eigum mest af gemsum, fegurðadrottningum og nóbelskáldum allt eftir höfðatölunni. Lengi vel áttum við líka mest af ólympíuverðlaunum þar til einhver frá smáríkinu Trinitad&Tobaco fór að landa verðlaunum í hlaupagreinum.

Íslensk lágkúra
Nú langar mig að segja þessum graftarkýlum á íslenskri þjóðarsál stríð á hendur. Niður með höfðatöluna og niður með alla þessa „stæst-í-heimi“ stæla. Í fyrsta lagi þá eru allir þessir skúlptúrar sem hafa þann tilgang einan að vera nógu stórir til að koma í heimsmetabók Guiness svo ljótir að maður fær sjónskekkju af því að horfa á þá. Auk þess eru þeir dýrir og margt sniðugra og meira göfgandi er hægt að gera við fjármagnið. Svöngu börnin í Biafra eiga ekki að þufa líða skort meðan Íslendingar eyða peningum í að vera stæstir í heimi. Hvað höfðatöluna varðar er mjög svo fjarstætt ætla að notfæra hana til að vegsama eigið ágæti. Það er auðveldlega hægt að nota hana til að sanna hina fáránlegustu hluti eins og að Íslendingar hafi misst fleira fólk í snjóflóðinu á Neskaupstað 1974 heldur en Bandaríkjamenn í Víetnam.

Þetta undarlega birtingarform minnimáttarkenndar sem brýst út í risalistaverkum og vafasömum útreikningum er dökkgrár blettur á íslenskri þjóðarsál sem við ættum að afmá hið fyrsta. Því við erum jú, þegar öllu er á botninn hvolft, sætust, bestust og klárust af öllum og ættum ekki að þurfa að grípa til slíkra örþrifa ráða til að sanna það.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand