Breddan 2004

Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með íslenska þotuliðinu að Edduverðlaunin voru afhent í sjötta sinn á dögunum. Til þeirra var upphaflega stofnað til að heiðra og hvetja íslenskt kvikmynda- og sjónvarpsgerðarfólk og ekki ætla ég að mótmæla því að slíkur tilgangur sé göfugur. Ég spyr hins vegar: af hverju í ósköpunum erum við enn að veita þessi verðlaun á hverju einasta ári? Hvenær ætla Íslendingar að ýta hjakkinu um höfðatöluna til hliðar og viðurkenna að við erum 280 þúsund en ekki 280 milljónir? Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með íslenska þotuliðinu að Edduverðlaunin voru afhent í sjötta sinn á dögunum. Til þeirra var upphaflega stofnað til að heiðra og hvetja íslenskt kvikmynda- og sjónvarpsgerðarfólk og ekki ætla ég að mótmæla því að slíkur tilgangur sé göfugur. Ég spyr hins vegar: af hverju í ósköpunum erum við enn að veita þessi verðlaun á hverju einasta ári? Hvenær ætla Íslendingar að ýta hjakkinu um höfðatöluna til hliðar og viðurkenna að við erum 280 þúsund en ekki 280 milljónir?

Í ár voru þrjár kvikmyndir í fullri lengd tilnefndar. Ég held að þetta hafi allt verið ágætis myndir. En það skiptir engu máli. Það voru nefnilega bara þrjár myndir í fullri lengd gerðar á Íslandi í ár. Ef að kvikmyndin Swept Away hefði verið framleidd hér á landi 2004 (Sópað burt, með Birgittu Haukdal í aðalhlutverki) hefði hún verið tilnefnd. Ef Swept Away, Grease 2 og Armageddon hefðu verið einu myndirnar sem hefðu verið framleiddar hér á landi 2004 hefðu þær allar verið tilnefndar til Edduverðlaunanna. Þær eru allar ömurlegar og sú skásta hefði unnið.

Fyrir utan þennan tilfinnanlega skort á nógu mörgum kandidötum árlega þá er eitthvað hryllilega hallærislegt við þennan viðburð. Við eigum í fyrsta lagi ekki nógu mikið af frægu fólki til tvær mismunandi manneskjur geti afhent hver einustu verðlaun og erum farin að seilast ansi langt í þeirri leit. Rithöfundar, sjónvarpsfólk og fegurðardrottningar draga miða upp úr umslögum, tala hvert ofan í annað og fara með pínleg amanmál, ögn vandræðaleg eins og þau viti óþægilega vel af því hversu bjánalegt þetta allt saman er. Restin af þotuliðinu situr úti í sal, allir búnir að dressa sig upp í Júniform, og blaðamenn keppast við að spyrja fólk út í jakkann og kjólinn og skóna og skrifa svo um það heilu blaðagreinarnar.

Maður er yfirleitt hallærislegur þegar maður er í þykjustuleik sem manni finnst maður ekki passa í. Íslendingar passa ekkert í þennan þykjustuleik og þeir vita það alveg. Okkur tókst vel að herma eftir Idol, það er við það einhver heilbrigður keppnisandi og gleðileg og guðdómleg lágkúra sem féll eins og flís við íslenskan þjóðarrass. En sú Óskarseftiröpun sem Edduverðlaunin eru, er misheppnuð frá byrjun – Birta er ekki Cosmopolitan og við erum asnaleg á rauða dreglinum.

Ef að Edduverðlaunin eiga í raun og veru að vera hvatning til kvikmynda- og sjónvarpsgerðarfólks verða þau að vera marktæk, og eins og mál standa þá eru þau það ekki. Það er einfaldlega ekki framleitt nógu mikið af kvikmynda- og sjónvarpsefni á hverju ári á Íslandi til að verðlaun af þessu tagi geti haldið merkingu sinni. Þá fyrst væri hægt að taka mark á þeim ef þau væru veitt á, segjum, fimm ára fresti. Þá væri það raunverulegur heiður að fá Edduverðlaun – en ekki eitthvað sem kvikmyndagerðarfólk gæti sagt frá með vandræðalegu brosi og skömmustusvip yfir hallærisganginum í þjóðinni sinni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand