Undanfarna mánuði og ár hafa verið miklar umræður í Evrópu um það hvort að múslímskar konur ættu að fá að ganga með slæður eða hijab á almannafæri. Í Þýskalandi hafa verið uppi harðar deilur vegna múslímskra kennslukvenna. Það er talið æskilegt að þær myndu ekki bera hijab við kennslu. Í Danmörku hafa einnig verið deilur um það hvort að múslímskar konur ættu að bera hijab við vinnu í matvöruverslunum. Í Frakklandi hefur þessi umræða gengið hvað lengst. Nú er búið að banna stúlkum að mæta með hijab í almenningsskóla. Undanfarna mánuði og ár hafa verið miklar umræður í Evrópu um það hvort að múslímskar konur ættu að fá að ganga með slæður eða hijab á almannafæri. Í Þýskalandi hafa verið uppi harðar deilur vegna múslímskra kennslukvenna. Það er talið æskilegt að þær myndu ekki bera hijab við kennslu. Í Danmörku hafa einnig verið deilur um það hvort að múslímskar konur ættu að bera hijab við vinnu í matvöruverslunum. Í Frakklandi hefur þessi umræða gengið hvað lengst. Nú er búið að banna stúlkum að mæta með hijab í almenningsskóla.
Hvernig eru viðbrögðin?
Það reyndi fyrst á þessa nýju löggjöf nú í haust. Fréttir herma að í byrjun skólaársins hafi 635 stúlkur ekki virt þessi nýju lög og mætt í skólann með hijab. Rætt var alvarlega við þær stúlkur og nú eru þær 100 sem halda sínu striki og mæta í skólann með hijab þrátt fyir hótanir um að þeim verði vísað úr skóla taki þær ekki niður hijab. Margar stúlkur hafa hætt að mæta í skólana. Þær fá ekki leyfi frá foreldrum sínum til að fara út á meðal almennings án þess að bera hijab.
Þessi lög gilda reyndar ekki bara um hijab, heldur er einnig bannað að bera kollhúfur gyðinga og róðurkrossar kristinna eru bannaðir, en það má segja að þessi lög beinist mest að múslimum. 10% íbúa í Frakklandi eru múslimar svo að það er um mikinn fjölda að ræða.
Það hefur sýnt sig að það er mikill stuðningur við þessa lagasetningu á meðal Frakka. Hvers vegna, er erfitt að segja. Mikið er af innflytjendum í Frakklandi. Í úthverfum stórborganna eru ghetto þar sem að innflytjendur frá múslimaríkjum í Arabíu og Afríku safnast saman. Þar ráða götugengi ríkjum og hefur hefð feðraveldis þar mikið að segja. Mikið er um glæpi í þessum hverfum og konur eru hvergi öruggar. Mikið af neikvæðum fréttum berast frá þessum hverfum. Þetta gerir ímynd múslima neikvæða. Þetta skapar líka mikla hræðslu og hryðjuverk undanfarinna ára bæta ekki úr skák.
Óttanum fylgir vaxandi tilhneiging til mannréttindaskerðingar. Menn fá ekki að vera þeir sem þeir vilja vera. Það er bannað að vera öðruvísi Frelsi, jafnrétti og bræðralag, hvað?
Frelsi, jafnrétti og bræðralag!
Þetta er það sem franska byltingin boðaði. Hún boðaði trúfrelsi. Byltingamenn vildu halda kirkjunni utan við pólitísk áhrif. Árið 1905 var ríki og kirkja aðskilin í Frakklandi. Í gegn um tíðina hefur því verið lögð mikil áhersla á trúfrelsi í landinu. Í almenningsskólum landsins hefur ekki verið kennd kristinfræði eins og svo víða í Evrópu. Í staðin hefur heimspeki verið á stundaskránni.
Með þessari nýju lagsetninugu trúa frönsk stjórnvöld því að þau eigi þátt í því að aflétta kúgun múslímskra kvenna. Að bera hijab er í augum vestrænna manna tákn um kúgun og undirgefni konunnar. En er það ekki dæmi um yfirgengilega forræðishyggju að krefjast þess af trúarhópum að þeir láti af sínum trúar- og upprunatáknum? Þó að sú líking kunni að þykja langsótt má líkja þessum aðferðum við það þegar nasistar skipuðu öllum gyðingum að merkja sig með gyðingastjörnunni og gerðu hana að neikvæðu tákni. Hér er svipuð aðgerð sett fram með öfugum formerkjum. Það á að svipta fólk upprunatákni sínu og með því móti svipta það sjálfsákvörðunarrétti sínum og sjálfsmynd.
Frakkland er lýðræðisríki. Nú er verið að skerða frelsi borgaranna. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á franska borgara. Þetta hefur áhrif út fyrir landið. Þarna er verið að setja fordæmi sem felur í sér frelsisskerðingu þess hluta alþýðunnar sem um alla Evrópu er í lægstu lögum samfélagsins og á undir högg að sækja.
Frelsið er undarlegt
Okkur finnst það vera frelsi að ganga með derhúfu alla daga, það er frelsi að lita á sér hárið grænt og ganga í rifnum gallabuxum. Þetta eru birtingarmyndir sundraðrar vestrænnar menningar. Sömu menn og eru reiðubúnir að verja frelsið til pönkaðs útlits líta á það að ganga með hijab alla daga allt árið sem tákn um ófrelsi, jafnvel þegar það er val þeirra sem þannig ganga um. Vera má að nokkuð sé til í því að slæðurnar séu hluti af kúgun múslímskra kvenna. En er ekki svo ótalmargt í klæðaburði vestrænna kvenna, svo sem háir hælar, brjóstastækkanir og fleira einnig merki um vissa kvennakúgun ef betur er að gáð. Eigum við kannski von á lögum sem banna háa hæla og brjóstastækkanir? Ég held ekki. Dýrkun líkamans byggir á vestrænu gildismati, ekki múslímsku.
Út frá vissu sjónarhorni er visst frelsi fólgið í því að fá að ganga með hijab. Ekki á sama hátt og það er að ganga með derhúfu, lita á sér hárið grænt og ganga í rifnum gallabuxum. Það ættu allir að hafa rétt til að vera eins og þeir vilja ef það skaðar ekki aðra. Um það snérist franska byltingin, mannréttindaskráin og seinni tíma mannréttindayfirlýsingar. Með ólögum eyða menn löndum.