Hvert er erindi vinstri-grænna í borgarstjórn Reykjavíkur?

Í sumar fóru að kvisast út fréttir af því að Orkuveita Reykjavíkur, undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar, væri að undirbúa þátttöku í virkjun Skjálfandafljóts í Þingeyjarsýslum á Norðurlandi. Hinn 20. ágúst síðastliðinn var svo stofnað félagið Hrafnabjörg sem Orkuveitan á 60% hlut í og hefur það sótt um leyfi til að virkja ána. Virkjunin yrði ekki mjög stór, myndi líklega framleiða minni raforku en Nesjavallavirkjun, til dæmis. Í sumar fóru að kvisast út fréttir af því að Orkuveita Reykjavíkur, undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar, væri að undirbúa þátttöku í virkjun Skjálfandafljóts í Þingeyjarsýslum á Norðurlandi. Hinn 20. ágúst síðastliðinn var svo stofnað félagið Hrafnabjörg sem Orkuveitan á 60% hlut í og hefur það sótt um leyfi til að virkja ána. Virkjunin yrði ekki mjög stór, myndi líklega framleiða minni raforku en Nesjavallavirkjun, til dæmis.

Pólitík styður skynsamlega nýtingu orkulindanna
Vert er að taka fram að Pólitík.is styður hóflega og skynsamlega nýtingu orkulinda þjóðarinnar. Vefritið setur til dæmis fátt út á hugmyndir um Urriðafoss- og Núpsvirkjanir í Þjórsá og Búðarhálsvirkjun í Tungnaá. Hugmyndir um rennslisvirkjanir í Hvítá í Borgarfirði, sem Orkuveita Reykjavíkur hefur sýnt áhuga, eru líka vel athugandi. Fnjóskárvirkjun saman með veggöngum undir Vaðlaheiði gæti verið áhugaverður kostur ef hagkvæmni hennar verður staðfest. Pólitík.is líst einnig vel á margar tillögur um stórar gufuaflsvirkjanir, til dæmis á Þeistareykjum og í eða við Hágöngulón, svo fátt eitt sé nefnt.

Pólitík.is styður samt ekki virkjun í Skjálfandafljóti
En Pólitík.is telur líka mikilvægt að staðinn verði dyggur vörður um þau lítt snortnu víðerni sem eftir eru á hálendi Íslands. Þannig tekur vefritið heils hugar undir tillögur um friðun Jökulsár á Fjöllum og þar með Dettifoss. Að sama skapi telur Pólitík.is að ekki eigi að virkja Skjálfandafljót að sinni, að minnsta kosti ekki með þeim hætti sem nú stefnir í.

Með gerð uppistöðulóns sem slagar hátt upp í stærð borgarlands Reykjavíkur og með því að breyta rennsli og litarafti vatns sem rennur um fossa eins og Aldeyjarfoss og Hrafnabjargarfoss yrði það óspillta svæði sem nú er við norðvestanverðan Vatnajökul skert til muna. Pólitík.is telur ekki réttlætanlegt meðan jafnmargir aðrir virkjunarkostir eru fyrir hendi í landinu og raun ber vitni að færa þessa fórn. Það er afdráttarlaus skoðun vefritsins að láta beri framtíðarkynslóðum eftir að taka ákvörðun um virkjun á þessum stað.

Hvar eru vinstri-grænir nú?
Vinstri-grænir gefa sig út fyrir að vera flokkur þar sem málefni skipa öndvegi – vegtyllur skipti minna máli. Í því ljósi er erfitt að sjá að borgarfulltrúar Vinstri-grænna geti samþykkt að stærsta fyrirtæki Reykjavíkurborgar, sem þeir hafa lagt þunga áherslu á að verði áfram í opinberri eigu, taki með beinum hætti þátt í óheftri virkjanapólitík framsóknarmanna. Ef vinstri-grænir samþykktu slíkt – hvert væri þá eiginlega erindi þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur?

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand