Um kosningar

islandPISTILL Fyrir hverjar kosningar velti ég því mér hvort ég sé meiri Íslendingur en flestir íbúar landsins. Ég fylgist vel með kosningum, aðdraganda þeirra, skoðanakönnunum og tel mig skilja sjónarmið allra flokka. Auk þess gildir mitt atkvæði meira en flestra annarra Íslendinga. island

PISTILL Nú líður að kosningum og í tilefni þess er gaman að rifja aðeins upp kosningalögin. Kjördæmin verða nú sex, þriðju kosningarnar í röð. Reykjavíkurkjördæmin, norður og suður, Suðvesturkjördæmi (Kraginn), Suðurkjördæmi og svo Norðurkjördæmin tvö, vestur og austur. Þingmennirnir verða enn þá 63, þannig hefur það verið frá árinu 1987. Á kjörskrá verða 227.896 sem gerir 3.617 atkvæði á hvern þingmann. Kjörsókn á Íslandi er yfirleitt mjög góð, oftast í kringum 80%, samanborið við til dæmis Bretland þar sem hún hefur verið í kringum 60% í síðustu tveimur þingkosningum.

Allir Íslendingar eldri en 18 ára, konur og karlar, fá að kjósa hvort sem þeir eru á sakaskrá eða ekki. Annað myndi varla teljast lýðræðislegt. Það er fátt sem er meira lýðræðislegra en kosningar. Með blóði, svita og tárum börðust forfeður okkar fyrir lýðræði. Þeir færðu okkur kosningarétt og jafnrétti. Þeir þurftu að færa ótal fórnir til þess að tryggja að ófæddir einstaklingar, um ókomna tíð, fengju að kjósa. Þess vegna tel ég að það sé skylda allra Íslendinga að mæta á kjörstað enda væri það hrein móðgun við lýðræðishetjur Íslendinga að kjósa ekki, þó það væri ekki nema til þess eins að skila auðu. Að kjósa er hluti af því að vera Íslendingur.

Fyrir hverjar kosningar velti ég því mér hvort ég sé meiri Íslendingur en flestir íbúar landsins. Ég fylgist vel með kosningum, aðdraganda þeirra, skoðanakönnunum og tel mig skilja sjónarmið allra flokka. Auk þess gildir mitt atkvæði meira en flestra annarra Íslendinga. Þar af leiðandi hlýt ég að vera meiri Íslendingur en aðrir. Lögin og stjórnarskráin segja það meira að segja. Mitt atkvæði er því mikilvægara en hjá 2/3 hluta þjóðarinnar þar sem ég er landsbyggðarmaður.

Það er mjög athyglisvert að bera saman hlutfall kjósenda á bakvið hvert þingsæti. Þegar kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu eru borin saman við landsbyggðarkjördæmin þrjú, kemur í ljós að það er klárlega misskipting á þingsætum. Þetta kemur enn betur í ljós þegar stærsta kjördæmið, Kraginn, er borinn saman við minnsta kjördæmið, NV-kjördæmi.

Á Íslandi búa ekki nema rúmlega 300.000 íbúar og það er fyrir löngu orðið tímabært að gera öllum Íslendingum jafn hátt undir höfði. Gerum landið að einu kjördæmi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand