Einangrun eða ESB

jofnogfrjals7

LEIÐARI Í mínum huga er svarið auðvelt við eigum að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Ungt fólk á Íslandi verður að hafa sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í nágranna löndunum. Þess vegna verður ungt fólk að kjósa Samfylkinguna svo að farið verði í aðildarviðræður við ESB.
jofnogfrjals7

LEIÐARI Íslendingar eru að fara inn í mikilvægar kosningar. Sennilega þær mikilvægustu. Íslendingar hafa aldrei staðið frammi fyrir eins skýrum valkostum. Kjósendur verða að spyrja sig, vil ég að Ísland að loki sig af eða vil ég að Ísland sé hluti af alþjóðasamfélaginu?

Stuttu eftir bankahrunið þá kom Davíð Oddson fram í Kastljós viðtali og talaði fyrir því að Íslandi mundi ekki borga erlendar skuldir sínar. Þau orð, þáverandi seðlabankastjóra,  vöktu hörð viðbrögð út um allan heim. Þau orð áttu sinn þátt í því að hryðjuverkalög voru notuð í Bretlandi gegn íslenskum bönkum. Þar með voru örlög Kaupþings ráðin sem margir héldu að gæti lifað bankakreppuna af. Samanber mörg hundruð milljón króna lán sem Seðlabanki Íslands veitti bankanum skömmu fyrir hrun hans. Ef við hefðum hafnað erlendu samstarfi við uppgjör á bönkunum, hefðum ekki farið í samningaviðræður um Icesave og hefðum ekki leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá væri Ísland einangrað. Krónan hefði veikst meira en hún hefur gert. Öll von um erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi væri farin. Aðal(einu)atvinnugreinar Íslendinga hefðu orðið sjávarútvegur og álbræðsla. Það er ekki það þekkingarsamfélag sem við viljum búa í. Íslendingar mega þakka fyrir að Samfylkingin var í ríkisstjórn á þessum tíma og kom þessum brýnu málum í gegn.

Augljóst framhald af samningunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að fara í aðildarviðræður við ESB til þess að treysta stoðir íslensk fjármálakerfis. Sjáfstæðisflokkurinn hóf þá vegferð og boðaði til landsfundar þar sem aðalumræðuefnið átti að vera ESB. Niðurstaðan fundarins var skýr. Að mati Sjálfstæðismanna er hagsmunum Íslands er ekki borgið innan ESB. Vegna þess að Sjálfstæðismenn eru hræddir við að missa yfirráðin sín yfir fiskimiðunum við landið. Þeir eru svo hræddir við að missa völdin að þeir þora ekki að fara í samningaviðræður við ESB um hvort ekki væri unnt að tryggja að yfirráðin yfir fiskimiðinum héldust á Íslandi. Spurningin um hvað á að gera við ónýta íslenska krónu er enn ósvarað. Sjálfstæðismenn skiluðu auðu í stærsta hagsmunamáli Íslands.

Með aðildarsamningum að ESB opnum við mörg tækifæri. Við getum tekið upp evru og fengið stuðning frá evrópska seðlabankanum til þess að verja bankakerfið, til þess að halda gengi krónunnar stöðugu á meðan við bíðum þess að geta tekið upp evru, geta losnað við gjaldeyrishöftin, fá lága vexti og losna við verðtrygginguna. Allt eru þetta atriði sem skipta höfuð máli þegar kemur að því að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf sem byggir á mannauðinum í landinu. Íslensk fyrirtæki verða að búa í umhverfi sem er fýsilegt fyrir erlenda fjárfesta ef við ætlum okkur að ná fyrri styrk. Öflugt fjármálakerfi er súrefni atvinnulífsins og íslensk smámynt er ekki sú undirstaða sem við getum byggt á. Þá keppum við aldrei við okkar samanburðarlönd á jöfnun grunni.

Vil ég að Ísland að loki sig af eða vil ég að Ísland sé hluti af alþjóðasamfélaginu? Í mínum huga er svarið auðvelt við eigum að vera virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Ungt fólk á Íslandi verður að hafa sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra í nágranna löndunum. Þess vegna verður ungt fólk að kjósa Samfylkinguna svo að farið verði í aðildarviðræður við ESB. Niðurstaðan verður lög

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand