Um jarðgöng

Ég rakst um daginn á áætlun um jarðgöng sem unnin var eftir samþykkt þingsályktunartillögu þann 11. mars 1999. Samkvæmt henni eru þrjú verkefni sett í forgang. Það eru göngin, sem þegar eru komin vel á veg, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar ásamt göngunum sem sett voru í bið af ríkinu og olli miklu fjaðrafoki fyrr á árinu milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og göngunum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ég rakst um daginn á áætlun um jarðgöng sem unnin var eftir samþykkt þingsályktunartillögu þann 11. mars 1999. Samkvæmt henni eru þrjú verkefni sett í forgang. Það eru göngin, sem þegar eru komin vel á veg, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar ásamt göngunum sem sett voru í bið af ríkinu og olli miklu fjaðrafoki fyrr á árinu milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem og göngunum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.

Það er mjög eðlilegt að þessi göng séu sett í forgang, en það sem ég vildi fjalla um hérna er í raun hvað á að koma næst á þessu sviði. Skv. þingsályktun átti vinnuhópur áætlunarinnar að ganga út frá að “Sérstaklega verði horft til framkvæmda sem rjúfa vetrareinangrun, koma í stað annarrar kostnaðarsamrar vegagerðar, stytta vegalengdir eða stækka atvinnusvæði”.

Nú er það svo að með ágætu framlagi Vegagerðarinnar til umbóta á veginum um Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, er vetrareinangrun nánast liðin tíð á Seyðisfirði. Engu að síður horfir það svo við að á miðri heiðinni er einbreið brú sem þarf að fara að leggja vinnu í, vegalengdir milli staða eru minnst 26 km til Egilsstaða og þá eru um 60 km á Reyðarfjörð og byggðakjarnar Austfjarða eru ansi dreifðir. Svo dæmi sé tekið er um 100 km akstur milli bæjarkjarna Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, en landfræðilega er styttra þarna á milli en milli Reyðarfjarðar og Seyðisfjarðar. Með þetta í huga er hægt að segja að Seyðisfjörður sé þó nokkuð út undan þessum stöðum.

Fjarðabyggð er stæsti byggðakjarni Austfjarða með 3110 íbúa (miðað við tölur hagstofu frá lok árs 2003). Þar er Fjórðungssjúkrahúsið staðsett, nánar til tekið í Norðfirði, ásamt Verkmenntaskóla Austurlands. Þar er einnig laxeldi. Á Seyðisfirði búa 730 manns. Vegna þess að Fjarðarheiðin er eina leiðin í og úr bænum nýtur hann ekki sömu áhrifa og uppgangs og aðrir staðir ganga nú í gegn um vegna framkvæmda við Kárahnjúka, auk þess sam augljóst er að það að þurfa að ferðast yfir 100 km á Fjórðungssjúkrahúsið er alveg afleit afstaða gagnvart því. Vetrarsiglingar Norrönu koma reyndar þar á móti og einn fylgifiskur þeirra er að fiskur, t.d. lax frá Norðfirði, er fluttur þar um borð í stórum stíl. Fjarðarheiði að vetri til er ekki kjörstaður fyrir flutningabíla að fara með verðmætan farm yfir.

Hvað er þá hægt að gera?
Á áætlun þeirri sem áður var nefnd skoðaði ég vel tillögur af þeim göngum sem þar eru nefnd Seyðisfjörður-Hérað/Norðfjörður. Áætlunin gefur upp þrenna möguleika og nefnd sem skilaði áliti árið 1993 mælti með síðasta möguleikanum (C). Það er líka sá möguleiki sem heillar mig hvað mest og í þessu felast þrenn göng, 3,9; 5,3; og 6,8 km að lengd. Styttri göngin tvö myndu tengja Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð, en löngu göngin myndu tryggja vetrarsamgöngur milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða/Reyðarfjarðar. Verkefnið er áætlað upp á 7-8 milljarða króna.

En af hverju þessi göng? Jú, betri nýting Fjórðungssjúkrahússins, betri nýting Verkmenntaskólans, vænti ég og betri nýting nýju og glæsilegu hafnaraðstöðunnar á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði er jafnframt glæsilegasta og arðbærasta fiskimjölsverksmiðja landsins í eigu SVN sem hefur höfðustöðvar sínar á Norðfirði. Áður hefur verið komið inn á laxeldi. Þá er enn ónefnt að innan fárra ára verður álver gangsett á Reyðarfirði. Það er því mikill hagur að því að styrkja heild þessa svæðis og öllum til hagsbóta.

Að lokum og sem endanleg rök fyrir því að Mið-Austurland sé næst í jarðgangnagerð vill ég benda á það að framkvæmdir þessar taka skv. mínum útreikningum eftir tölum Hagstofu frá árslokum 2003 til og þétta byggð á svæði þar sem um 6500 manns búa. Samstarf sveitafélaga á þessu svæði er alltaf að aukast, en myndu við þessar framkvæmdir vonandi verða enn betri og gefa þessum sveitafélögum öllum byr undir báða vængi. Talað hefur verið um Eyjafjarðarsvæðið sem mótvægi við Höfuðborgarsvæðið, en betur má ef duga skal, Mið-Austurland getur sett sín lóð á vogarskálar í byggðastefnu stjórnvalda með þessum framkvæmdum. Betri eru hendur en hönd.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið