Akureyri tekur fram úr Íslandi

Ríkisstjórnin sýndi fram á að hún væri gjörsamlega óhæf, með því að geta ekki einu sinni haldið eina einustu þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Ekki gat hún spurt okkur hvort við vildum 1% aukningu á hagvexti eða óskerta náttúru við Kárahnjúka. Við erum víst svo vitlaus að við vitum ekki einu sinni hvaða skoðun við höfum, eða hvort við viljum frekar; peninga eða náttúru. Hafið þið tekið eftir mótmælunum sem eru út um allt gegn háhýsunum sem á að byggja á Akureyri? Hafið þið tekið eftir skítkastinu, þvælunni, dylgjunum og hálfkveðnu vísunum?

Ekki ég heldur.

Hvers vegna ekki? Í hvert einasta sinn sem á að gera nokkurn skapaðan hlut á Íslandi, verður allt brjálað í smástund. En ekki á Akureyri. Er málið það að allir séu hreinlega fullkomlega sáttir við að byggja þessi blessuðu hús? Eða þora Akureyringar hreinlega ekki að mótmæla? Því trúi ég ekki í eina sekúndu.

Nei, það veldur ekki sáttinni hvað verður gert þarna. Það veldur sáttinni, að almenningur verður spurður, og að hann muni fá að ráða. Ég efast ekki um það í eina sekúndu að þessi hús margborga sig og munu gera Akureyri mjög gott, en það er hinsvegar álitamál hvort skipti meira máli; fjárhagslegur ávinningur, eða fallegur bær. Svo má auðvitað endalaust deila um það hvað sé fallegur bær.

En þess þarf ekki. Það þarf ekkert að deila um þetta. Það verður einfaldlega kosið.

Ríkisstjórnin sýndi fram á að hún væri gjörsamlega óhæf, með því að geta ekki einu sinni haldið eina einustu þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Ekki gat hún spurt okkur hvort við vildum 1% aukningu á hagvexti eða óskerta náttúru við Kárahnjúka. Við erum víst svo vitlaus að við vitum ekki einu sinni hvaða skoðun við höfum, eða hvort við viljum frekar; peninga eða náttúru.

Alltaf þegar maður fer að tuða yfir skorti lýðræðis á Íslandi, kemur upp sama gamla þvælan. Svo flókið, svo dýrt. Hversu flókið eða dýrt er Kárahnjúkamálið búið að vera? Hversu flókið eða dýrt er það að halda kosningar yfirhöfuð, eða að tryggja mannréttindi?

Hugsið ykkur, fyrst við erum að farga mannréttindunum að ráða eigin örlögum fyrir græðgi og leti, hvað það væri hægt að spara mikla peninga ef við slepptum bara öllu þessu mannréttindakjaftæði. 90% ákærða eru sekir hvort sem er, hvers vegna ekki að fórna bara 10% fyrir einfaldleikann en umfram allt peningana?

Vegna þess að við erum siðmenntuð þjóð.

Staðreynd 1.
Núverandi forsætisráðherra, valdamesti maður þjóðarinnar, er kosinn af 17% þjóðarinnar.

Staðreynd 2.
Lýðræði tekur óhjákvæmilega mjög mikið vald af sitjandi valdhöfum. Valdhafar hafa því beinan óhag af því að auka lýðræði á Íslandi.

Staðreynd 3.
Lýðræði er einfalt. Í milljónasta skiptið er hægt að benda á Sviss sem hefur haft beint lýðræði síðan árið 1848 (átjánhundruðfjörutíuogátta), og þarf ekki nema 1% þjóðarinnar að heimta kosningu til þess að af henni verði. Enginn fer að segja að Sviss sé lamað vegna þess að þeir séu svo uppteknir við að halda stanslausar þjóðaratkvæðagreiðslur, þó vissulega finnist mörgum 1% vera full lág tala. Jafnvel svo fáránlega lág tala er ekki vandamál þar.

Staðreynd 4.
Jafnvel ýktar tölur eins og 150 milljón krónur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu er dropi í hafi í fjárlögum. Maður finnur varla nokkurn tíma lægri upphæðir, sama hvað á að gera. Aukið lýðræði væri dýrt fyrir einstakling, en fyrir þjóð er það hræódýrt.

Staðreynd 5.
Davíð Oddsson sjálfur sagði það berum orðum, að það væri aðför að þingræðinu að við fengjum að kjósa um nokkurn skapaðan hlut. Lýðræði er því á skjön við núverandi stjórnarfar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið